Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Side 10
336 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hins 25. apríl var lagt á stað til byggða þeirra. Austan við Granada eru tvö fell og rennur áin Darro á milli þeirra. Á öðru fellinu stendur hin víð- fræga Alhambra-höll, en á hinu fellinu búa Zigaunar. Það fell heit- ir Albaicin. Þar höfðu Márar fyrr- um grafið marga hella í röðum og mismunandi hátt í fellinu. í þessa hella settust Zigaunar og bvr þar mesti fjöldi þeirra. Hefir hverf- ið á sér illt orð og varla mun óhætt fvrir ókunnuga að fara þangað á síðkvöldum. Vér vorum 35 í bílnum og hann skreið upp þröngvan og brattan veg, þangað til hann komst ekki lengra. Þá urðum vér að stíga út og ganga drjúgan spöl upp að hell- unum. Allmargt fólk var þarna á ferli, heldur skuggalegt og sumir ölvaðir. Vér reyndum að halda hópinn og komumst upp að hellun- um. Er þar stevptur veggur fram- an í brekkunni og ótal litlar dvr á inn í hellana. Áður hafði verið samið við Zigauna um skemmtun- ina, og höfðu þeir heimtað að fá 50 peseeia fyrir hvern mann, og var bað sæmileg horgun he?nr tek- Vér göngum fram hjá nokkrum opnum hellisdyrum, en þar stend- ur svo margt fólk úti fyrir til þess að glápa á oss, að ekki sjáum vér inn í híbýlin. Og svo komum vér að áfangastað. Það má sjá á því, að þar úti fyrir dyrum stendur hópur skrautbúinna kvenna. Það eru kon- urnar og stúlkurnar, sem eiga að dansa fyrir oss. Allan tíman hefir verið á hælum vorum hópur af sníkjandi krakkalýð og þeir troða sér inn á milli vor af mikilli frekju og bjóðast til að dansa eða lofa að taka mynd af sér. Einhverjum varð það á að taka mynd af telpuskjátu. Hún rétti þegar fram lúkuna og vildi fá borgun fyrir. Maðurinn fleygði í hana 2 pesetum. Þá ætlaði hún vitlaus að verða út af því að sér skyldi sýndur slíkur dónaskap- ur. Hún grýtti seðlunum og heimt- aði hástöfum að fá 10 peseta, hún gæti ekki verið þekkt fyrir að þiggja minna fyrir það að nú ætti framandi maður mynd af sér. Ég vissi ekki hvernig þessu lauk — en svona eru Zigaunar. Ég virti fyrir mér Zigaunakon- urnar, sem áttu að dansa. Þær voru hver annari fegurri og skrautið í klæðaburði svo mikið, að það var engu líkara en að þær hefði stigið ljóslifandi út úr einhverju ævin- týrinu í „Þúsund og einni nótt.“ Sumar voru kornungar, aðrar nokkuð við aldur- Sérstaklega fannst mér mikið til um eina þeirra hve tíguleg hún var, bæði um vöxt og framkomu. Hún var sem drottning — austurlenzk prinsessa eða íslenzk álfadrottning. Vér gengum inn í hellinn um venjulegar dyr. Loguðu þar tvö rafljós inni og hengu á snúrum í loftinu. Vakti það þegar undrun mína hvað hellir þessi er líkur gömlu hellunum hér á Suðurlandi, sérstaklega einum hellinum hjá Ægisíðu. Hann er með býkúpu- lagi, hvelfingu, sem rennur sam- an við veggina. Hvelfingin er ekki alveg slétt, né heldur veggir. Stól- um var raðað meðfram báðum hliðum og fyrir stafni og má nokk- uð marka stærð hellisins á því, að vér sátum þarna 35 og tveir hljóð- færaleikarar að auki fram við dyr, en á miðju gólfi var dálítið autt svæði, þar sem dansinn fór fram og dönsuðu stundum fjórar stúlk- ur í senn. Dyr voru á miðjum veggjum inn í afhella og eins var afhellir innar af stafni. Tjöld voru dregin fyrir dyrnar og vissum vér aldrei hvers konar herbergi var innar af hellinum. En í afhellunum til hliðanna var eldhús öðrum meg- in, en svefnherbergi hinum megin. Hellirinn var hvítkalkaður innan og hinn þrifalegasti. Hengu þar myndir á veggjum og ýmiskonar skraut. ■——o—— Illjóðfæraleikararnir stilla nú strengi sína og síðan hefst dans- inn. Stundum dansa fjórar konur í senn, stundum tvær, stundum ein og stundum piltur og stúlka. En þær, sem dansa ekki, standa í hellis- dyrunum og syngja með háum af- káralegum rómi, oftast tryllings- lega, berja glymskálar, klappa saman lófum, smella með fingr- um hátt og snjallt, eða þær láta lófaspilin gjalla af hrynjandi hraða. Dansmeyarnar smella einnig fingr- um, klappa saman lófum, eða nota lófaspil. Dansinn er oftast trylltur, þær sveifla hinum víðu pilsum sín- um eins og vængjum, stökkva í loft upp, snarsnúast, fetta sig og sveigja og liðast eins og höggorm- ar, en handleggirnir fylgja hljóð- fallinu með mjúkum sveiflum. Sumar iða undarlega í bjórnum með ástríðufullu og æsandi lát- bragði og svipbrigðin eru snögg og eggjandi. Áhorfendur hrífast og klappa lof í lófa. Og það er eins og dansinn verði æ ástríðufyllri, söngurinn trylltari, gargið í strengjahljóðfærunum háværara og viltara, klappið og smellirnir í lófa- spilunum ofsafengnara, þegar á líður. Þetta var list, og þetta var góð skemmtun. Og það hafa margir fleiri en vér hrifist af þessu. Svo kvað Einar skáld Benediktsson, er hann hafði horft á Zigauna- stúlku dansa: Svo hreyfist hver limur, hver lokkur, hvert traf, sem leiki og ólgi hið strandbrotna haf. Yfir særökkri búa brúnanna log, sem brimslög snögg eru herðanna köst. Og í hástökksins þyt er sem hafstorma sog, meðan hrynur silkisins niðandi röst; t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.