Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 381 ]^jó(hjcirÉi ur Af því að þjóðirnar þjóðgarða hafa, þótti það sjálfsagt að hafa hér garð eins og þeir stóru og um það var krafa afgreidd og Þingvöllur fyrir því varð. Örlögum móti er erfitt að sporna, áfram var haldið, svo nútíma menn þarna í Bláskógum þingstaðinn forna þjóðgarð og kirkjugarð hafa í senn. Svo er í ráði að safna þar beinum sárfárra manna, er heiður skal tjá, frægustu náum og einkum þeim einum, almúginn dauði er snerta ei má. e Annar er þjóðgarður þúsundafalt stærri Þingvöllum, heiðar og öræfi lands. Hann er sá rétti, það hentar ei smærri hugsjón og stórhug ins íslenzka manns. Fjallanna geimur með gjósandi hvera, gróður og jökla og fossa og sand, tilvalinn þjóðgarður virðist hann vera, væri hann kominn í framandi land. Hérna, sem betur fer, var hann og verður, varzlan er okkar, er síðar mun rætt. Þjóðgarður heztur af guði er gerður, i) geta þar mennirnir litlu við bætt. o í, SIGURÐUR NORLAND i( l l með fyrstu skáldsöguna. En þá fór hún að „sjá“ heil orð og setning- ar, og eftir það las hún manni sín- um fyrir, en hann ritaði eins hratt og hann gat, eða um 110 orð á mínútu. Af þeim 3 milljónum orða, sem eru í skáldsögum og ljóðum Patience Worth, finnast vart fleiri en svo sem ein tylft'úr nútíðar- máli. Öll önnur orð og málfar er frá 17. öld. Oft og tíðum var fjöldi áreiðan- legra vitna og rannsóknarmanna við þegar frú Curran las fyrir og maður hennar skrifaði. Lærðir málfræðingar athuguðu gaumgæfi- lega málið á kvæðunum og sögun- um, og þeir lýstu yfir því, að óhugsandi væri að nokkur mann- eskja gæti samið, þó ekki væri nema stutta sögu, á 17. aldar ensku, án þess að hafa rannsakað það mál árum saman og æft sig í að rita það. Og allir voru þeir innilega sannfærðir um, að kona eins og frú Curran, sem aldrei hafði geng- ið í skóla og aldrei komið út fyrir landamæri Missouri, væri sú allra ólíklegasta manneskja til þess að geta orkt á 17. aldar ensku kvæði, sem í eru 70.000 orð, á sautján klukkustundum. Margt var það annað um frú Curran, sem varð sálfræðingum og rannsóknamönnum óskiljanlegt. Hún vann oft að þremur eða fjór- um skáldsögum samtímis, og gat hlaupið úr einni í aðra án þess að hika við eða líta yfir það, sem áður var komið. Einu sinni týndi maður hennar einum kafla úr „A Sorry Tale“ en þá samdi Patience hann að nýu í einu vetfangi. Árið 1920 var haldinn tilrauna- fundur heima hjá frú Curran í St. Louis. Þar voru skáld, rithöf- undar og vísindamenn. Þeir létu frú Curran biðja Patience um að yrkja kvæði, sem væri 25 línur og línurnar byrjuðu sín á hverjum staf eftir stafrófinu, þannig að eng- l um staf væri sleppt nema x. Þetta gerði Patience hiklaust og frú Curran las kvæðið upp úr sér reip- rennandi. Hver var Patience Worth? Jú, vísindamenn tóku sér fyrir hendur að rannsaka það. Þeir komust að því, að árið 1694 hafði fæðst stúlka í Dorsethéraði á Englandi, sem hafði hlotið nafnið Patience Worth. Þrítug að aldri hafði hún farið til Ameríku og þar höfðu Indíánar orðið henni að bana. Þeir komust einnig að því, að mörg þau örnefni, sem hún nefnir í sögum sínum eru til ennþá í Dorset-héraði, en sum, sem nú eru týnd, voru til á 17. öld. Samband þeirra Patience og frú Curran rifnaði árið 1928, og frú Curran andaðist 9 árum seinna. En enn í dag hefir engum tekizt að gefa neina sennilega skýringu á þessu dularfyllsta fyrirbrigði í bókmenntasögunni. (Billy Rose í „Magazine Digest“)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.