Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 10
352 LESBÓK morgunblaðsins Brvdesverslun í Vestmanneyum (f. í Stakkagerði 20. júlí 1830, d. 26. febr. 1865). Kona hans var dönsk, Petrea Andrea f. Nielsen. Þau áttu tvo sonu, Kristján og Magnús og voru þeir, í æsku, er faðir þeirra fell frá. Móðir þeirra fór þá með drengina til Danmerk- ur. Var hún svo fátæk að hún gat ekki séð fyrir þeim, svo að þeir voru settir í munaðarleysingja- hæli. En það var táp og dugur í piltunum og þeir urðu að mönnum. Kristján (hann kallaði sig Christi- an Magnusen) varð forstjóri fyrir „Nordisk Brandforsikring“ og var talinn meðal fróðustu manna í Danmörku á sviði trygginga. Þess vegna, var hann helzti ráðunautur íslendinga þegar Brunabótafélag íslands var stofnað. Dóttir hans, Éli Magnusen var forstöðukona Ríkisspitalans í Kaupmannahöfn og kom hingað til íslands í hópi nor- rænu hjúkrunarkvennanna 1939. — Magnús (hann kallaði sig alltaf Magnús Magnússon) varð skrifstofustjóri hjá skipasmíðafé- laginu Burmeister og Wain. Hann kvæntist danskri konu og dóttir þeirra er Ingeborg listmálari. — Þannig stendur á því, að hún er frá Vestmannaeyum, enda þótt hún hafi þær aldrei augum litið. Og nú sat þessi stúlka, sem kall- aði sig íslenzka, þarna suður hjá Alhambra og var að mála þegar oss íslendingana bar þar að. Það var sannarlega skrítin tilviljun. Ég spjallaði dálítið við hana. — Hún kvaðst hafa fengið listamannastyrk til þess að ferðast til Suðurlanda og svo hefði hún fengið sex mánaða dvolarleyfi á Spáni og ókeypis að- gang að Alhambra og öllum söfn- um. Hún var ákaflega hrifin af Al- hambra og kvaftot. gleyma sér í hvert skifti sem hún væri þangað komin. Og hún hlakkaði til að eyða sumrinu þarna í suðri og sól. Og hún bað íyrir kveðjur til íslands. Genaralife og Alhambra eru merkustu og fegurstu byggingar á Spáni frá tímum Máranna. Nafnið Genaralife er myndað af Djarnat el Arif, sem þýðir hinn skrautlegi garður. Allar eru byggingarnar úr rauðum sandsteini og nefndu Már- ar þær Calat Alamra, sem þýðir rauða borgin. Allar eru byggingar þessar gamlar. Genaralife er frá 13. öld, en var skreytt árið 1319. — Fyrsta byggingin í Alhambra er líka frá 13. öld og er vígi með tveimur turnum, Vela og Homen- aje. Höllin, sem kennd er við Com- are-turninn, var reist á fyrra hluta 14. aldar, og höllin sem kennd er við ljónagarðinn var reist á seinni hluta þeirrar aldar. — Umhverfis borgina var gerður hringmúr með 37 skotturnum, en hann er nú að miklu leyti horfinn og turnarnir brotnir niður. Eftir að Márar urðu að yfirgefa Granada voru hinar fögru byggingar eyðilagðar að nokkru leyti. Karl konungur V. lét umturna þar og rífa niður fram- hlið hallarinnar, til þess að geta reist þar höll að sínum smekk handa sjálfum sér. Musterið var gert að kirkju, og veggskraut þess rifið niður, vegna þess að það voru setningar úr Kóraninum, eða már- isk spakmæli. Síðar lagðist Al- hambra í eyði og settist þar þá að alls konar rusllýður og landshorna- menn. Stundum var höllin notuð sem fangelsi og stundum fyrir setu- lið. En árið 1845 tók stjórnin bygg- ingarnar í sína vörzlu og friðaði þær. Síðan hefur margt verið fært í lag, er áður hafði verið brotið niður. Þrátt fyrir háan aldur hafa bygg- ingarnar haldizt vel. Það gerir hið milda og þurra loftslag á þessum slóðum. SKreytingar á útveggjum hafa t. d. ekki látið á sjá í sex aldir, enda eru þær gerðar úr mót- uðum og brenndum leirflögum. En þótt, skrautið sé fagurt hið ytra. þá er það ekkert í samlíkingu við skrautið hið innra í sölunum og hinum miklu hvelfingum, sem gerð -ar eru af furðulegum hagleik sem dropsteinahvelfingar. Márar lögðu miklu meiri áhérzlu á fegurð og skreytingu innan húss en utan, og er þar helzt til dæmis, að þótt veggirnir sé allir útflúraðir, þá eru engir tveir veggir eins. En vegna þess að það er bannað í Kóranin- um að hafa myndskreytingar, þá hafa þeir skreytt veggina með út- flúri og kúfisku letri, þar sem lesa má setningar úr hinni helgu bók þeirra, og einnig lof um þá kon- unga, sem reisa létu þessi mann- virki. Það væri óðs manns æði að ætla sér að lýsa þessum byggingum eftir skyndiheimsókn. En á nokkra sal- ina má minnast. Verður þá fyrst fyrir dómsalurinn þar sem kon- ungar dæmdu í málum þegna sinna að austurlenzkum sið. Yfir boga- mynduðum dyrum má líta hönd með útréttum fingri. Það er varn- armerki gegn „illum augum“. Á innri boganum er mynd af lykli, sem var tákn valdsins. Og það er sagt að Márar hafi verið svo vissir um fótfestu sína á Spáni, að það hafi verið máltæki þeirra, að fyr mundi höndin grípa lykilinn, en veldi þeirra á Spáni liði undir lok. Þá er salur Abencerraganna. Þar er á miðju gólfi stór skál úr hvít- um marmara, en í botninum eru brúnleitir blettir. Um þennan sal og skálina er þessi saga: Þegar Boabdil, seinasti konungur Mára í Granada, varð þess var að drottn- ingin væri sér ótrú og ætti ásta- fundi með aðalsmanni af ætt aben- cerraga, ákvað hann að hefna sín grimmilega. Hann stefndi til hall- arinnar öllum karlmönnum ai' þess- um ættbálki og-lét svo leiða þá einn og einn inn í salinn, sem við þá er kenndur síðan og höggva þá niður í inannaraskálina. Þegar harm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.