Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r.s REYKJAVIKURHÖFN í svartasta skarimdeginu. Myndin er tekin seint um kvold úr skipinu „Hæring“ og sér yfir vesturhluta hafnarinnar. Veður var kyrt og milt, likt og í ágústmánuði og hverTj sá snjó né klaka í bryggjum. Ljósin á hafnarbakkanum speglast fagurlega j sléttum s.jónum, en bak við rís borgin og síær á hana bjarma af götuljósum 0g gluggaljósum. Það getur verið fagurt um að litast hér i svartasta skamm leginu, ekki síður en á björtum vorkvöld- um- ~ <Ljósm. Ól. K. M.) eigum svo að skilgreina hvernig Svertingjar eða norrænir menn sé í hátt, þá er um tvennt að gera, að taka einn mann úr hvorum hópi, eða alla þá er vér þekkjum, og byggja lýsingarnar á því. Mannfræðingar fara öðru vísi að. Þeir bera saman mælingar og lýs- ingar á mörgum mönnum úr hvor- um hópi, og taka svo meðaltal af hæð manna, höfuðlagi, yfirlitum, Láralagi, augnalit o. s. frv., og sú lýsing, sem þá kemur út, segja þeir að eigi við hvern kynþátt. En hvort sem vér nú tökum held- ur lýsingu leikmanna eða vísinda- ínanna, þá byrja nú aðalvandræðin j gar hér er komið. Þá hættir oss v \ ef lýsingunni er haldið áfram, aö fara að blanda saman ytri ein- konnum og andlegum hæfileikum c< a menningu hvorra um sig. Vér v;tum, að Svertingiar hafa tekið hörundslit sinn, háralag og þykku vnrirnar að erfðum og þessir eig- inleikar haldast alveg eins vel í Harlem eins og í Afríku. Nú er það kunnugt, að Svertingjar búa flestir í skuggahverfi, hafa yndi af „jazz“ og vinna helzt hin erfiðustu og óþrifalegustu verk og láta sér það vel lynda. Það er hætt við að vér teljum að þetta sé þeim einnig meðfætt, og menningin geti ekki liaft nein áhrif á það. En það er ; uðsætt, að þetta er hinn mesti rnisskilningur. Vér megum ekki láta o$s verða hið sama á og naz- ; ;tum. En ef vér teljum Svertingja Ledda til þess að vera þrælar, þá g;3rum vér oss seka í sömu vill- unni og nazistar, er þeir fordæmdu Cyðinga. ★ ★ ★ ★ Þessi saga er sögð frá Moskva. Tveir Rússar voru að tala saman í íbúð sinni og segir þá annar: „Blessaður Ivan, hafði ekki svona hátt, því að minnsta kosti annar okk- 'a> hlýtur að vera njósnari". ÚR SKÝRSLU IIM SKAFTARELDGOSIN Þegar guð straffaði þann stóra og fólkríka stað Lissabon hér langt frá liggjandi í Spaniæveldi, gekk sú hegn- ing svo nærri hjarta þess guðhrædda góða konungs Friðriks fimmta (bless- aðrar minningar um alla ævi), að þó það snerti ekkert hans lönd og ríki, nema hvað þá formerktist í þeim nokkrir jarðskjálftar og óvenjulegur vatnayfirgangur, þá tilskikkaði hann einn óvanalegan iðrunar- og þakklæbs bænadag til guðs, sem haldinn var í Panmörku oa Noregi þann 14. mai, en hér í landi 22. oktober 1756, svo sem saimar, textar og bænir, er þar til brúkuðust sýna, sem enn forvarast hjá allmörgum guðs kennimönnum þessa lands. En nú, þegar sú stærsta eldplág- an sem menn hafa vísar sagnir um, fell yfir land vort, með öllu því, er þar af hlauzt, var þar ekkert viðhrært upp á þann máta utan lands né innan, svo eg heyrt hefi, nema hvað fáeinir prestar tóku sér fram um það, að brúka opin- berlegar viðvaranir og fvrirbænir, þann tíð er sú stóra landplága stóð yfir. (Safn IV). SLEÐBRJÓTUR Um uppruna bæarnafnsins Sleð- brjóts í Jökulsárhlíð, er þessi þióð- saga: Þrír bræður bjuggu i forncld í Tungunni hinum megin ár: Galti, Nef- björn og Geiri (bæir með þessum nöfn- um liggja handan árinnar rétt á móts við Sleðbrjót). Þá var það einn vetur, að Galti sendi þræla sína eftir varn- ingi til Vopnafjarðar og höfðu þeir s'.eða meðferðis. — Segir ekki af för þeirra fyrr en þeir koma á heimleið að mel nokkrum sunnan Kaldár. — Þar brjóta þeir sleðann. í þeim svifum koma að þeim þrælar Nefbjarnar og Geira, nýlagðir af stað til Vopnafjarð- ar eftir vörum og hafa sleða með í förinni. Menn Galta fala sleðann, en hinir synja, og slær þar í bardaga, sem lýkur með því, að allir aðilar liggja dauðir. Heitir Dysjarmell, þar sem slagurinn stóð, en umhverfið hlaut síð- an nafnið Sleðbrjótur. Til sanninda- merkis eru þrír hraukar, dysjar þræl- anna. (Árbók F. í. 1944).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.