Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 379 flestu eða öllu — eða jafnvel engu — af því, sem Nordal segir um þessi mál, hljóta allir að játa, að hér er á ferðinni maður, sem verð- ur að taka mikið tillit til, þegar rætt er um bókmenntir íslendinga. — ★ — Nordal bendir á, að hin venju- lega skipting sagnanna eftir efni sé ekki örugg. Telur hann því heppilegast að skipta þeim eftir tímaröð, þ .e. eftir því, hversu lang- ur tími sé milli atburðanna og þess, að frásagnir um þá hafi verið færð- ar í letur. Samkvæmt því verða flokkarnir þrír: samtímasögur, for- tíðarsögur (fortidssagaer) og forn- eskjusögur (oldtidssagaer). Því næst rekur hann sagnaritunina í tímaröð og leggur aðaláherzlu á fortíðarsögurnar. Gerir hann það vegna þess, að í þeim flokki eru þær sögur, sem mestrar hylli njóta og eru mestu listaverkin. Við það bætist svo, að stærstu vandamálin eru bundin við þær, allt frá varð- veizlu textanna til spurningarinn- ar um heimildir, ívaf höfunda og afstöðu þeirra til söguefnanna. Nordal sýnir fram á, að bækur af erlendum uppruna hafi verið miklu fleiri en frumsamin innlend rit á 12. öld og einkum verið helgi- rit. Er slíkt eðlilegt, þar sem prest- vígðir menn hafa flutt ritlistina til landsins. En smám saman hafa svo ýmsir höfðingjar, sem jafnframt höfðu margir hverjir hlotið klerk- lega menntun, farið að skrá ýmsan fróðleik á íslenzku. Lögðu þeir ein- göngu áherzlu á sannleiksgildi þess, sem þeir rituðu, og hið hag- nýta gildi, en hvörki lengd né skemmtanagildi. Frá þessum tíma eru rit Ara fróða og enn fremur lög, ættfræði, rímfræði o. s. frv. En svo breytist smekkurinn, þegar líða tekur á öldina. Þá fara menn að semja lengri sögur, þar sem fyrri minaisgreinar og ættartölur verða uppistaðan, en utan um er ofið ýmsu frásagnarverðu, bæði sannsöglegu og tilbúnu. Hefst þessi breyting með ritun konunga sagna, er setja mót sitt\ á þetta tímabil og fram yfir 1200. Bendir Nordal á, hvern þátt Þingeyrarklaustur muni eiga í þessari þróun. En þaðan virðast helztu innlend rit frá þess- um tíma vera runnin, beint eða óbeint. Telur Noidal elztu söguna um Ólaf helga, sem sennilegast er frá um 1170—80, valda hér þátta- skilum. En hámarki ná hins vegar konunga sögur með Heimskringlu Snorra. Með þessu var vegurinn ruddur fyrir framhaldi sagnaritunarinnar og frjálsari tökum á söguefnum. Rekur Nordal þessa þróun ljóslega, hvernig ritun biskupa sagna hefst og ritun elztu íslendinga sagna, sem eru í beinu framhaldi og nán- um tengslum við konunga sögur. Síðan breytast þessar sögur og verða sjálfstæðari og bera æ meir keim af öðrum samtímabókmennt- um, svo sem riddara- og fornaldar- sögum, um leið og hið sannsögu- lega efni þeirra minnkar. Á þess- um tíma verða til listaverk eins og Njála. Þessi þróun heldur svo lengra áfram í átt til skáldskapar á 14. öld, og þá verða til sögur, sem virðast hreinn skáldskapur. Lýkur svo þessari sagnaritun á 14. öld. — ★ — Nordal hyggur, að flestar íslend- inga sögur séu settar saman á tíma- bilinu 1230—1300. Aðalrök hans fyrir því eru þau, að einungis örfá handrit þessara sagna séu til frá 13. öld, og er hið elzta frá um 1250. Hins vegar eru elztu brot af lög- um frá um 1150 og ýmis önnur handrit, t. d. af konunga sögum, frá öndverðri 13. öld. Kemur þetta líka vel heim við sennilegan rit- unarUma. Af þeim sökum er vart annað hugsanlegt, ef íslendinga sögur eru almennt ritaðar um eða fyrir 1200, en einhver handritabrot hefðu varðveitzt, sem eldri eru en frá um 1250. Nordal skiptir íslendinga sögum í fimm flokka eftir þeirri tímaröð, sem hann álítur sennilegasta. Vafa- laust má lengi deila um einstök atriði, eins og hann tekur líka fram, þar sem svo margt er á huldu um þessar sögur. Sem dæmi get ég nefnt, að Nordal telur Eyrbyggju ritaða eftir 1250 og yngri en Lax- dælu, en Einar Ólafur Sveinsson, sem gaf báðar sögurnar út í ís- lenzkum fornritum, telur Eyr- byggju frá um 1220 og eldri en Laxdælu. Af þessu geta menn séð, hversu flókið málið er. Nordal ræðir nokkuð um sann- leiksgildi íslendinga sagna og skoð- anir manna um það. Telur hann, að sögurnar séu verk ákveðinna manna, sem líta beri á sem höfunda þeirra. Hins vegar neitar hann því engan veginn, að kjarni flestra sagnanna geti verið sannur og höfundar þá ýmist stuðzt við munnlegar arfsagnir eða ritað- ar minnisgreinar um merkustu at- burði. Því miður er enginn kostur þess að rekja hér rök Nordals í öllum atriðum, en samt tel ég rétt að geta örfárra, þar sem mönnum er þetta mál hugstætt. — ★ — Fyrst minnist hann á þá skoðun, að íslendinga sögur hafi mótazt að fullu í munnlegri geymd, jafnvel mörgum mannsöldrum áður en þær voru færðar í letur, og þess vegna séu skrásetjarar þeirra ekki nefndir, þar sem þeir hafi ekki litið á sig sem höfunda. Af þessu stafi og það, að sögurnar séu í heild með líku svipmóti. Gegn þessari skoðun færir Nor- dal ýmis rök. Hann bendir á, að sá háttur að skrifa frasagnir orðrett

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.