Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 335 Þr.jár dansmcvar úr ZigaunaheHunum. Pils þeirra eru óhemju víð, og þegar þær teygja úr þcim, cru þau eins og vaengir. upp á alla þessa eymd og volæði. íslenzkt barn, en heíir sjálísagt verið eldri. Hún rétti fram litla hönd, sem ekki sá í fyrir óhrein- indum og vældi aumingjalega: „Una peseta“ (einn peseta). Mörg- um hrylti við að horfa upp á eymd þessa barns og eitthvað var lagt af smápeningum í lófa hennar. Var svo haldið áfram. En ekki höfðum vér farið marga faðma er fyrir oss sat strákur, sem var á stærð við stelpuna og henni mjög svip- aður um andlitsfall og óþrifnað. Hann stóð þar með framrétta ó- hreina lúku og vældi eins og stfelp- an: „Una peseta“. Enn fóru menn i vasa sina og létu af höndum rakna nokkra smápeninga, og flýttu sér svo burt til þess að þurfa ekki að liorfa upp á þessa eymd. En ekki var allt búið enn. Litlu framar sit- ur fyrir oss stelpa, miklu minni cn hin, líklega 2—3 ára, og með satna framandi svipinn. Ekki var hún betur búin en hin né þrifalegri. Hún rétti fram mjóan handlegg og bönd, sem var eins og leirug fugls- kló og vældi smámælt: „Una pedeta.“ Ekki mátti setja hana hjá. Nú var billínn skammt undan og flýttu menn sér þangað til þess að losna við þennan stefnivarg. En þá tekur ekki betra við. Hjá dyr- um bilsins stendur kona, með bax-n á l'yrsta ári á handlegg sér. Hún var lítil og lág, en bar baggana eins og húix væri komin að falli. Bæði voru þau, hún og krakkinn í lörf- um, sem ekki sá neinn lit á fyi-ir óhreinindum, og hún var bei'fætt. Sannarlega hörmuleg sjón. Hún rétti fram lófa barnsins, svartan af öhreinindum og bað: „Una peseta“. Hver maður hlaut að vikna við að horfa upp á þessa nxóður, svopa hörmujega á sig kornna,' og brjóstgæðin losuðu f menn við nokkra pescta. Svo flýttum vér oss upp' í bilinu og allir ýoru hljóðir. Þeúp rúístc til f:fju að hðría En eftir að hafa kynnzt Zigaun- um betur, er ég ekki viss um að hér hafi verið urn neina eymd að ræða. Zigaunar nota börn sín til. þess að betla og láta þau þá vera eins hörmulega útlítandi eins og kostur er á, svo að ókunnugir aumkist yfir þau. Einhver Zigaimi hefir séð hinn stóra og skrautlega bíl og talið víst að þar væri „americanos“ á ferðinni, með alla vasa fulla af dollurum. Svo eru krakkarnir búnir út og látnir sitja fyrir oss með vissu millibili, en sjálf þrifur konan yxrgsta barnið og treður framan á sig tuskum eða svæfli. Og það var þessi „ólétta“, iSír- íyrst vakti grxjtn um að brögð væri í tafli, því að varla eru Zig- aunakonur þeim mun frjóvsamari en aðrir konur, að þær eigi börn oft á ári. Það getur lika vel verið að hún hafi ekkert átt í krökkun- um, heldur fengið þau að láni. Það ge^ir vel verið að þetta haíi verið ung stúlka, sem dansaði skraut- klædd á veitingastöðum á kvöldin og fekk æi'ið íé fyrir. Hún var svo óhrein, að ekki var unnt að gera sér grein fyrir aldri hennar. í fljótu bragði virtist hún vera um þritugt, en það getur vel verið að hún haíi ekki verið nema lti—-17 ára. —------- ----o---- Svo hittum vér ekki Zigauna aít- ur fyrr en í Granada. Að kvoidr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.