Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 9
/eov-Jiuj hinn irægi franski málari ÞAÐ var í uppreisninni 1871. Upp reisnarmenn höfðu náð París á vald sitt, en stjórnarherinn sótti að. Þá fell sprengikúla á hús, þar sem kona lá á sæng, komin að því að fæða. Sprengingin varð svo mikil, að konan hentist fram úr rúminu. Hún var þá tekin, vafin innan í ábreiðu og borin niður í kjallara. Þar fæddi hún son, og þessi sonur er hinn frægi Rouault málari. Engin þægindi voru í kjallaran- um, ekki einu sinni volgt vatn til þess að lauga sveininn. Veröldin tók því heldur hranalega á móti honum. En þrátt fyrir allt lifði hann og dafnaði. Snemma kom meðfædd listargáfa hans í ljós, því að þegar frá 4. ári eyddi hann öllum stundum í það að teikna myndir á hvað sem fyrir var. Fjórtán ára gamall varð hann sendill hjá myndglerja-verksmiðju. Kaupið var lítið, en hann jók það með því að leggja hart að sér. í hvert skifti sem hann var sendur, fekk hann aura til að borga far- vera soldánsríki. Eitt af fyrstu verkum hans í forsetasæti var svo það, að skipa konum að leggja nið- ur andlitsskýlur og hefja þær til jaínréttis við karlmenn. Nú geta konur orðið þingmenn og gegnt æðstu embættum, en ungar og efnilegar stúlkur fá að fara í æðri skóla á Céylon. Er því spáð að þetta muni leiéa til mikilla breyt- inga og framíara a næstu áratug- um. gjald með strætisvagni. Hann stakk aurunum í vasa sinn og hljóp kapp- hlaup við strætisvagninn til þess að svíkja ekki húsbónda sinn. Þessa peninga notaði hann síðan til þess að kaupa sér kennslu á kvöldin í dráttlist. Þegar hann var tvítugur ætlaði verksmiðjustjórinn að hækka kaup hans, en Rouault sagði þá upp og innritaðist í listaskólann (Ecole les Beaux Arts), sem þá var undir stjórn Gustave Moreau. Þarna var þá Henri Matisse einnig við nám. Rouault var jafnan þögull og skifti sér ekkert ^f hinum nem- endunum, en þáð'xom brátt í Ijós að hann vildi ,fara nokkuð sinna eigin ferða í ríiálaralistinni. Fell hann Moreau .vel í geð og þóttist hann viss um að þarna væri efni í listamann. Að vísu spáði Moreau því, að leið hans til frægðar mundi verða löng og ströng. Moreau hjálpaði honum fyrstu árin með því að lána honum pen- inga og gefa honum gömul föt af sér. Og hann tók af honum tvö loforð, sem Rouault hefir haldið alla ævi. Annað var það, að hann skyldi aldrei reykja. Hitt var, að ef hann skyldi vera óánægður með eitthvert málverk sitt, þá skyldi hann ekki fleygja því þegar, held- ur geyma það nokkurn tíma og síðan taka ákvörðun um hvað við það skyldi gera. Mjög náin vinátta tókst með þeim og þegar Moreau dó 1897, fannst Rouault hann vera einh og yfirgefinn í þessum heimi. En Moreau hafði ekki gleymt honum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.