Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 2
174 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skilningi, hvernig mennirnir hlaða bókum sínum í söfn og senda þær síðan aftur út í hringiðu lífsins meðal fólksins. Þessvegna ætla ég að segja svo- lítið frá bókasöfnum í Bandaríkj- unum. — ★ — Bækur og menn hafa fylgst að úr grárri forneskju. Snemma á morgni mannkynsins fóru menn að reyna að festa hugsanir sínar í let- ur og safna því á blöð og bækur- Eitt af rótgrónustu og áhrifamestu einkennum mannsins er söfnunar- eðli hans, ástríða hans til þess að eiga, til þess að varðveita og halda til haga því, sem honum þykja verðmæti, og því, sem honum þyk- ir vænt um. Söfnunareðli hans og sögueðli eru nátengd og hvoru- tveggja eru styrkir stólpar undir menningu hans og þróun hennar. Þetta sézt greinilega í söfnum um allar jarðir. Söfnin geta verið í senn augnayndi líðandi stundar, eins og góð listasöfn, geymslustaður fyrir gömul verðmæti, sýnishorn af sögu, og hfandi þættir í menningu fólksins. Þetta, að gera söfnin að lifandi og starfandi menntastofn- unum, bæði fyrir lærða og leika, er sívaxandi áhugamál allsstaðar þar, sem safnamál eru í góðu lagi. Safnið er hvorki víggirtur kastali fyrir sjaldgæfar formninjar né innilokað klaustur fyrir fáa út- valda fræðimenn, og þaðan af síð- ur pakkhús fyrir úrelt skran iið- inna kynslóða. Það er ekki þar fyr- ir: Söfn geta verið þetta allt og eru það stundum. Það er nauðsynleg og sjálfsögð ræktarsemi, að forða dýrmætum söguminjum frá hrörn- un og eyðingu. Það er líka sjálf- sagt, að góðir fræðimenn eigi sér öruggt skjól fyrir hugsUn sína og rannsókn. Ruslakistur og reitings- leg „raritetskabinett“ eiga söfnin hinsvegar aicLrei að vera. Vxssu- lega verða ýmis söfn og safngripir fyrst og fremst að vera séreign fræðimanna, en tilveruréttur safna verður samt í heild sinni að hvíla á þeim rökum, að þau séu almenn- ingseign, til alþjóðarnytja og á- nægju. Ég efast um, að nokkur þjóð, sem ég hefi heimsótt, skilji þetta betur og framkvæmi víðtækar en Banda- ríkjamenn. Bæði bókasöfn þeirra og listasöfn eru í stórum stíl skipu- lögð og rekin á þeim grundvelli. að þau eru í þjónustu lista, vísinda og tækni. I mörgum Evrópusöfnum er margt og mikið gert til hagræðis fræðimönnum og margskonar sér- fræðilegum rannsóknum. Almenn- ingsbókasöfn sumra Evrópulanda eru ágæt, t. d. er svo víða á Norð- urlöndum. Farandbókasöfn Breta eru merkileg, fræðslustarf sumra hollenzkra listasafna er skemmti- legt, og dásamleg sérfræðisöfn eru til um öll lönd, þó að mörg séu lokuð almenningi eða oft afsíðis fyrir ókunnuga. Hvergi held ég samt, að eins mikið sé gert til þess að laða allan almenning að söfnum eins og í Bandaríkjunum og hvergi veit ég eins vel búið af safnnotend- um eins og þar- Ég gæti líka trúað því, að mannamunur væri þar minni gerður en víða í Evrópu, bil- ið minna milli þeirrar þjónustu, sem veitt er lærðum og ólærðum, ef báðir leita hcnnar í alvöru. Glæsibæir safnanna eru jafnt opn- ir lærðum öldungi og leitandi ungl- ingi, jafnt ríkum og fátækum. Borð bókasafnanna eru viða alsetin þjóðkunnmn sérfræðingum, sem sitja lon og don yfir úrlausnarefn- um sínum og annrxkum athafna- mönnum, sem koma til að slá upp einhverju daglegu úrlausnarefni, eða mönnum af götunni, sem lesa sór til hugarhægðar i vinnulevsi sínu eða sér til uppbyggingar og ánægju j lómstund siimi — nýj- asta txmarttið eða skaldsoguxxa, eða klassiskt verk. Þeir sitja þarna hlið við hhð. Það er eins og amerískum söfn- um sé ekkert óviðkomandi. Furðu- legustu hlutir eru til á einkenni- legustu stöðum. í bókasafni, sem á leikritadeild, eru ekki einungis bækur og handrit, heldur búning- ar, gripir, grímur og tjöld. í sam- bandi við tæknibækur geta menn á næstu grösum skoðað vélar og verkfæri frá ýmsum tímum. Mannfræða- og þjóðfræðasöfn eru til samanburðar við bókmenntir um þau efni. Áhugasamir og duglegir bókasafnarar gefa sérsöfn sín, sem oft er haldið sjálfstæðum í upp- haflegu formi sínu, t. d. í Harvard- háskóla. Á einum stað er sýning á Horasar og Virgil útgáfum, á öðrum stað á eiginhandritum Masefields, á þriðja staðnum á elztu biblíum og á þeim fjórða á vísindaritum tvö þúsund ára, frá Hippokratesi til Leonardos. Landa- bréf, ljósmyndir og ljósprentanir, hljómplötur og filmur eru til af- nota í sérstökum deildum. Fólkið gengur frjálslega og hindrunar- laust um vistarverur safnanna. Bókaskrár eru víðtækar og að- gengilegar, og þó nokkuð misjafn- lega og misvel úr garði gerðar. Nýjungar eru lagðar fram til sýn- is og frjálsrar skoðunar. Sérstak- ir einkaklefar, með góðum aðbún- aði, eru fáanlegir fyrir þá, sem st.unda þurfa langvarandi rann- sóknir í ró og næði. Veitingastaðir eru viða í bókasöfnum, þægileg hvíldarhcrbcrgi og vistlegar mál- stofur í tómstundum- — ★ Bókaauður amerískra safna er mjög mikill. Hvorutveggja er, að bókaútgáfa er allmikil í landinu sjálfu og mikið berst að víðsvegar úr heimi og svo hafa Bandaríkja- menn keypt ógrynnin öll úr viðri veröld af dýrindis bókum og hand-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.