Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25 ætti að þekkja yfirburði andans. Ef svo er, sem vísindamennirnir segja, að hér sé um að ræða gesti frá öðrum stjornum, þá ferð&st þeir ekki í loftförum úr málmi. Þeir ferðast á annan hátt en vér gprum og eru engum fjarlægðum háðir. ★ Það var dr. Helgi Péturss, sem fyrstur manna hér á landi kvað upp úr með það, að heimsóknir ætti sér stað stjarna milli. Hafði hann kynnt sér þetta mál manna bezt og fer hér á eftir útdráttur úr ritum hans, þar sem á þetta er minnzt. Frá hans sjónarmiði var ekkert yi'irnáttúrlegt við slíkar heimsókn- ir, þær voru einn þátturinn í sam- bandi lífsins í alheimi: ★ „Með því allra merkilegasta, sem ritað befur verið hér á jörðu, verð- ur að telja lýsingar þær sem til eru á sambandi, eða öllu heldur sam- göngum stjarna á milli. Eru þær lýsingar þó raunar hvergi. ritaðar af skilningi á því, hvað um er að ræða, en samt er þeim þannig varið, að af þeim má alveg örugglega álykta, að slíkar samgöngur eigi sér stað. Plótín segir frá því í hinni stór- merkilegu ritgerð um fegurð hug- arheimsins, hvernig lýsandi vera kemur úr einhverjum stað, fer hátt á loft, skín niður á alla þá sem sam- an komnir eru til að vera viðstadd- ir þennan atburð, og fyllir allt ljóma. En það eru ekki nema sumir, sem þola að horfa í ljómann og hafa hans full not. Swedenborg segir frá því hvern- ig hann hafi séð drottinn birtast á annari jarðstjörnu. í austri kom í ljós ský, sem færðist nær og varð bjartara, eftir því sem það lækk- aði. Loks sást þar mannsmynd í blossandi geislum umkringd af smáum stjörnum jafnbjörtum. Ský- ið, segir hann, var hópur af engl- um með drottmn í miðju, og kom hann til þess að hjálpa þeim, er þegið gæti hjálpina. Til er bók, sem heitir „Trough the Mists“. Fáum vér í þessari bók fróðlegar fréttir af lífi á öðrum hnetti. Er þar fagurt og fjallasýn mikil. Sálin (sem segir frá) nýtur þarna leiðbeiningar veru frá æðra tilverustigi. Veran kom við mig, segir hún, og vakti eftirtekt mína á ljóshnetti, sem kom upp bak við fjöllin og fell í áttina til okkar hratt sem stjörnuhrap. Minnir þetta mjög á það, sem Plótín segir um uppkomu hinnar skínandi veru í hugarheiminum. Sálin snýr sér nú að leiðtoga sínum, til þess að spyrja hann hvað þetta sé. Verður hún þess þá vör, að hann hefur breyzt og er ennþá bjartari en áður. Ljós- hnötturinn hefur verið hópur af björtum verum. Erindi hinnar skín- andi fylkingar var að velja úr „sál- ir“ þær, sem hæfar eru til full- komnara lífs. Sést það undir eins á því hvernig mönnum verður við komu hinnar skínandi fylkingar, hverjir hæfir eru. Hinir lengra komnu hjálpa þeim, sem þeir geta, en sumum verður ekki hjálpað; hugskot þeirra er of fullt af röng- um ímyndunum. Ber hér enn á merkilegan hátt saman við sögu Plótíns úr hugarheiminum og Swedenborgs af öðrum hnetti. Nákvæmari lýsingu en þær, sem ég hef þegar nefnt, á lífsambandi milli stjarna og þar með sigri lífs- ins á fjarlægðum himingeimsins, er að finna hjá G. Vale Owens (í bókinni „The Life Beyond the Veil“). Sögumaður hans (á öðrum hnetti) er staddur á háu fjalli og sér yfir víða velli. Langt fyrir neð- an hann í fjallinu, en þó hátt uppi, er stórkostlegt musteri. Við sjón- deildarhring fer að koma upp fjólu- blátt skínandi ský, og úr þeirri átt heyrist einnig eins og þrumuhljóð í fjarska, en það breytist smátt og smátt og verður að fögrum söng- hljóm. Út úr musterinu kemur mikill mannfjöldi í hvítum, skín- andi klæðum. Staðnæmast þeir á helluflöt fyrir framan musterið, taka saman höndum og líta allir upp. Þeir eru að safna orku til að geta tekið á móti gestunum, sem eru að koma í hinu fjólubláa skýi. Nú fer að safnast ský í kring um þá, og verður þéttara og þéttara, en jafnframt bjartara, og blika frá því gulir, rauðir, bláir, grænir og enn öðru vísi litir geislar. Skýið tekur nú á sig hnattmynd og mikil hreyfing sést í því. Það heldur áfram að vaxa unz það hylur alveg musterið. Þá fer þessi ljóshnöttur, sem orðinn er, að lyftast upp hærra og hærra, og loks hátt upp yf'ir fjallið, sem musterið stendur á, og líður nú í áttina að fjólubláa ský- inu. Nú sést musterið aftur og hellu -flötin fyrir framan það, Qg er þar enginn maður; mannfjöldinn allur upp numinn í ljóshnettinum. En frá framhlið ljóshnattarins, sem svífur á móti gestunum, líður skuggi og aftur um, en hnötturinn verður eftir það svo miklu bjartari en áður, að sjáandinn þolir ekki að horfa í hann. Það sem hann er að reyna að segja Vale Owens frá, er heim- sókn frá stjörnu til annarrar, þar sem lífið er ekki eins langt komið, en þó svo langt, að slíkar heim- sóknir geta átt sér stað. Musterið á fjallinu, sagði sjáandinn, sé ekki einungis ætlað til guðsdýrkunar, heldur sé það háskóli. Er þarna bersýnilega um að ræða stjörnulíf'- fræði og stjörnusambandsstöð, nokkurs konar Hliðskjálf, þar sem menn eru sérstaklega búnir undir það að geta tekið þátt í sambandi við íbúa annarra stjarna og að lok- um flutzt til fullkomnari lífsstöðva. Það er í augum uppi, að það hljóta að vera meiri aldaskiftatíð- indi en nokkur áður á þejjrgi jarð- stjörnu, þegar uppgötvað er lífið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.