Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 175 Bókasafn þingsins. Þetta er aðallessalurinn þar, en í OuKasafni pingsins eru alls 22 lessalir. Hér eru bókaskrárnar geymdar. Um 867.000 gestir notuðu bóka- safnið s. 1. ár. ritum: Huntington og Morgan söfn- in eru glæsileg dæmi. Carnegie gaf einnig bókasöfn. Þingbókasafnið í Washington er eitt af stærstu og beztu bókasöfn- um heimsins. Það var stofnað alda- mótaárið 1800, en flutt í sérstakt hús nærri 100 árum seinna (1897). Það hús er glæsilegasta'og dýrasta bókhlaða heimsins. Grunnflötur þess er hálfur annar hektari, eða tvisvar sinnum Austurvöllur milli húsa. Öll stærð þess er 285 þús. rúmmetrar, en fimm stærstu húsin í Reykjavík eru samanlögð 117 þús. rúmmetrar. Húsið kostaði á sínum tíma ná- lægt 7 millj. dollara. Að forminu til er þetta bókasafn Bandaríkja- þings og tengt þinghúsinu með sér- stökum göngum. Deildirnar fyrir lög og sögu og þjóðfélagsmál eru mjög stórar vegna tengslanna við þingið. En í raun og veru er safn- ið þjóðbókasafn og fyrirmynd ann- ara safna. Þar eru mjög miklar og góðar bókaskrár, svo að ekki mun annarsstaðar betra til fanga og rannsókna á hverskonar bókfræði. Svo er saínið miðstöð fyrir bóka- skifti fræðimanna um öll ríkin, en milli margra amerískra höfuðsafna er ágætt samband og góð sam- vinna — menn geta að jafnaði fengið léðar bækur af einu safni á annað, til hagræðis við rannsókn- ir sínar. Vistarverur þingbókasafnsins eru ekki' einungis mjög víðáttumiklar —- gólfflöturinn á öllum hæðum nær yfir nærri hálfan sjötta hekt- ara, en það er ferhyrningur eins og innan Hafnarstrætis, Lækjar- götu, Vonarstrætis og Aðalstrætis í Reykjavík. í þessu víðáttumikla húsnæði eru einnig forkunnar fagr- ar, háreistar hvelfingar og stórir, skartmiklir sýningarsalir og lestr- ai-salir, auk þægilegra smærri sala. Afgreiðsla er furðu fljót, þo að oft þurfi nokkurn fyrirvara tii þess að fá bækur, og svo er afgreiðslan lipur og kurteisleg'- Þessi lipurð er eitt af höfuðeinkennum amerískra bókavarða, þeir eru reiðubúnir til þess að vera samverkamenn gesta sinna og leiðbeinendur um völund- arhús bókfræðinnar. Bókavarzla er sjálfstæð og vel metin vísinda- greir., vestur þar, bæði hagnýt vinnuvísindi og rannsókn á flók- inni bókfræði. Almenningsbókasafnið í New York er annað stórbókasafnið frá, skrauthýsi og mjög vel úr garði gert. Aðallestrarsalirnir eru þar á þriðju hæð, tveir mjög stórir meg- insalir, ljósir og loftháir, vistleg- ír vinnusalir. í sambandi við þá er mjög stór salur fyrir bókaskrár og smærri sérlestrarsalir eru þar allt um kring'. Sitt í hvorum enda hússins, áfast við aðalsalinn, eru stórir sérlestrarsahr fyrir ameríska sögu og ættfræði, fyrir landabréf, handrit, sjaldgæfar bækur, mynd- list, húsagerðarlist og tónhst o. fl-, en a milh eru sýningarsalir og setu- stofur, víðir gangar og skálar. Hús þingbókasafnsins í Washing- ton og almenna bókasafnið í New York eru byggð eftir sinni megin- reglunni hvort og eru dæmi um tvennar stefnur húsameistara í þessari grein. Þingbókasafnið er í sama- stíl og Brezka safnið í Lond- on, Lestrarsalurinn, sem er mið- stöð hússíns, er stór og hringmynd- aður, ofanlýstur úr hárri hvelfingu, handbókasafn með hringveggjum og út á gólfið, en bókageymslun- um komið fyrir í flokkum og géisl- um út frá þessum meginhring, þó að ekki hafi því síðar verið fram- fylgt allsstaðar. í þessum stíl eru fleiri stórsöfn' vestra, t- d. aðalsaín Columbia háskólans (þar eru 1 milljón og' 400 'þús. bindi). New York safninu er komið fyrir eftir öðrum meginreglum, sem cinnig eru þekktar úr gömlum og nýjum Evrópusöfnum. Lestrarsalir eru af- iangir og með hhðarljosi, bóka-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.