Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS 349 vera hjá okkur þangað til þau hefði komið upp húsi yfir sig. Og svo lögðu þessar tvær fjöl- skyldur á stað seint í október og áttu 30 mílna leið fyrir höndum. Það varð erfitt ferðalag. Þegar upp á hásléttuna kom, var þar kulda- stormur. Landið var allt kolsvart og sviðið eftir sléttueldinn. — í myrkri um kvöldið komumst vér til kofans hans Jóns Magnússonar. Þar var heldur köld aðkoma. — Engin húsgögn voru þar, e'nginn stóll, ekkert borð, ekkert rúm. En þegar kveikt hafði verið upp í eldavélinni og hlýna tók inni, leið öllum betur. Breið fjöl var nú negld á vegg og höfð fyrir borð. Og svo settust allir á kassa og snæddu heitan mat og voru furðu kátir. Þegar leið að 'háttatíma, var öllum farangri rutt út og svo lögð- umst vér til hvíldar á moldargólfið og sofnuðum fast, því að allir voru örmagna eftir kuldann og ferða- volkið um daginn. 1S1 SÝNILEGT var að ekki var hægt að notast við þennan kofa um vet- urinn. Það var því fyrsta verk þeirra föður míns og Helga morg- ^uninn eftir að leggja í nýa hús- byggingu. Þeir höfðu haft með sér nokkuð af timbri, en það nægði ekki í hús. Það var því afráðið að grafa sig inn í hól og nota timbrið í þiijur og gólf. Þetta var gert og svo var nýa vistarveran þakin bjálkum og torfi. Húsið var slétt við hólinn að ofan, en stafn á að framan. Svo var eldavélin flutt í húsið og svo fluttist allt fólkið þangað. Þarna var hlýtt, en þröngt fyrir tvær fjölskyldur. Það var langt í kaupstaðinn og oft varð þröngt í búi milli ferða. Og við krakkarmr tókum eftir áhyggjusvipnum á móður okkar þegar hún var að skammta og eitt- hvað var á þrotum. Þegar kaffi var haft um hönd, fengum við Guðný systir mín uppárennu og einn syk- urmola með. Einu sinni kom okkur saman um að spara molana og geyma þá þangað til sykurlaust yrði. Við földum þá í blikkdós. — Nokkru seinna heyrðum við að mamma sagði áð nú væri sykurinn á þrotum. Þá komum við mjög hróðug með molana, sem við höfð- um dregið af okkur. Það kom fyrst undrunarsvipur á mömmu, svo brosti hún blíðlega og tvö stór tár hrukku henni af augum. Þeirri stund gleymi ég ekki meðan ég lifi. Fjöldi landnema kom til nýlend- unnar 1887, flestir beint frá íslandi, en nokkrir frá Winnipeg. Þeir sem fyrir voru hjálpuðu þeim eftir beztu getu og það var svo sem sjálf- sagt að skjóta skjólshúsi yfir fólkið á meðan það var að koma upp þaki yfir höfuðið. Þá hafði faðir minn komið sér upp tvílyftu bjálkahúsi, og margar vikur þá um sumarið bjuggu hjá okkur þrjár fjölskyldur. ISi VEÐRÁTTAN tók að breytast merkilega. Með hverju árinu sem leið varð minna um úrkomu og hafði það mikil áhrif á heyafla, en ekki svo mjög á akuryrkju, þótt merkilegt megi virðast. En þá komu sumarfrost, og gerðu meira og minna tjón. Sumarið 1892 varð mönnum erf- itt. Þá rigndi sama sem ekkert og jörðin skrælnaði. Vötn og tjarnir þornuðu og urðu ekki annað en forarpollar svo að skepnur gátu ekki svalað þorsta sínum. Kýrnar geltust og mjólkin varð óhæf til manneldis. Þá um sumarið fengum við fjóra vagna af heyi þar sem venjulegur heyskapur var 100 vagnar. Svo kom veturinn snemma. Hinn 7. október verður lengi í minnum hafður meðal þeirra, sem þar áttu heima. Þá gerði þriggja daga grenj- andi stórhríð með veðurofsa er nálgaðist hvirfilbyl. Hann brast skyndilega á upp úr nóni, og allar skepnur voru úti. Svo var veður- hæðin mikil að enginn treystist til að vitja fjárins. Þegar veðrinu slot- aði kom í ljós að fé hafði hrakizt undan því langar leiðir. Einn hópur hafði hrakizt 30 mílur. komizt þar í skjól og fennt. Sjö gfipir fundust þar dauðir í fönninni. VETURINN 1892—93 var langur og harður, mikil frost og mikil snjó- koma. Þá varð að bræða snjó handa öllum skepnum. í marz var farið að sneiðast um fóðurbirgðir. Menn vonuðu þó að batna mundi í apríl. En 27. apríl gerði álíka vonda stór- hríð og um haustið og stóð hún í þrjá daga. En 1. maí var komin hláka og veturinn var úti. Það urðu furðan- lega lítil vanhöld á skepnum í voru byggðarlagi, en margir felldu þá mjög. Bræður tveir, sem áttu heima hjá Saltcoats höfðu um haustið átt 150 úrvals nautgripi, en af þeim tórðu aðeins 18. Þegar fram á vorið kom varð það kunnugt, að margir höfðu hug á því að komast burtu úr þessum harðindum. Og sumarið 1893 tók fjöldi manna sig upp. Sumir heldu til Saskatscheven, en aðrir — og þar á meðal faðir minn — flýðu austur á bóginn og settust að hjá Manitobavatni. Það er víst ekki of- sagt að % af bændum hafi flúið byggðina. Þeim verður ekki láð slíkt, því að þeir voru orðnir að- þrengdir. En undarlegt var það, að þetta sama sumar breyttist veðr- áttan, það fór aftur að rigna og landið komst í samt lag og það var, er það freistaði manna til að setjast þar að nokkrum árum áður. Þeir, sem eftir urðu, hafa flestir orðið bjargálna, en sumir ríkir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.