Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 4
176 LESBÓK MOROUNBLAÐSINS hyllum meðfram veggjum eða í básum, en aðalbókhiöðurnar á hæðum fyrir neðan salinn. Þannig er einnig komið fyrir í aðalatrið- um hinu stóra háskólasafni í Chicago. Bygging og skipulagning bókasafna er mikið úrlausnarefni og vandaverk og amerískir húsa- meistarar hafa lagt þar fram mik- ið og gott verk. Þriðja meginstefn- an um skipulag bókasaína þeirra má segja að komi fram í einu stór- bókasafninu enn, Widener Memori- al Library í Harvardháskóla. Þar er lestrarsölum og bókhlöðum í að- alatriðum komið fyjþr hlið við hlið á einni eða fleiri hæðum. Þess hátt- ar fyrirkomulag er líka t. d. í þjóð- bókasafninu í París. í smærri söfn- um eru enn fleiri afbrigði. Stíl- tegundir koma margar fram í úti- svip bókhlaðanna, t. d. eru þær oft gerðar í gömlum hallarstíl, með súlum og háum steinhlöðum og riðum. Á seinni árum eru mörg bókasöfn reist í einföldum stíl, með beinum línum og mikið notað gler og stál. Widener-safnið í Harvardhá- skóla, sem ég nefndi, er líka eitt af eftirminnilegustu söfnum vestra. Súlnaröðin fyrir innganginum í það blasir við, svipmikil og víð, austan- megin við háskólagerðið. Mig minn- ir að Harvardháskóli eigi alls 17 bókasöfn, sem hvert um sig eru meira eða minna sjálfstæð, en eru þó rekin eins og ein heild. í Har- vard er þannig stærsta háskóla- bókasafn heimsins, um 5 millj- bindi Bókanotkun þarna er líka mjög 'frjálsleg, lesendur hafa að- gang að geymslunum sjálfum, en geta fengið bækur afgreiddar til lestrar á sal eða léðar heim. í öðru nýju húsi rétt hjá eru stór- ir og bjartir lestrarsalir og sér- lestrarsalir, t. d. fyrir, kvæðabækuy, og fást þar einnig plötur með kvæðalestrum öndvegisskálda. Ro- bert Frost var þar líka sjálfur um þær mundir, er ég kom þar, og las úr kvæðum sínum. Annað dýr- indi í þessum safnaklasa er Haugh- ton safnið. Þar eru einskonar stáss- stofur safnsins og dýrgripageymsla, þar er andrúmsloft gamalla og góðra tíma, fágaðrar bókmenning- ar og fágætra listaverka í bóka- gerð. Þarna munu vera um 130 þús. bindi, gömul handrit, bækur frá fyrstu árum prentlistarinnar, eigin- handrit ágætra skálda og söfn af ritum einstakra höfunda, t. d. Keats_, og stór bréfasöfn. Annar ágætur bókastaður og lærdómsins lystigarður, þar sem ég undi mér ágætlega, er Princeton. Þar er einnig m. a. stór og nýleg bókhlaða, sem yfirbókavörðurinn gaf sér tíma til að sýna mér hátt og lágt, af vinsemd sinni. Það hús er bæði ríkmannlega og hag- lega gert, margar þægilegar og fagrar vistarverur. Princeton er ágætt lærdómssetur og lítill, un- aðslegur bær. Eitt höfuðból bókanna í háskóla- bæ ætti ég enn að nefna — það eru söfn háskólans Madison, Wisconsin. Þar eru allstór og merk norræn söfn og háskólinn gott mennta- setur- Húsakynni hans eru ágætt dæmi um það, hversu vel er búið að stúdentunum, ekki síst, í lestrar- sölum og æfingastofum skólanna. — ★ ~ Ég sá að sjálfsögðu ekki nema fátt eitt af amerískum bókasöfnum. Þó að mér væri mest forvitni á því að sjá það, sem bezt var og stærst, reyndi ég líka að kynnast ýmsum þeim söfnum, sem minni voru. sjá, hvernig búið var að bókasöfnum og hversu bóklestri var háttað í litlum skólum og fá- mennum byggðarlögum. Sums- staðar fór lítið fyrir bókum og bókmennt almennings, eins og er um allar jarðir þótt í bókalöndum sé. En furðu víða var einhver iðja i og athöfn á þessu sviði og fé lagt til lestrarfélaga og bókasafna. 64 af hverjum 100 bókasöfnum í Bandaríkjunum eru í byggðarlög- um, þar sem eru færri en 5 þús. íbúar. 38 af hverju hundraði hafa líka minni árstekjur en 1 þúsund dollara og 44 af hverjum 100 eiga færri en 6 þús. bindi hvert. Um 7400 opinber bókasöfn eða safnakerfi eru starfandi í Banda- ríkjunum, samkv. nýjustu skýrsl- um, sem ég gat náð til. í 16 ríkjum eru fleiri en 200 bókasöfn í hverju, flest í New York ríki, um 600, þá í Massaschusetts, um 400, og í Illinois 375. Talið er, að þessi bóka- söfn geti veitt þjónustu um 90 milljónum manna, eða rúml. 68 af hundraði landsfólksins. Nærri 27 milljónir manna af þessu fólki not- uðu bókasöfnin. Öll bókaeign þeirra er um 125 milljón bindi og árleg viðbót uppundir 7 milljónir binda. Það er venja vestra þar, að kalla bók hvern þann titil, sem íær sjálfstæða skrásetningu, hvort sem um stórt rit eða fá blöð er að ræða, en hér köllum við venjuléga bók það eitt, sem er örk eða meira. Þessi bókasöfn, sem talin voru, hafa um 65 milljón dollara tekjur á ári, þar af eru ríkisframlög um 954 þús- dollarar, en gjafir einstakl- inga, og dánargjafir, sem eru mjög algengar í þessum efnum, námu um 2 millj. 646 þús. dollurum. Rúml. 4 millj. dollara fengu söfnin á ýmsan hátt, t. d. af sektum, bóka- leigu, þar sem hún er tekin, og sölu á úrgangspappír til iðnaðar. (Það er furðulegt, hve Bandaríkja- menn nota mikið af pappír í tíma og ótíma, en líka furðulegt, hversu þeir eru nýtnir á úrganginn). — ★ — Það var líka gaman að glugga í það, hvernig fé safnanna er varið. 17 til 18% fara í bókakaup, 2.8% (og stundum upp í 3.9%) er éytt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.