Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1953, Blaðsíða 13
kosta þær 100—300 franka. Á efsta pallinum eru snyrtiherbergi, sem menn geta farið inn í ef þá svimar svo þeim verður óglatt, og það kostar peninga eins og allt annað. Á hitt ber að líta, að turninn er dýr í rekstri. Viðhald er gífurlega mikið. Þrjátíu og fimm smálestir af málningu þarf til þess að mála hann einu sinni, og málararnir eru heilt ár að því að mála eina umferð, svo að alltaf er verið að mála hann. Mikið rafmagn þarf handa lyítun- um. Og mikið fé fer til veitinga- stofanna og þeirra 200 manna, sem hafa þar fasta atvinnu. Með stuttu millibili er aðgætt hvort turninn skekkist nokkuð, því að hann er ekki jafn stöðugur og margir ætla. Þegar hvassviðri er, hallast hann undan því um IV4 þumlung, en svignar um 3 þuml- unga í stormi. Molar Leið mín liggur aðeins einu sinni um þennan heim. Það er því nauðsynlegt fyrir mig að slá því ekki á frest að láta gott af mér leiða og gera með- bræðrum mínum allt það gott, er ég megna. Þessu má ég aldrei gleyma, því að ég fer aldrei þessa sömu leið aftur. (Thomas Carlyle). HIÐ bezta, sem þú getur gert, er að fyrirgefa óvinum þínum, sýna andstæð- ingum þínum langlundargerð, gefa vini þínum hjarta þitt og barni þínu gott fordæmi, sýna föður þínum virðingu og breyta þannig að móðir þín sé stolt af því að eiga þig. Þú átt að hafa sjálfsvirðingu og sýna öllum mönnum bræðraþel. (Balfour lávarður). ‘4A: MESTA ánægja lífsins er að gera góð- verk, án þess nokkur viti og fá laun þess þegar maður sízt væntir. 5á BILAÐUR viti er blindskerjum verri. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Lr lífi al|iýdiinnar Kröpp eru VETURINN 1901 reri ég úr Þorláks- höfn sem oftar. Formaður minn var hinn mikli sæmdar- og atorkumaður, Þórbjörn Guðmundsson, hreppstjóri í Nesí í Selvogi, en hann var árum sam- an aflakóngur þar um slóðir. Þennan vetur fór ég að heiman í verið í þriðju viku Þorra og hafði áður ráðið mig hjá Þorbirni. Hallaði ég mér þegar að búð hans, þar sem skipshöfn hans var komin, en hún var mjö'g rótgróin hjá Þorbirni, sem von var, því að enginn vildi frá honum fara að nauðsynjalausu, sein eitt sinn var til hans kominn. Skipverjar voru eftirtaldir ágætis- menn: Eyjólfur Þorbjörnsson, Nesi, bóndi á Kotsströnd og bróðir hans, Sigurður bóndi á Þúfu, voru þeir mág- ar Þorbjörns. Kristján Egilsson, bóndi á Hjalla, var hann bitamaður og eins- konar fulltrúi Þorbjörns í fiskileitum; Sigurður Jónsson bóndi á Stöðlum. Framámenn voru Ólafur Þórðarson frá Kröggólfsstöðum, heljarmenni til ITurSa og vart einhamur, kæmist hann í 'krappan darts, og Guðleifur Hannes- sön bóndi á Oddgeirshólum, dugnaðar- .maður. og karlmenni, þá bróðir hans, Jóhann Hannesson, Guðmundur Niku- lásson frá Áshól í Holtum, ungur og vel frískur, Bjarni Jónsson frá Meiri- tUngu í HoltUm, greindur og menntað- ur, varð síðar um langt skeið oddviti Ásahrepps og er nú (1952), sá eini of- ar foldu af skipshöfninni auk mín, Jón Jasonarson, einsetumaður frá Leðri í Selvogi, stuttur karl og digur mjög, hafði á yngri árum verið taiinn krafta- jöfur, Halldór Baldvinsson úr Selvogi, dugnaðarvíkingur, síðar formaður í Herdísarvik- og bóndi í Bakkárholti, Pétur frá Kirkjubæ, rómaður dugnað- armaður, þá ég, í þann tíð á bezta skeiði, tuttugu og átta- ára og síðast en ekki sizt formaðurinn, Þorbjörn Guðmundsson. Þessa vertíð var ég sá eini af skips- höfninni, sem var nýr og kom ég í stað Þorsteins Einarssonar í Köldu- kinn í Holtum, er byrjaði búskap vor- ið áður og átti ekki heimangengt. ' 153 kjör á Ægi í siðustu viku Þorra voru róðrar komnir í fullan gang, en fiskur frem- ur tregur fyrst í stað en glæddist, er á leið. Að venju gekk Þorbirni bezt manna og viku af einmánuði hafði hann fengið 400 til hlutar, en fáir höfðú þá náð nema helmings hlut við það. Fiskur var stutt á grunni, eða á Leirn- um. Varð því fljótlega að sækja fisk vestur í sjó, sem kallað var, eða í Iláa- leitisforir. Það bar til á miðvikudaginn, í ann- arri viku einmánaðar, að sjóveður var fremur gott og róið var vestur á áður- nefnd mið. Veiðarfæri voru eingöngu lóðir og fóru menn venjulega með í róðurinn 20—30 hundraða lóðir og var venjulega beitt aftur á lóðirnar ,ef ekki fékkst nægur fiskur í fyrsta kastinu. Svo illa vildi til þenna dag, að við gleymdum sýrukútnum, sem þó . ann- ars alltaf var hafður með í hvern róð- ur, enda eina nestið, því að ekki yár siður að hafa matarbita með sér á sjóinn, hversu fráleitt sem slíkt virð- ist nú á dögum. Nú lögðum við lóðirnar vestur af Þrívörðum, sem er nokkru innar en Háaleiti. Á fyrsta kastinu var frem- ur tregur fiskur, beittum við því lóð- irnar aftur og lögðum og varð fiskur enn tregur. Þess má geta, að undirsjór var all- mikill og sást vel á sjólaginu við berg- ið, hvort brim myndi vera á lending- arstöðvunum. Þegar seinna kastið hafði verið tekið inn, þótti formanni aflinn enn of lítill, tæplega hálffermi, svo að hann stakk upp á, að enn yr<5i beitt nokkur bjóð og var því ráði hlýtt. Var nú beitt af kappi nokkra-hríð, en. um það leyti, er lóðirnar fóru í sjó- inn voru síðustu skipin að leggja, til lands, fór veður versnandi og var ein- streymis vesturfall, svo að við bárumst ört vestur á við. Voru nú lóðimar látnar liggja örskamma stund, unz yið hófumst handa um að draga þær. Þess var áður getið, að við vorum, ekki ein- ungis matarlausir, heldur og af okk- ar eigin vangá drykkjaNausir j að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.