Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Síða 6
332 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Mauriac játaði nýlega, að eins og allir rithöfundar eftir daga Balzacs hefði sig langað til að hefja á ný að skrifa „La comédie humaine". I rauninni er sá heimur, sem Mauriac sýnir okkur. mjög þröng- ur. Þó koma þar fram nýar mann- gerðir, sem auðga bókmenntaheim- inn að áhrifamiklum og lifandi persónum. Félicité Cazenave stend- ur sem ímynd móðurlegrar af- brýðissemi, er snýst upp í glæp, og „Génitrix“ sýnir persónu á borð við Grandet, Rastignac eða Goriot- Hinar lastafullu, andstyggilegu söguhetjur, Thérése Desqueyroux, Brigitte Pian, Blaise Couture, bera gleggst vitni hæfileikum þessa höfundar, sem hefur auðgað fransk- ar bókmenntir verulega, en í þeim sitja persónulýsingar í fyrirrúmi. Mauriac hefur ekki einungis skapað einstakar persónur, en heila veröld, frumlega, sanna. Hann hef- ur að vísu lýst borgarastétt Suð- vestur-Frakklands, en mynd hans einskorðast ekki við þenna lands- hluta, hún getur átt við hina ka- þólsku borgarastétt Frakklands í heild og ef til vill annarra landa. Hjartalag og hugarfar verður í reynd alls staðar það sama meðal stéttar, sem á sínar veiku og sterku hliðar. Takmarkalaus metnaður, fjársöfnun, tortryggni, afbrýði, skynhelgi, pukur, fyrirlitning á aumum og fátækum, lestir og sak- næmar þrár, sem fullnægt er meðal fólks úr sama heimi, lotning fyrir fjármunum, er samrýmist tiltek- inni guðrækni, sem er öll á ytra borði, er nægir þó til að bægja burt kvíða fyrir lífi annars heims, þetta allt dregur Mauriac fram í mynd sinni af þjóðfélaginu, þar sem nokkrir erkisyndarar skera sig úr. Sagan mun frekar geyma hnignunarmerki þessa kaþólska, borgaralega þjóðfélags en hin und- ursamlegu sinnaskipti einstakra manna,þessi þjóðféiagsmynd snert- KRÝNINGAR ÖHÖPP ★ í TÍMARITINU „Everyday Magazine" birtist nýskeð grein eftir ★ Phyllis Batelle um þau óhöpp og mistök, er komið hafa fyrir við ★ krýningar þjóðhöfðingja, og segir þar að ef Elisabet drottning II. •k þekkti allar þessar sögur, þá mundi henni ekki vera rótt í skapi, er ■k hún hugsaði til krýningar ★ um þetta. ÞEGAR Alexander mikli var krýndur konungur í Makedoníu árið 356 f. K. þurfti hann að fara á báti eftir á. En þá tókst svo slysalega til að bátnum var róið svo nærri landi, að trjágrein slóst í kórónuna og kastaði henni út- byrðis. Einn af ræðurunum stökk þá þegar fyrir borð og kafaði eftir kórón- unni. Honum tókst að ná í hana, en hafði ekki önnur ráð en setja hana á höfuð sér, svo að hann hefði báðar hendur lausar til sundsins. Kom hann svo syndandi að bátnum með kórón- una á höfðinu. Þetta þóttu svo alvar- leg drottinsvik, að óbreyttur maður skyldi dirfast að setja á sig kórónu konungsins, að hann var dæmdur til dauða og tekinn af lífi. Vilhjálmur bastarður kom frá Nor- sinnar. — Eru svo raktar nokkrar sögur mandí og lagði undir sig England og lét krýna sig þar til konungs árið 1066. Þegar kórónan var sett á höfuð hans, byrjuðu áhorfendur að æpa sem óðir væri. Það voru fagnaðarlæti. En vegna þess að Normanir vissu að fólkið hat- aði hann, heldu þeir að hér væri um fjandsamlegt uppþot að ræða. Réðust þeir þá á mannfjöldann með brugðnum sverðum og tvístruðu honum, en eftir lágu margir dauðir menn. Höfðu þeir þetta upp úr því að hylla hinn nýa konung. Við krýningu Elisabetar drottningar ,af York, sem gift var Hinrik VII. kon- ungi, fór á svipaðan hátt. Drottningin var bæði fögur og góð og elskuð af öllum. Þegar hún gekk til krýningar- innar var breiddur dúkur á götuna þar ir fremur þjóðfélagsfræði en trú. Vitnisburður Mauriacs, sem er grimmilegur í sannleik sínum, er ritaður af manni, sem var sjálfur þegn í þjóðfélaginu, er hann lýsir, og verður því ekki vísað á bug. Einnig þar er Mauriac arftaki Balzacs. Eins og hinn nafntogaði meistari hans sótti hann efni sagna sinna til samtíðarinnar. Skáldlegt mál, djúpstæðar og blæbrigðaríkar persónulýsingar, raunsönn lýsing umhverfis með margvíslegum harmleikum, þrá að sannfæra okkur syndara um veru- leika náðarinnar til hjálpræðis, yfirvegað og skarplegt sambland raunsæis og trýarlegs hugsæis, einlægni rithöfundar, sem er glögg- ur á samtíð sína, með þessu vann Mauriac sænsku Akademíuna, en hafði áður unnið hylli mjög mikils fjölda lesenda. Þetta skipar llonum einnig í fremstu röð franskra rit- höfunda nú á dögum. Vissulega komu aðrir frægir rit- höfundar til greina, t. a. m. Clau- del, sem er heitkaþólskari og djúp- hyggnari í ritum sínum, víðfeðm- ari í andagift sinni, eða Jules Romains, en sagnabálkur hans, Les Hommes de bonne volonté, er sem safnmynd heils tímabils. Mauriac varð fyrir valinu, og ber að fagna því. Á eftir André Gide, falsspá- manni og hættulegum siðameist- ara, sem fær þó ekki slitið hugann frá þeim guði, er hann afneitar, fær nú Nobelsverðlaunin maður sannkristinn, fullur siðferðishug- sjóna. Ekkert gat sýnt betur verð- leika, auð, margbreytileik franskra bókmennta rtú á tímum, sem nú, engu síður en fyrr, láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.