Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 403 eðlueinkenni, hjarta, lungu og heila og beinagrindarlag. Þeir hafa orpið eggj- um og ungað þeim út í poka. í nátt- úrugripasafniriu í New York er beina- grind af icthyósauros og innan í henni beinagrind af ungviði. Beinagrindur af þessum vatnaeðl- um hafa fundist mjög víða og í ýms- um stöðum, svo að sýnilegt er að þær hafa um eitt skeið verið um öll höf. Sumar beinagrindurnar eru svo stór- ar, að þær mælast allt að 30 fetum á lengd. FLUGEÐLUR Sérstök tegund af risaeðlum voru hinir svonefndu „Pterosauros“ og er nafn þeirra dregið af griska orðinu „pteron", sem þýðir vængur. Ein- kennilegastir í þessum flokki voru hinir svonefndu „pterodactyls“, sem þýðir blátt áfram „vængfingur“. — Vængirnir á þessum flugdrekum voru mjög líkir vængjum leðurblöku, líkt og fitjuð hönd, þar sem yzti fingur- inn er lang-lengstur og sterkastur. En fitin náði niður með hliðunum allt að tánum á fótunum. Þessir flugdrekar voru léttir og beinin merglausar píp- ur. Sumir voru mjög srnávaxnir. Þeir voru með tennur í skoltum og hafa þess vegna sennilega lifað á bráð. Vænghaf hinna stærstu var allt að 20 fet, eða meira, en hinna minnstu ekki nema 2—3 fet. Það yrði of langt mál, ef lýsá skyldi öllum þeim tegundum, sem menn hafa fundið af þessum dýrum, því að þær eru um 500 talsins. Sumar hafa verið smákvikindi, en aðrar risar, eins og t. d. „Brontosauros" (þrumueðlan), sem gat orðið 80 fet á lengd og vóg 50 tonn eða meira. Ekki má þó gleyma að minnast á „Steosauros“ (brynju- eðluna). Hún dró nafn sitt af því að hún var þakin þykkri hornbrynju. Upp úr bakinu voru einkennilegar raðir af þríhyrndum hornplötum er stóðu upp á endann sitt á hvað báð- um megin við hrygginn. Á enda hal- ans voru fjórir hvassir hornbroddar og hefur ekki verið gott að verða fyr- ir höggi af honum. En einkennileg- ast við þessa skepnu var, að hún hafði tvo heila, annan í höfðinu, en hinn aft- ur í mænu og var sá 20 sinnum stærri. En þrátt fyrir þessa tvo heila hefur dýr þetta verið mjög heimskt, og hef- Víða á séra K. O. ODDSON í Tyner í Sask- atchevanfylki í Kanada skrifar ritstjóra Lesbókar á þessa leið: — Ég sá í Morgunblaðinu fyr- ir nokkru að nú eigi að fara að reisa séra Friðrik Friðrikssyni minnisvarða. Þó seint sé, vil ég biðja þig að koma hjálögðum 10 dollurum í fjársöfnunina til þess. Það æru nú rétt 50 ár síðan að séra Friðrik rakst á 10 ára gaml- an strákhnokka, er rogaðist um Austurstræti með rauðmálaðan kassa á mjöðm sér. Hann mun þeg- ar hafa séð, að hér var nýtt stráks- andht á götunni og tók mig tali. Hann settist á húströppur og spurði mig að heiti og hvaðan ég væri. Ég sagði honum hið sanna, að ég hefði komið um haustið frá Seyðisfirði eystra og væri nú að bera út blað. Hann spurði hvort ég vildi ekki koma um kvöldið til sín og syngja og skemmta mér með öðrum drengjum í húsi, sem þar var nálægt og hann sýndi mér. Jú, ég þáði það og kom þangað oft. Man ég vel eftir hve gaman ur hornbrynjan verið því betri vörn en vitið. Sennilega hefur verið hið sama veð- urfar um alla jörð þegar dýr þessi voru uppi. George McReady Price, jarðfræðiprófessor við Union College í Nebraska, segir í bók sinni „The New Geology": „Eftir steingjörving- um þeim að dæma, er fundist hafa í berglögum, bæði af plöntum og dýr- um, hefur hið sama veðurfar verið um alla jörð í fyrndinni, og þetta veð- urlag hefur verið samfelld vorblíða. Það er ráðgáta hvernig á því hefur staðið að öll jörðin skyldi njóta sama hita, en það er staðreynd að svo hefur verið um lengri tíma“. Við þessi góðu lífsskilyrði hafa risaeðlurnar orðið fjörgamlar, og til þess er bent siðar í sömu bók: „Þvert á mpti því sem er um manninn og hin æðri dýr, halda Frihrik vini var að koma þar og syngja, eins og hann bað okkur oft um, „svo hátt, að við rifum þakið af gamla húsinu og svo skyldum við byggja okkur nýtt hús“. Það varð líka, að félagsskapurinn fekk nýtt hús, KFUM, en ég fór alfarinn frá Reykjavík 1913 og var því lítið þar. En ég hefi búið að kynning- unni við séra Friðrik. Alla ævi hefi ég verið bindindismaður, og seinustu 10 árin hefi ég verið for- stöðumaður sunnudagaskóla í þess- um litla bæ, sem ég á nú heima í. Það eru um 50 börn, sem skól- ann sækja og kennarar eru fimm. Ég var með þeim fyrstu, sem seldu „Dagblaðið“ hans Jóns Ólafs- sonar á götunum í Reykjavík. Mig minnir að það kostaði tvo aura eintakið. Svo bar ég út „Reykja- vík“. Vikublöðin voru þá borin út í stórum skrínum, með bandi upp um öxhna.... Ýmsir hér munu kannast við bréfritarann. Hann heitir Kristinn og er sonur Oddfriðs Oddssonar, sem látinn er fyrir skömmu. skriðdýr og fiskar áfram að vaxa alla ævi, svo að stærðin á krókódíl eða skjaldböku segir nokkuð til um, hve lengi þau hafa lifað. Og ef skjaldbaka getur orðið nokkur hundruð ára göm- ul, hví skyldi þá ekki dynosaur hafa orðið miklu eldri og alltaf haldið áfram að vaxa?“ * HVERNIG URÐU ÞESSI DÝR ALDAUÐA? Menn, sem fara með getgátur, halda að vegna veðurfarsbreytinga og gróð- urbreytingar, sem smám saman hafi orðið á milljónum ára, hafi seinast verið svo komið, að risaeðlurnar gátu ekki lengur þrifist á jörðipnL . En menn, sem ekki láta blindast af , fyr- irfram sannfæringum, hafa apnað að segja. Prófessor Lull segir: „Einn af hinum óskiljanlegustu atburðum er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.