Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 12
402 } LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Furðuskepnur fornaldar UM citt skeið á umbyltingatimum þessarar jarðar, virðist svo sem mest hafi kveðið að furðulegum lífverum á henni. Þessi dýr eru einu nafni nefnd „Dinosauria“, og er það nafn myndað af grísku orðunum „deinos“, sem þýð- ir hræðilegur og „sauros", sem þýðir eðla. (Hér á landi eru þau vanalega nefnd risaeðlur). Steinrunnin bein þessara ófreskja hafa fundist víða um lönd. En mest af slíkum beinum hefur fundist í Norður-Ameríku, og þaðan eru þau komin í flest náttúrugripa- söfn heimsins. Og af þessum fornleif- um hafa menn getað gert sér nokkurn veginn ljóst, hvernig dýrin hafa lit- ið út í lifanda lífi. Merkasti fundarstaðurinn er i Al- bertafylki í Kanada, skammt frá borg- inni Drumheller, i Red Deer River dalnum. Á þessum stað hafa fundist leifar af nær 60 mismunandi tegund- um af þessum risaeðlum. Ýmsir stein- runnir ávextir og steinrunnar plöntur hafa líka fundist þar, og gefa nokkra hugmynd um hvernig gróðri hefur þá verið háttað er þessi dýr voru uppi. Fornleifar þessar eru 90—400 fet und- ir núverandi yfirborði jarðar á þess- um slóðum, en fundust vegna þess að Red Deer áin hafði grafið sig þar mikið niður á seinni öldum. Méð þessum beinafundum hefur birzt ný opna í sögu náttúrufræðinn- ar, því að hér koma fram dýr, sem liðin eru undir lok fyrir ævalöngu. Sum þeirra hafa verið vatnadýr, sum landdýr og sum hafa verið fleyg. Sum voru allt að 80 feta löng og vógu um 38 smálestir. Sum voru rándýr, önn- ur grasætur og gátu „innbyrt“ allt að 1000 pundum á dag. Öllum var það sameiginlegt að heilinn í þeim var mjög lítill, tæplega hálft pund á móti hverju tonni likamsþunga. Til saman- burðar má geta þess að hjá mannin- um er heilinn þeim mun stærri að tvö pund koma þar á móti hverjum 100 pundum líkamsþunga. Hér skal nú sagt frá nokkrum af þessum furðuskepnum. Er þá fyrst að nefna þá ættkvísl, sem nefnd hefur veí-ið „Andarnefju-dinosaurs“. Þeir drógu nafn sitt af því að trýnið á þeim var líkast nefi a önd í laginu. — Af þessum kynþætti var Corythosaurus, en hann var þó frábrugðinn frændum sínum í því, að ofan á hausnum var beinhjálmur, einna líkastur hjálmum hinna fornu Korinthumanna, og af því er nafnið dregið. Hann gat orðið nær 29 feta langur og 10 fet á hæð eins og hann stóð. En ef hann reis- upp á afturfætur til þess að ná í grein- ar á trjám, gat hann teygt sig 18— 20 fet frá jörðu. Annars virðist svo sem þessar skepnur hafi mest lifað á grasi, sem mikill sandur var í, því að mjög slitnar tennur eru í sumum hauskúpunum. Engin hættá var þó á því að þeir yrði tannlausir, því að jafnharðan og einn tanngarður var slitinn niður i góm, óx fram annar nýr tanngarður, og þannig hver við ann- an, svo að í sumum hauskúpum hafa fundist 1000—1500 tennur á mismun- andi aldursskeiði. Þessar skepnur hafa líka leitað sér fæðis i vatni, og jafnvel skjóls þar fyrir óvinum sin- um. Hefur komið í ljós að þeir hafa haft fit á fótum. Skinn þeirra hefur verið tiltölulega þunnt, en þakið smá beinkörtum. Þá koma hinir svonefndu hyrndu dinosauros, eða Ceratopsia. Hafa þeir ekki verið árennilegir, en hornin hafa þeir þó fremur. notað til varnar en árása. Hausinn á þeim var svo stór, að hann var þriðjungur af lengd dýrsins og allur ein hornskel aftur á bak. Trant- urinn var einna líkastur nefi á páfa- gáuk. Rétt fyrir ofan þetta nef var horn, líkt og á nashyrning, en fyrir ofan augun voru tvö horn, sem stoðu beint fram. Þéssár skepnýr voru plöntuætur, gatu orðið allt að 25' fet á lengd og 8 fet á hæð. Einu risaeðlu- eggin, sem fundist hafa, eru undan þessu kyni. Þá er að geta um „tyrannosauros", sem vísindamenn hafa kallað konung risaeðlanna. Hann var 47—50 fet á lengd, og þegar hann stóð á aftur- fótunum og teygði úr sér, náði hann 18—20 fet frá jörðu. Skrokkurinn var álíka digur og á stærstu fílum, og því hefur hann hlotið að vega 8—10 tonn. Framfæturnir voru svo stuttir að hann gat ekki notað þá til gangs, en á þeim voru stórar og beittar klær. Aftur- fæturnir voru gríðar stórir og sterkir og mun hann hafa stokkið líkt og kengúra og getað farið mjög hratt yfir, en hinn mikla hala notaði hann til að stýra sér og til að halda jafn- vægi. Hann var rándýr og lifði ein- göngu á bráð. Hauskúpa hans er rúm fjögur fet á lengd, rúm þrjú fet á hæð og nær þrjú fet í þvermál. í kjálkún- um er tvöfaldur tanngarður og tennr urnar 3—6 þumlunga langar og þuml- ungur í þvermál. Hefur hann verið eitt hið hræðilegasta óargadýr. SJÁVARDÝR. Næst er þá að minnast á þær risa- eðlur, sem kallaðar eru „Ichthyosau- ros“, en það nafn er dregið af gríska orðinu „íchthys", sem þýðir fiskur. Þessi dýr hafa sennilega verið uppi um líkt leyti og risaeðlurnar a landi, en ólu allan sinn aldur í sjó og lifðu á fiski. Á þeim volu fjögur bægsli, bakuggi stór og tjúgusporður. Skolt- arnir voru miklir og langir og stóðu beint fram úr hausnum. í þeim vöru raðir af smáúm tönnum, oddhvössum. Að öðru leyti en þessu báru þeir öll

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.