Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 4
378 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I Jón Aðalsteinn Jónsson I8LEIMZK I „NORDISK KLLTUR44 SÍÐASTA hefti af Nordisk kultur (VIII. B.) fiallar um íslenzkar bók- menntir í bundnu og óbundnu máli frá upphafi og þar til hinni fornu sagnaritun lýkur um 1400. Hafa þeir prófessorarnir Jón Helgason og Sigurður Nordab ritað þetta yfirlit, og er það næg trvgging þess, að hér sé tekið á hlutunum af glöggskyggni og víðsýni. Er því öllum þeim, sem hafa áhuga á ís- lenzkri bókmenntasögu, hinn mesti ávinningur að hafa hér fengið að- gang að nvustu kenningum um þessi efni. Því verður ekki heldur neitað, að nauðsynin var orðin næsta brýn. Skoðanir fræðimanna á ýmsum veigamiklum atriðum fornbók- menntanna — og þá ekki sízt á eru á stöðugu iði af vellíðan á meðan á máltíðinni stendur. Flestar matvöruverslanir hafa sérstaka deild þar sem eingöngu er afgreitt makkaroni, en það eru ekki þessar hvítu, ólvstugu hveiti- pípur, sem við þekkjum, þær hefi ég hvergi séð í Ítalíu, heldur gul- leitar pípur, mettar af smjöri og eggjum, í öllum sverleikum, einn- ig malaðar í ýmsar stærðir, gróf- ar og fínar. En nú förum við frá Napoli og öllum hennar kostum og löstum, lesari góður, en ekki kveðjum við strax Miðjarðarhafið, því enn er margt óséð. íslendinga sögum — hafa breytzt mjög síðustu áratugi. Hins vegar hefur engin íslenzk bókmenntasaga verið gefin út yfir fornbókmennt- irnar um langt árabil, svo að menn hafa þar orðið að bjargast við úr- eltar bókmenntasögur um margt. Er vonandi, að útkoma þessa heftis af Nordisk kultur marki hér tíma- mót og nú komist skriður á útgáfu nýrrar bókmenntasögu. Auk þess má segja, að almenningur hér á landi hafi þá fyrst tök á að kynn- ast skoðunum fræðimanna, þegar út hefur verið gefin rækileg bók- menntasaga og það á íslenzku. Um margar aldir hafa fornbók- menntirnar verið Íslendingum helgir dómar, og verður þáttur þeirra í verndun íslenzks þjóðernis aldrei of mikils metinn. íslenzkt al- þýðufólk hefur lesið þessar bók- menntir og lært og um leið trúað á þær. Af þeim sökum verða allar umræður um þær viðkvæmar og ekki sízt, ef hróflað er við trú manna á sannleiksgildi þeirra, en hún hefur ávallt verið mjög sterk. En afstaða fræðimanna til þessa atriðis hefur breytzt mjög við nán- ari rannsókn, svo sem kunnugt er. Hefur Sigurður Nordal ritað ýmis- legt um þetta efni áður, og má þar minna á hina merku ritgerð hans um Hrafnkötlu. — ★ — Þar sem ég býst við, að mörgum muni þykja fróðlegt að kynnast helztu skoðunum þessa fræði- Dr. Sigurður Nordal manns á íslenzkum bókmenntum í óbundnu máli á tímabilinu 1100 til 1300 — og þá ekki sízt á íslendinga sögum, hef ég tekið saman helztu atriðin, einá og þau koma mér fyrir sjónir. En menn verða að vera minnugir þess, að útdráttur úr stuttu yfirliti getur aldrei orðið annað en svipur hjá sjón. Úr því er einungis unnt að bæta með því að lesa sjálft yfirlitið. Nordal tekur það skýrt fram, að þetta yfirlit sitt sé í rauninni frem- ur inngangur að bókmenntasögu en bókmenntasaga. Því sé ekki kleift að ræða um öll þau deilumál, sem uppi eru um sagnaritunina. Hins vegar segist hann vonast til þess, að menn muni með því að beina athyglinni að sögurituninni örvast til að ræða þessi mál djarflegar (paa en mere rationel maade) en menn hafi almennt gert fram að þessu. Verður líka ekki annað sagt en hann fylgi því sjálfur dyggilega. En hvort sem menn eru sammála

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.