Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1953, Síða 16
342 LESRÓK MORGUNBLAÐSINS SN'JÓINN LEYSIR. — Þessar tvaer mvndir eru frá Akureyri ne eru teknar á sama stait með hálfs mánaðar millibili. Fvrri myndin var tekin 20. april og sýnir að þá er þar allt á kafi í snjó. Skaflarnir ná hátt upp á hús op til vinstri sér aðeins örla á bil. sem þar stendur kaffenntur. Seinni myndin var tekin í fvrstu viku mai oj er þá allur snjór horfinn. Bíllinn stendur enn á sama stað, en er nú laus undan fannferginu. Svona fljótt ffclur skift um á Norðurlandi þegar vorhlýindin koma og aðeins er um nýsnævi að ræða ogr ekkert hjarn undir. (Ljósm. V. Guðm.) á auður og órbirgð. Svertingjar hafa flykkzt þangað síðan um aldamót og nú er talið að 300.000 manna búi þar á þriggja enskra fermilna svæði. Svo eru enn önnur hverfi, þar sem búa Tyrkir, Armenar, Grikkir, Frakk- ar, Hollendingar og jafnvel Eskimóar og Polynesiumenn. Týrst í stað var ekki laust við að nágrannakritur væri þarna í borginni og þjóðernisværingar, en nú er því lðngu lokið. Hinir ýmsu þjóðflokkar hflfa runnið saman í eina heild á þann hátt, að engin dæmi eru til annars Sllks í veröldinni. Það sýnir að ólíkar þjóðir geta búið saman í sátt og sam- tyndi, þegar ekki er verið að æsa menn npp til illinda og viðhalda erfðafjand- skap. New York er því gott dæmi þess, að þjóðirnar ætti að geta lifað saman í bróðerni og kærleika, eins og stefnt er að með þeim bandalögum, sem kom- izt hafa á seinustu árin, eða eru í upp- siglingu. Og þetta sýnir að það er engin fjarstæða að tala um Bandaríki Evrópu. Menn munu sjá og skilja með tímanum, að allra hag er bezt borgið með því, að náin samvinna komi í stað fjand- skapar. Um þetta ætti menn að geta sann- færzt með því að virða fyrir sér hve vel blessast sambúð hinna ólíkustu þjóða í heimsborginni miklu — New York, þar sem ríkir einstaklingsfrelsi og jafnrétti- ILLUR FÖRUNAUTUR Guðmundur í Vigur átti þá konu er Guðbjörg hét. Bróðir hans var Ari í Súðavík, voru þeir synir Guðmundar gamla á Kúlu (í Arnarfirði). Ari var skutlari góður, en svo ólánsamur, að varla mátti heita að hann næði sel. Það var eitt sinn, er Guðbjörg var stödd með manni sínum í Vatnsfirði, að hún sagði þann draum: Henni þótti púki koma til sín og segja: „Ég á heima hjá honum Ara og er vanur að fara með honum í selafarið og taka á móti ránni, þegar hann kastar, svo honum veiðist ekki. Nú ætla ég að vera um hálfan mánuð hjá honum Guðmundi bróður hans og fara svo aftur til baka“. Hún kvaðst strax hafa sagt manni sín- um, að ekki mundi honum heppnast selveiðin um hálfan mánuð, og játaði Guðmundur því og kvað svo einstök óheppni hefði yfir sér verið, að ekkert hefði hann veitt, en þar á móti hefði Ari aflað vel um sagðan tíma. (Fr. Eggerz). LANGUR SVEFN Þennan vetur (1701) um Pétursmessu skeið, eður litlu síðar, varð sá atburð- ur í Reykholti suður, að bóndi sá, er Eyólfur hét og bjó í Belgsholti suður, Eilífsson frá Kalmanstungu, maður óskrökvis og sannorður, hafði riðið á kynnisleið til Kalmanstungu að hitta 'systur sína, er þar bjó. Og er hann fór heimleiðis gisti hann í Reykholti. Þar bjó þó Halldór prestur Jónsson, er prófastur var í Þverárþingi sunnan Hvítá, og var hann þá gamall orðinn. Eyólfur fór til svefns um kvöldið í skála, en að morgni svaf hann fram á dag. Gengu menn þá til að vekja hann, og varð hann eigi vakinn. Svaf hann svo nokkur dægur samfelld og bar þá fyrir hann marga hluti, og eru þeir annars staðar eftir honum skrifaðir. Lá Eyólfur í kör aflvana lengi síðan. — (Páll Vídalín). FYRSTU VEFSTÓLARNIR Þetta ár (1751) kom hingað til lands þýzkur dúkvefari, Ryther að nafni með vefsmiðju litla. Þennan mann tók að sér þáverandi lögmaður Magnús Gísla- son, og konungur gaf til eflingar hand- verki hans sama ár 400 rdl. Það læt ég mér segja, að Lárus Gottorp sýslumað- ur á Þingeyrum hafði átt fyrir hús sitt, hér um 1711—12, einn vefstól og rokka tvo eða þrjá; en hitt er vist, að reglulega vefsmiðju á íslandi með rokkaspuna hafa engir menn fyrri plantað en amtmaður Magnús Gíslason og landfógeti Skúli, og víst er það, að sá ypparlegi sýslumaður, Jón Bene- diktsson, innfærði fyrstur vefstól að Rauðaskriðu í Norðursýslu — (Jón Jakobsson: Æviminn. Sk. Magn.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.