Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS i 397 Breskar konur og börn að flýja Egyptaland vegna óvissunnar þar. eru að reyna að ná völdum þar, og þar með völdum yfir Egyptalandi. Hefur nýlega frétzt, að fjórir menn í ráðinu sé meðlimir í leynifélagi, sem nefnist „Moslem bræðralagið“, eða á arabisku Ikhwan el Musil- moon. — Þennan leynifélagsskap stofnaði æstur kennari árið 1938. Hann hét Hassan el Banna. Fé- lagsskapur þessi hefur verið plága fyrir Egyptaland og nærliggjandi lönd síðan. Meðal annars hefur hann látið myrða marga menn, þar á meðal forsætisráðherra, hæsta- réttardómara, lögreglustjóra og fjölda annarra manna, sem Banna og hinir öfgafullu fylgismenn hans hafa talið að stæði í vegi fyrir sér. — Æl — Það er örðugt að fá nokkrar upp- lýsingar um leynifélagsskap þenna. En þetta er talinn einhver hættu- legasti félagsskapur síðan „Hasha- shini“ leið — hinn illræmda félags- skap persneskra öfgamanna, sem drukku sig æra í hashish og æddu síðan til manndrápa (af þeim er dregið nafnið assassin um mann- drápara). Litlum vafa er undir orpið, að „Moslem bræðralagið“ hefur miklu liði á að skipa og að það er undir stjórn Mohammed Bey „hershöfð- ingja“. Þessi her hefur til dæmis hvað eftir annað gert árás á herlið Breta hjá Suez. Hann hefur einnig gert árásir á Evrópumenn og haft í hótunum við þá Egypta, sem ekki hafa viljað styrkja bræðralagið með góðu. Skiftar skoðanir eru um það, hvað bræðralag þetta sé fjölmennt. — Sumir segja að félagar þess sé 100.000, aðrir gizka á að þeir sé hartnær ein milljón. — Þeir eru dreifðir alla leið vestan frá Atlants- hafi austur að Kalkútta. Langflest- ir þessara „bræðra“ eru ekki annað en verkfæri í höndum foringjanna, en þeir eru Mohammed Bey „hers- höfðingi“, Saleh Eshmawy ritstjóri blaðs þeirra, sem heitir „Ed Da’awa“, og Hussein el Hodeibi, nýkjörinn „leiðtogi“ bræðranna. Þessi nýi leiðtogi var skipaður nýlega vegna þess að Hassan el Banna stofnandi leynifélagsskap- arins, var myrtur á götu í Kairo. Banna hafði sett sér það markmið að setjast í hásæti Egyptalands og verða kalífi yfir 40 milljónum Mú- hamedsmanna í Austurlöndum. Er talið líklegast að morðingi hans hafi verið gerður út af Farouk, eða þá að lögreglan hafi verið að hefna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.