Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 329 liggur niðurgrafinn vegur. Handan við Argelouse breytist þessi vegur, sem allur er með förum og holum, i sendna stíga. Allt út að hafi eru nú ekki framar á áttatíu km langri leið annað en mýrar, lón, grannir furustofnar, heiðar, þar sem féð er með öskulit í vetrarlokin... Þetta Landes-hérað, steikt í sól á sumrum, regnþungt á vetrum, ber Mauriac í hugskoti sínu, og ekkert hefur fengið breytt því, þótt hann hafi stöðugt átt heima í París. „Allt hefur gerzt með mér, eins og dyr hefðu lokazt að fullu á allt það, sem síðar átti að verða efni rita minna“, segir hann á einum stað, og á öðrum stað: „Þröngur heimur, takmarkaður við borgarastétt, sem cr að breylast, ef til vill að hverfa". Þetta er í stórum dráttum skil- greining á veröld þessa rithöfund- ar, sem er gæddur sérstökum frum- leik og skapar persónur, sem komn- ar eru úr borgarastétt og bera óaf- máanleg merki hennar. //=// Á sinn hátt fær Mauriac okkur nýa útgáfu af „Siðvenjum úr líf- inu úti á landsbyggðinni“ eftir Bal- zac. Þessir sveitamenn í borgara- stétt, sem byggja veröld hans, eru bundnir við furuskóga sína og vín- ekrur, þessi tákn auðæfa sinna, sem þeir unna eins og lifinu í brjósti sér og stundum mcir. Þcir svífast cinkis til þess að krækja sér i skika, sem liggur laglega, til þcss að koma i veg fyrir sundurlimun arfleifða, svikjast undan skatti, eða verja landsctur sín gegn cldsvoða og þrumuveðrum. Undir skikkju stirf- ins og viðkvæms virðuleika, scm þetta grimmúðuga samfélag bregð- ur yfir sig, hrærast, magnast lægstu ástríður og glæpahvatir. í þrem höfuðritum eru söguhetjurn- ar morðingjar: Fclicitc Cazcnave (Gémtri^), Ibireyc DesqucyroUK /cg *-*••c.fviF ♦i)) 1* 1 c-1 f ,t*g t w r * ‘V » 'r - v-r —- (Les Anges ixoirs). Auk þessata raunverulegu morðingja er fjöldi annarra persóna, sem væru vísar til að myrða, ef svo bæri undir- í sögunni „Le Noeud de vipéres“ eru börn, sem haldin eru ákafri löngun til að láta loka föður sinn inni til þess að verða ekki af þeim arfi, sem þau girnast. Kennarinn í sögunni Le Sagouin er valdur að dauða veslings litla nemandans síns. — Þetta eru öfgafyllstu manngerð- irnar. Hinar eru haldnar sömu ástríðum í misríkum mæli, og er ágirndin í ýmsum myndum sú meinlausasta. Peningarnir beygja allt undir ægivald sitt og þyrma engri sál. Þeir eru undirrót alls, reglulegur guð, sem Mauriac gefur aftur nafn sitt „Mamóna“ í „Ævi Jesú“. Án þeirra hefði Thérése aldrei gifzt Bernard Desqueyroux, auðugum landeiganda, nágranna sínum. — Noémie d’Artiailh hefði aldrei gef- izt Jean Péloueyre, auðugum og úr- kynjuðum, hefði ekki fórnað eigin- manni, sem hún hafði andstyggð á, hreinleika sínum og blóma. Aldrei hefði Félicité Costadot (Les Che- mins de la mer) stigið svívirðingar- spor sitt til bjargar börnum sínum. Andrés Gardére hefði aldrei kvænzt Catherine, ófríðri stúlku og óþekkilegri en auðugri. Eins og þessi efnaða borgarastétt yfirleitt hefur Gardérc ríka stéttarkennd og cr umhugað að taka ckki niður fyrir sig. Kennd þessi verður sá löstur, scm hrjáir ýmsar aukaper- sónur sagnanna, t. d. Julien Révo - lou, sem verður öreigi, er faðir hans verður gjaldþrota, og vill þá heldur deyja en lækka um set í þjóðfélag'- inu. Þá er móðir hans, sem er hald- in ólæknandi sjúkdómi og hafnar skurðaðgerð til þess að komast hjá gagnslausum útgjöldum. Robert Costadol slítur heit sitt við Rosc Révoloq aí ótU við að verða ævar- v---------------- skyldu. Sýmphor.en Desbats og kona hans, Mathilde, ganga í ást- laust hjónaband til þess eins að slá saman eigum sínum. Peningarnir eru sannarlega alls ráðandi meðal þessa sveitafólks í borgarastétt, sem rotnar í löstum. Þetta lítt uppbyggilega samfélag, sem hungrar í efnaleg gæði, er samt fólk af holdi og blóði og fer ekki varhluta af freistingum mann- legrar náttúru. Frásögnin af brúð- kaupsnóttinni í „Le Baiser au lé- preux“ og leikritin „Asmodée“ og „Les Mal-aimés“ varpa ljósi á losta þessara fjölskyldna, sem er aumk- unarverður, óheilbrigður, and- styggilegur. Karlmennirnir fyrir- líta ástmeyar sínar og þrá ungar hraustar konur. Þeir eru á valdi holdfýsna sinna og ná ekki áð verða hamingjusamir. Á vegum ástríðn- anna fá menn reyndar aldrei staðið föstum fótum, og ekki getur þá réttmætu hneigð, fjölskyldu né vini, er fái forðað mönnum frá ein- manaleik og bölvun lostaseminnar. „Þessar hneigðir eru ekki ást. Glæpsamlegastar eru sifjaspell og sódómska“, ritar Mauriac og lýsir fjölskyldum, alteknum hryllilegum freistingum, þar sem hver einstak- ur er þess ómegnugur að skilja meðbræður sína. Hér maetast Mauriac og Sartre. „Le Dcsert dc l’amour (eyðimörk ástarinnar) gæti verið titill gjörv- alls ritverks míns.... Öll skáldrit mín varpa Ijósi á það, sem heimspekingarnir ‘kalla „vandamál gagnaðiljans" þcssa fíkn að eign- ast gagnaðiljann, ckki scm óvirkan aðilja, sem ég horfi á, en sem virk- an aðilja, sem sjálfstæða vcru, cr hefur mig fyrir sjónum sínum.... Þá er menn njóta líkama, hafa þeir lík í fanginu“. Hér erum við stadd- ir í miðri veröld existentialismans, hryggilcgri veröld lasta og illra ástríðna, kær leikssnauðru hani- iii 3.*5 sliilis í:i ?im eðl.. Maur.ac og Sartre-sýna harra-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.