Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 181 * ------ , ----------- I Van Gogh: Sjálfsmynd Van Gogh: Blóm þess að spara og geta keypt sér verkefni og greiða fyrirmyndum kaup. Hann vann af óþreytandi elju og áhuga og leitaði sjálfur uppi það form í myndlistinni, er bezt gæti túlkað það, sem hann vildi sýna. Það var ekki fyr en hann þótt- ist hafa náð fullkominni leikni í teikningu, að hann byrjaði að mála. Fyrstu myndir hans voru af náma- mönnum og bændum, málaðar með dökkum litum. Svo var það árið 1886 að hann kom til Parísar og varð þá alveg heillaður af hinum björtu htum og djörfu dráttum i myndum frönsku „impressionist- anna“. Þar kynntist hann líka fyrstu japönsku teikningunum og varð undrandi á litum þeirra og líflínum, og tók að likja eftir þeim. Hana kynntist ýmsum smliing- um, svo sem Monet og Seurat, og dáðist að myndum þeirra. Varð hann fyrir nokkrum áhrifum af þeim, en sá fljótt að það mundi leiða til þess að hann missti sam- band við alþýðuna. Fyrir honum vakti það að koma á framfæri í myndum sínum hluttekningu við hina fátæku og virðingu fyrir göfgi hins óbreytta manns. Hann sagði sjálfur svo frá, að hann vildi mála konur og menn þannig að frá litunum stafaði sá eilífðarljómi, sem áður hefði verið táknaður með geislabaug. Hann varð brátt leiður á Faris og fluttist þa txl bæjarins Arles í Provence Þar varð hann heillaður af hinni suðræðnu sól og birtunni, og þar málaði hann ilestar myndir sínar, þær sem bezt eru kunnar. En ekki hafði hann verið þar nema rúmt ár, er hann fékk geðveikis- kast og skömmu síðar var hann fluttur í geðveikraspítala í St. Remy. Þar hélt hann áfram að mála, þegar af honum bráði. Árið 1890 fluttist hann til Auvers-sur- Oise og settist að hjá vini sínum, dr. Gachet. Tveimur mánuðum seinna skaut hann sig. — ★ — Starfstími van Gogh var ekki nema tíu ár, en hann málaði ótrú- legan fjölda mynda. Og á öllum þeirra er svo óbrigðult handbragð hans, að þær eru auðþekktar. Með frábæru hugsæi og sjálfstæði hafði honum tekizt að sigla frarn hjá blindskerjum byrjandans, en hann átti ekki samleið með öðrum. Einu sinni gerði hann tilraun að \inna með Gauguin (sem einnig var ein- rænn, en seinna frægur fyrir myndir sinar frá Tahiti), en su sam- vinna fór út um þúfur, og það var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.