Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 15
LKSBÓK MORGUNBLAPSINS 357 Kondórinn flýgur íugla hæst ^ KONDORINN er mestur allra fugla. Ekki er hann friður þar sem hann húkir á klettum, luralegur og hcimskulegur. En á flugi ber hann af öllum öðrum fuglum. Hann flýgur allra fugla bezt og allra fugla hæst. Er það tilkomumikil sjón að sjá hann svifa á útþöndum vængjum klukkustundum saman og tæplega hreyfa vængina. Með ótrúlegum hraða kemst hann af jörðu upp í háloftin, og svo steypir hann sér úr þcssari ginandi hæð til jarðar með enn meiri hraða. Þetta leikur eng- inn eftir, jafnvel ekki mennirnir í sín- um ágætu flugvélum. Heimkynni hans eru aðallega í Suður- Ameríku, cn önnur tegund af þessu kyni var fyrrum dreifð um alla Norð ur-Ameríku. Vegna nábýlis við mann- inn hefur henni fækkað svo, að nú eru ekki nema fáir fuglar cftir og haf- ast þeir við i Kaliforniu. Kondórinn er mjög ófriður. Haus- inn og hálsinn er bert og nakinn hamurinn rauður að iit. Svo kemur ljós, úfinn dúnkragi og stingur þetta hvort tveggja mjög í stúf við hinar kolsvörtu og grófu fjaðrir á skrokkn- um. Neðan á vængjunum eru ljósari fjaðrir og verða hvitar þegar hann eld- ist. Augun i karlfuglinum cru venju- lega grábrún, en augun í kvenfuglin- um eru lifrauð. Humboldt lýsir Suður- Ameriku tegundinni þannjg, að skrokk- urinn sé þrjú fet og þrir þumlungar á lengd, vængliafið átta fet og níu.þuml- ungar, en stélið 14 þumlungar á lengd. Kvenfuglarnir eru þó heldur minni. ■ ^ Kondórinn er af hrægamma-ætt- inni og lifir mikið á hræum. En i hinurn hrjóstrugu fjölliun í Perú mundi liann ckki geta liíað, ef hann ætti að treysta á hræin eingöngu. Sult- urinn rekur hann því á veiðar og hann er ckki að víla fyrir sér að ráðast á stórar skepnur. Mcira að segja er al mælt að hann ráðist á puma og beri 'DH** Vi.^l»vi» Cdn w a# 1r av»yi Lt«»-i - 'TT - r— niesti vágestur. þ .í að har^. drepur ung lamadýr og jafnvel kálfa. En ef allt um þrýtur, bregður hann sér til gúanó- eyanna og hakkar í sig þessa gömlU fugladrít. Hann munar ekki um að skreppa nokkur hundruð mílna, því að „fyrir kondórinn eru fjarlægðir ckki til", eins og gömlu Inkarnir sögðu. — Margar sögur gengu uni það fyrrum að kondórar stæli börnum og réðust á menn, en nú er talið að þetta geti ekki verið rétt, þvi að kondórinn hefur megnustu skömm á mönnum. ^ Það er mælt að þegar kondórinn fer ó veiðar fljúgi hann svo hátt að hann sé ósýnilegur berum augum. Sumir telja að hann fari þá upp í 22.000 feta hæð. Þar svífur hann á út- þöndum vængjum stóra hringa og skimar eftir bráð. Og þegar hann hefur séð eitthvað, sem honum leikur hugur á, steypir hann sér eins og elding yfir það og sé það lifandi vera, þá rotar hann hana í fyrsta höggi. Félagar hans streyma þá að, því að aldrei getur einn setið að bráð, og á skammri stundu hafa þeir rifið í sig atlt ncma stærstu beinin. Ekkert flytja þeir með sér, því að þeir geta ckki borið ncitt á flugi, þar sem hvorki nef þcirra né kiær cru til þess sköpuð. * Kondórinn gerir sér hreiður í klettastöllum eða holum trjám og gengur ekki vandlega frá. Kondórinn í Andesfjöllum verpir tveimur eggjum og eru þau á stærð við gæsaregg, ljós- gul á lit með dökkum dröfnum. Þegar ungarnir skríða úr eggi, eru þeir dún- aðir. Þeir þroskast seint og liggja í hreiðrinu löngu eftir að þeir eru fleyg- ir. Foreldrarnir rnata þá með þvi að æla ofan i þá. Ekki reyna ungarnir á vængina fyr en þeir eru orðnir órs- gamlir. Hverfa þeir ekki frá hrciðrinu fyr en þeir eru orðnir þriggja ára gamlir, en þá fara þeir að leita sér að maka, og varla eignast þeir unga fyr cn þeir eru 5—6 ára gamlir. Fjölskyld- an heldur þannig hópinn árum saman, og er bft öll á flugi sér tiJ skemmtunar, því talið er að kondórinn hafi mikið gaman af svifflugi. KALII'OIiNlA KONDÓRiNN i Aadesfjóllum. Hanr. er frábrugg- inn að þvi leyli, að hann veiðir aldrei neitt, heldur lifir eingöngu á hræum. Þess vegna eru hvorki fuglar né dýr hrædd við hann. Hann er góðlyndur og auðvelt að temja hann og verður mjög elskur að eiganda sínum. V Þessi kondór á ekki nema eitt cgg og það tekur sex mánuði að unga því út. Halda menn því að hann verpi ckki nema annað hvort ár. Vegna þess hve viðkoman er lítil og mennirnir hafa auk þess gert sitt til að útrýma kond- órnum, er nú svo komið, að ekki cru cftir ncma um 60 íuglar af þessu kyni. Margs konar ráðstafanir hafa nú verið gerðar til þess að koma í veg fyrir að hann verði aldauða. Hefur honum mcð- al annars verið gefið friðland í Los Padres National Forest í Kaliforníu. Síðan hefur honum ekki fækkað og hafa menn því von um að hægt muni að halda stofninum við. ELDINGAK FYRIR rúmum 100 árum — nónar til tekið í júní 1852 — var það, að Benja- min Franklin sendi flugdreka upþ í þrumuský. Á strenginn hafði liann bundið koparlykil. Og sem hann nú helt gómunum örskammt frá lykiinum, sá hann neista skjótast úr lykiinum i gómana. Á þessu sá hann að rafstraum- ur kom úr loftinu og hljóp á milli lyk- ilsins og fingurgómanna og síðan eftir líkama hans til jarðar. Með þessu var gátan um eldingarnar leyst. Hann til- kynnti vísindamönnum að hann hefði komizt að raun um að elding væri úl- rás rafmagns. Sjaldan cða aldrci hefur jafn þýð- iugarmikil uppgötvun verið gerð með jafn fábrotnuin áhöldum. En allar rannsóknir siðan hafa staðfest fuUyrð- ingu Franklins, að eldingin er útrás rafmagns. Eidingar eru talsverl mismunandi cftir því hve hátt í lofti þær myndast. Þess vegna er þruman, sem fylgir þeini, mjög mismunandi sterk. En til þess að vita hvað cldingar eru langt í burtu, geta menn mælt tímann, sem liður frá því að þær sjást og þangað til þruman heyrist. Qg þetta er hægt að gera með alika ejníöldu raði og Benjjwnin li’rank- im.r»cU5:- y;S l&p&ctvzz .iiSÁ- >£$ sr kunnugt, a3 hljöðið fer 11G0 fet á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.