Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS :533 sem hún gekk. En fólkið þyrptist að og reyndi hver sem betur gat að skera eða klippa stykki úr dúknum, til þess að eiga til minja. Vegna þeirrar yfirsjónar voru „margir drepnir". Einhver furðulegasta krýningarat- höfn, sem sögur fara af, fór fram á Spáni. Alfons konungur IV. hafði látið myrða tengdadóttur sína, Inez de Castro, sem var gift Pedro syni hans. Sjö árum seinna komst Pedro til valda. Lét hann þá grafa upp lík konu sinnar, klæða það drottningarskrúða og setja í hásæti. Var hún þar krýnd drottning, en aðalsmenn voru skyldaðir til þess að kyssa klæðafald hennar. Síðan var hún grafin með mikilli viðhöfn og á leiði hennar reist minnismerki úr marmara og mynd hennar þar á með drottningarkórónu á höfði. Napoleon Bonaparte var krýndur tvisvar, en vegna þess að honum þótti enginn maður svo göfugur að honum sæmdi að setja kórónu á höfuð sér, gerði hann það sjálfur. í fyrra skiftið var það í Notre Dame kirkjunni í París í desembermánuði 1804. Þar setti hann á höfuð sér lárviðarsveig úr gulli, og annan óvandaðri á höfuð Josefínu drottningar sinnar. Daginn eftir krýndi hann sig svo sem konung Ítalíu, setti upp hina ítölsku járnkórónu og mælti á frönsku: „Guð gaf mér hana og vei þeim sem ágirnast hana“. Þegar Edwin konungur hinn fagri var krýndur konungur Engla 955 var hann ekki nema 15 ára að aldri. Hann var þó kvæntur og hét kona hans Ethelgiva. Hann elskaði hana mjög og þótti ákaflega fyrir er það fekkst ekki að hún væri krýnd drottning um leið. Veizla mikil var haldin eftir krýning- una, en konungur hvarf úr veizlunni og gestirnir gerðust órólegir. Sendu þeir Dunstan lávarð að leita hans. Hitti hann konung hjá konu sinni og hafði hann tekið ofan kórónuna. Dunstan dró hann þaðan með valdi og setti kórón- una á höfuð hans. Ethelgiva mótmælti þessum aðförum, en þá gaf Dunstan henni kinnhest og skipaði henni að þegja. Fyrsta verk hins unga konungs, er hann var seztur í hásæti, var að dæma Dunstan til útlegðar. Meðan Georg IV. Englandskonungur var enn prins af Wales, giftist hann konu, sem Carolina hét og átti með henni eina dóttur. Síðan rak hann þær mæðgur frá sér og settist Carolina þá að í klaustri ásamt dóttur sinni. Þegar Georg tók við ríkisstjórn 1811, tók hann barnið af henni. Hann var ekki krýndur fyr en 1820. Þá kom Caroline til Westminster Abbey og krafðist þess að fá inngöngu og vera krýnd, því að hún væri hin rétta drottning. En verðir stóðu við allar dyr og vörnuðu henni inngöngu. Hún tók þetta svo nærri sér að hún andaðist úr hugarvíli fáum mánuðum seinna. Þá varð hlutur Katrínar Rússadrottn- ingar annar. Hún var af bændaættum og hafði gifzt sænskum fótgönguliða, en var orðin ekkja er Pétur mikli kynntist henni. — Hann giftist henni heimulega og var hjónabandinu haldið stranglega leyndu um langt skeið. En seinasta árið sem hann lifði ákvað hann að brjóta í bág við almenningsálitið og viðurkenna hana opinberlega sem drottningu sína, þrí að hún ætti það skilið. Hann krýndi hana sjálfur, og að honum látnum Varð hún einvaldur í Rússlandi. Hinrik III. Frakkakonungur var krýndur 1575. — Hann var þá enn í æsku. Og þegar kórónan var sett á höfuð honum, þá grét hann og sagði að hún meiddi sig. Almenningur taldi þetta fyrirboða þess, að kórónan mundi verða honum til lítillar gæfu. Fjórtán árum seinna dreymdi hann kórónuna löðrandi í blóði. Hann varð svo hrædd- ur við þennan draum að hann skipaði svo fyrir að fjölga um helming varð- mönnum þeim, er gættu kórónunnar, sem geymd var í skrúðhúsinu í St. Denis. Þremur nóttum seinna var hann myrtur. Þegar Georg III. Englakonungur var krýndur í Westminster Abbey, vildi svo til, að stór demant, sem var framan á kórónunni, losnaði og fell í gólfið. Al- mannarómur sagði að þetta hefði verið fyrirboði þess, að Bandaríkin slitu sig úr tengslum við England á ríkisstjórn- arárum hans. Einkennilegur atburður skeði þegar Hinrik I. Englakonungur var krýndur árið 1100. Það hafði verið venja, að erkibiskupinn af Kantaraborg fram- kvæmdi krýningarathöfnina, en um þessar mundir hafði hann fengið lömun, svo að ráðandi menn ákváðu að bisk- upinn af Salisbury skyldi framkvæma krýningarathöfnina. Erkibiskupinn af Kantaraborg var samt viðstaddur at- höfnina, og er hann sá að biskupinn af Salisbury tók kórónuna og ætlaði að setja hana á höfuð konungs, trylltist hann algjörlega og með skjálfandi höndum þreif hann í kórónuna. Tog- ^JJcettuíe ecjar viniar IBN SAUD, konungur í Arabíu byrjaði á því fyrir 30 árum að reyna að fá Beduina til þess að taka sér fasta bú- staði hjá vinjunum, í stað þess að haf- ast við úti í eyðimörkinni og eiga sér hvergi fastan bústað. Beduinar eru hvort sem er upp á vinjarnar komnir, því að þangað verða þeir að sækja sér vatn og ávexti. En þeir vilja ekki búa þar og virðist það í fljótu bragði und- arlegt, að kjósa fremur brennandi eyði- mörkina en þessa fögru gróðurreiti, þar sem gnæfandi pálmar veita forsælu, þar sem hægt er að rækta gnægð aldintrjáa og þar sem nóg vatn er. En Beduinar vita hvað þeir gera þegar þeir forðast vinjarnar. Það er hættulegt að vera þar, því að þar eru moskítóflugur, er sýkja menn af drep- sótt. — Fyrir nokkru settust nokkrir Beduinar að í einum af þessum pálma- lundum. Þeir höfðu ekki dvalizt þar nema nokkra daga er þeir höfðu fengið malaríu og voru dauðadæmdir. En í eyðimörkinni er þeim óhætt. Þar eru engar moskítóflugur. Bedúinar vissu þó ekki, að það var moskítóflugan, sem útbreiddi malar- íunai Þeir höfðu aðeins komizt að því fyrir nokkrum öldum, að vinjarnar voru pestarstaðir, og vildu ekki vera þar. Svo voru Negrar fluttir þangað og þeim leið vel. Það var vegna þess, að þeir eru ónæmir fyrir malaríu. Þetta vissu þó engir, og þess vegna fannst konunginum það hart að Bedúinar skyldi ekki vilja sitja að þessum góðu blettum í stað þess að eftirláta þá Svertingjum. Þá var það að Alþjóða-heilbrigðis- málastofnunin tók sér fyrir hendur að rannsaka þetta mál og komst að því, að hræðsla Beduína við vinjarnar var á rökum byggð. Og nú er farið að vinna að útrýmingu moskítóflugunnar í eyði- merkur vinjunum. — Þegar það hefur tekizt, mun Beduínum óhætt að setjast þar að, og það getur orðið upphafið að því að þeir taki sér fasta bústaði. uðust biskuparnir á um hana nokkra stund, en svo lauk, að bræðin veitti hinum lamaða manni yfirnáttúrlega krafta, svo að hann svifti kórónunni af stéttarbróður sínum og setti hana síðan á höfuð konungs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.