Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 6
348 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ifi að stofna íslendingabvggð um 270 mílum norðvestur at' Winnipeg, og úthluta landnemum þar ókeypis landi, ákvað hann og margir fleiri íslendingar að flytjast þangað. — Þarna reis svo upp hin svokallaða Þingvallabyggð. Haustið 1885 fekk Ólafur vinnu við timburverksmiðju í nánd við þessa nýlendu, vann þar um veturinn og svo átti konan að koma með börriin um vorið. Lýsir nú S. B. Olson ferðalaginu norður þangað: ISI MEÐ BIRTINGU hinn 30. apríl 1886 stigu 14 ferðalangar á vagn, sem dreginn var af sterkum hest- um. Þetta var í Solsgirth í Mani- toba, þar sem járnbrautin endaði þá. Var veður þá kalt og hrvssings- legt. Förinni var heitið til Shellmouth, sem er rétt hjá landamærum Sas- katchevan. í fremsta sæti var ek- illinn og umboðsmaður stjórnar- innar, Helgi Jónsson, ritstjóri viku- blaðsins „Leifur“ í Winnipeg. Svo var þarna kona, sem Guðbjörg Suð- fjörð hét ásamt fjórum dætrum sínum, Sigríði, Moniku, Kristínu og Maríu; öldruð hjón, Narfi Halldórs- son og Ástríður kona hans og Guð- brandur sonur þeirra; Guðrún móðir mín, svstur mínar Guðný og Jónína og ég sjálfur. Ég hafði þá nýskeð átt 8 ára afmæli og ég hugs- aði ekki um annað en h\re mikið gaman munrii verða að þessu ferða- lagi. Nóttina áður höfðum vér öll sofið á gólfinu í járnbrautarstöðinni. — Enginn kvartaði þó, allir voru þreyttir eftir ferðina frá Winnipeg og sofnuðu fast. En í mvrkri vorum vér vakin til þess að halda ferðinni áfram. Nokkuru fyrir sólarupprás vor- um vér komin á stað. Ferðalagið var ekki þægilegt. Það var kalt í vagninum og vér höfðum ekki ann- að að sitja á en pynkla og kassa, hreint ekki góð sæti, þegar þess er gætt að vagninn hoppaði, hnykktist og skrykkjaðist allavega. Þegar sólin var komin á loft tók að hlýpa og leið oss þá betur. Fór- um vér nú að gefa landslaginu gæt- ur. En þar var ekki tilbrevtingin, ekkert annað að sjá en gráa slétt- una, endalausa í allar áttir, með einstaka grænum topp, sem ekki hafði sölnað um veturinn. Vér urðum að fara yfir nokkra skurði og læki og sums staðar var vatnið svo djúpt að það náði í vagnöxul, en botn var alls staðar góður. Hestunum veittist oft örðugt að draga vagnana aftur upp á háan bakkann hinum megin og var okk- ur krökkunum þá leyft að fara út og ganga og urðum vér fegin því að mega rétta úr okkur og liðka liðamótin eftir hristinginn í vagn- inum og þrengslin. En þótt ekki bæri mikið til nýlundu fannst oss þetta ferðalag mjög skemmtilegt og ævintýri líkast að kanna þannig ókunna stigu. Ferðinni var haldið áfram allan daginn og alla næstu nótt og kom- um vér til Shellmouth í sólarupp- rás um morguninn. Þá urðu menn fegnir að stíga af vagninum og liðka stirðnaða limi sína. Allir voru dauðþreyttir, því að enginn hafði getað sofið um nóttina vegna þess hvernig vngninn hnykktist til. En það var fögur sjón, sem við oss blasti þennan sólrika 1. maídag, lítið þorp meðfram ánni og langar hæðir að baki í norðri. Ég hef aldr- ei gleymt því. Þarna áttu þau heima Helgi Jónsson og Ingibjörg Guðmunds- dóttir kona hans, og vér fórum heim til þeirra. Húsið stóð á hóli að austanverðu í dalnum og sá það- an yfir allt þorpið og vítt til vesturs. Ci3 FAÐIR minn vann áfram við sög- unarmylnuna. Hann hafði fengíð hálfsmánaðar frí til þess að byggja sér kofa á landnámi sínu. Flutti hann þangað bjálka og byggði grindina, en ætlaði að setja þak á seinna og gólf í húsið. En seinni hluta sumarsins fengum vér þær fregnir, að sléttueldur hefði geisað á þessum slóðum og kofinn brunn- ið. Faðir minn fékk þá leyfi annars landnema, Jóns Magnúsaonar, að flytjast inn í kofa, sem hann hafði byggt. Þetta var bjálkakofi, 14x14 fet að stærð, leirklíndur og með torfþaki og moldargólfi. í kofanum var ofurlítil frítt standandi eldavél, og á honum var einn lítill gluggi. Meðal þeirra, sem komu frá fs- landi um þær mundir er Þingvalla- nýlendan var stofnuð, var maður að nafni Helgi Árnason, kona hans Guðrún og tveir synir þeirra. Sá eldri hét Helgi og var fimm ára gamall, en hinn hafði fæðst á leið- inni og verið skírður Camoens, í höfuðið á hrossaflutningaskipi Slimons, sem flutti þau til Eng- lands, því að um borð í því skipi hafði hann fæðst. Þessi fjölskylda ætlaði til Þing- vallanýlendunnar. Þau komu til þorpsins Millwood, þar sem for- eldrar mínir áttu þá heima. Voru þau orðin uppgefin eftir langa og erfiða ferð og ekkert þeirra kunni stakt orð í ensku. Kalla mátti að þau væri alveg peningalaus og þarna stóðu þau uppi ráðalaus, gátu hvergi fengið þak yfir höfuðið og hvergi fengið mat nema í búð. Ein- hvern veginn vildi þá svo til, að einhver komst að því að þau væri frá íslandi og vísaði þeim heim til foreldra minna. Þar var þeim tekið opnum örmum og þótti öllum sann- arlega vænt um að fá gesti frá ís- landi. Svo varð það úr, þar sem bæði faðir minn og Helgi ætluðu að nema land í Þingvallanýlend- unni, að þeir gerðu félag með sér um landnámið, og að þau skyldi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.