Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lí) RUHR-HÉRAÐIÐ Þjóðverfar kunna að vinna Brezkur fréttaritari skrifar: Ég hefi nýskeð ferðast um Ruhr- héraðið að nýu. Það var þrumuveður og eldingar léku um hina háu reyk- héfa verksmiðjanna og bræðsluofn- anna. Það var hér, í þessu héraði, að Þjóðverjar bitu á jaxlinn eftir strið- ið, brettu upp ermarnar og tóku að hamast við að koma fótunum undir sig aftur. Eftir að Þjóðverjar höfðu fengið stöðugan gjaldeyri, gerðist eitthvert mesta kraftaverk þessara ára í Ruhr. Hér hristu Þjóðverjar fyrst af sér undirlægjuskapinn við herveldi liinna sigrandi þjóða. Hér gengu þeir öruggir til verks, óhræddir við að leggja hart að sér við vinnu, og þeir vissu hvernig á að vinna. Á hæð nokkurri utan við Essen, stendur eitt af stórkostlegustu íbúð- arhúsum veraldar. Það heitir „Villa Huegel“ og var einu sinni aðsetur Krupps-fjölskyldunnar. Einn af fyrr- verandi þiónum þeirra var svo vænn að sýna mér húsið. Þar sá ég matsal, þar sem 70 manns gátu hæglega setið að borði í einu. Þar sá ég sundhöll, sem er undir bókasafninu. Eg skoð- aði veizlusalinn, knattborðssalinn, sem er skreyttur í kínverskum stíl, málverkasafnið og nokkrar tylftir svefnherbergja. í þessu minnismerki um ósmekk- legt óhóf og bruðlunarsemi, settist að hin sameinaða kolanefnd banda- manna að stríðinu loknu, og hún gerði nákvæmar áætlanir um það hverju hinir þýzku verkamenn í Ruhr mundu geta afkastað. Allar á- ætianir hennar reyndust ramvitlaus- ar. Harry Collins, formaður kola- nefndarinnar, sagði við mig og ypti öxlum um leið: ,,Ég verð að viður- kenna að afköst kolanámumannanna hafa farið langt, langt fram úr þvi, sem nokkrum manni hafði til hugar komið“. Ungir námamenn hafa kom- ið í stað þeirra gömlu. Meðalaldur námamanna var áður 43 ár, en er nú 37, eða lægri en á dögum Hitlers. Með bættum kjörum hafa þeir kveðið niður alla kommúnista, og það kem- ur varla fyrir að menn komi ekki til vinnu sinnar að ákveðinni stundu. Sama máli er að gegna um verk- smiðurnar. Þar er unnið af kappi og af þeirri vinnuþekkingu, sem Þjóð- verjum er lagin. Áhrifanna af hinu fasta gengi peninga hefir jafnvel gætt enn meira í verksmiðjunum heldur en í kolanámunum. Banda- menn höfðu gert áætlun um fram- leiðsluna þar, og þeir höfðu sett markið svo hátt sem þeir framast þorðu. En Þjóðverjar fóru leikandi fram úr því. Einn af stálbræðslu- mönnunum þýzku benti mér á stál- bræðslu sína, sem var í riistum eftir loftárásir, og sagði: „Þegar á allt er litið þarf maður ekki að hafa þak yfir stálbræðslur. Ég sé aðeins um að verkamenn mínir séu vel og hlýlega búnir — læt þá fá ókeypis skjóleóð vetrarföt — og við höldum áfram að bræða stál“. Bandamönnum leizt ekki á hvað afköstin voru mikil. Þeir tóku að óttast samkeppni. Þess vegna settu þei’- hámark á stálframleiðsl- una, 11.000 lestir, enda þótt Þjóð- verjar gæti hæglega framleitt 15.000 lestir. Þetta breyttist þegar Schu- mans-áætlunin komst til fram- kvæmda. Uppgangur Þjóðveria í Ruhr hefði því verið enn stórkost- legri, ef bandamenn hefði ekki setið á þeim. Þegar árið 1949 fóru um 1000 sölu- menn frá Ruhr á hverjum mánuði til nærliggjandi landa til þess að bjóða þýzkar framleiðsluvörur. Auðvitað fóru þeir með leyfi setuliðsstjórnar- innar. Þeir fóru til Frakklands, Belgíu, Hollands, Englands og Bandaríkjanna, þessir fulltrúar sigr- aðrar þjóðar. En þeir voru djarflegir uppiits, því að þeir vissu sem var (og það höfum vér orðið að viður- kenna), að þeir höfðu úrvalsvörur á boðstólum. Þótt Krupp væri dott- inn úr sögunni, og þótt erlent setu- lið væri í landinu og skammtaði út- flutningsleyfi úr hnefa, þá höfðu Þjóðverjar framleiðsluáhöldin, og þeir Kunnu að nota þau. Það er svo sem ekki fallegt um- horfs í Ruhr-héraðinu. Þar er verk- smiðjubær við verksmiðjubæ, og þar sér varla stingandi strá. Héraðið var sundur tætt af sprengikúlum flug- véla í stríðinu. Enn er þar margt í rústum og þægindi af skornum skammti. En samt er þessi dalur lyk- illinn að Evrópu. Skyldi einhver er- lend þjóð leggja undir sig þessar kolanámur og verksmiðjur, þá er fót- um kippt undan sameiginlegri vörn álfunnar. Takist kommúnistum að leggja undir sig Ruhr-héraðið, þá þýðir það hvorki meira né minna en að vestrænu þjóðirnar hafa misst tök á meginlandinu. HARALDUR konungur liárfagri strengdi þess heit á unga aldri að láta ekki skera hár sitt né skegg fyr en hann væri orðinn einvaldskonungur yfir öllum Noregi. Annar maður hefur fengið svipaða hugmynd, enda þótt hann hafi sjálfsagt aldrei heyrt Haralds konungs getið. Hann heitir Samúel Marden og á heima í Chichester i New Hampshire í Bandaríkjunum. Fyrir 14 árum strengdi hann þess heit, að hann skyldi hvorki láta skera hár sitt né skegg fyr en republikanar hefði náð völdum þar í landi. Nú rann sú stund upp þegar Eisenhower var kosinn for- seti, en ekki hefur Samúel látið raka sig né klippa. Menn hafa spurt hann að þvi hvort hann ætiaði að geyma það til 20. janúar þegar Eisenhower tekur formlega við völdum, en hann segist nú vera orðinn svo vanur skegginu, að hann muni láta það vera.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.