Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 345 JÓn Vidalin , en að hún hafi látið sér vel lynda samninginn, sem gerður hafði ver- ið um framtíð safnsins, og að hún hafi sýnt áhuga á að allt kæmizt tíl skila. Hér mun ekki verða margt sagt frá hinum einstöku gripum safns- ins, er hverjum bezt að sjá sjálfur, því að „sjón er sögu ríkari.“ Þó skal reynt að vekja athygli á nokkrum þeirra: Verður þá fvrst að nefna pródik- unarstól úr eik fi'á 1594, forkunnar \'el smíðaðan og útskorinn i renes- ansstil, með myndum af Kristi og guðspjallamönnunum. Síðast var hann í Fagraneskirkju í Skagafirði, en er upprunalega úr Dómkirkj- unni á Hólum, hefur hann verið seldur frá hetmi, þegar steinkirkj- an, scm nú stcndur, var reist. — Hann.'-er nú gljákvoðúborinn og einlitur, dökkbrúnn, en hefur áð- ur verið öllu glaðlegri útlits, eins og sjá má af lýsingu hans í Fagra- neskirkju 15. september 1764: „Predikunarstöll úr þcirri gömlu domkyrkju med snikk og byld- húgger verke, gylltur og Farvad- ur . ...“ Predikunarstóll þessi hef- ur verið kenndur við Guðbrand biskup Þorláksson, enda sýnir ár- talið, að hann cr gerður á hans dög- utn, os fangamark Iians, G. !í'„ stendur yfir œyndöuú ai l.íarkús: guðsjallamanni. Matthías Þóröar- son telur að Markúsarmyndin sé í raun og veru af Guðbrandi og að ekki sé ólíklegt, að hann hafi sjálfur skorið stólinn út. Ekki verður neinn dómur á það lagður, hvort sú tilgáta sé líkleg eða ekki. En eitt er þó víst í því sambandi: Hafi Guðbrandur biskup skorið predikunarstólinn, þá ber hann ótvírætt vitni um, að sá fjölhæfi biskup og mikli alkastamaður hafi verið — ekki einungis vel hagur — heldur líka vel lærður og vel æfður meistari í tréskurði, því að einmitt að þessu leyti sker stóllinn sig úr flestu, ef ekki öllu, sem hér er til af tréskurði frá sama tíma. Þá má nefna altaristöflur tvær, skornar úr eik, sýnir önnur þeirra himnaför Jesú, en hin, sú stærri — í barokstíl frá 17. öld — sýnir Krist á konungsstóli Himnanna, og er Jetrað á fótskör hans: „IESVS HABET CLAVEM DAVIDIS“ —er hún talin geta verið eftir Guðmund Helga Vidalín smið Guðmundsson í Bjarnarstaða- hlíð. Ekki er vitað um hvoruga þessa töflu í hvaða kirkjum þær hafa verið, og er þar nokkur ljóð- ur á, sama er að segja um ágætt Maríulíkneski, skorið úr tré, sem þarna er. Mun það vera allfornt, en umgerð þess er öll ný. Myndirnar þrettán, af Kristi og postulunum, eru sérlega athyglis- af Eristj eg pestul’auiiii:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.