Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 401 Rouault: María og barniS, máluS á árunum 1914—1927, sýnir hinn ein- falda stíl málarans. hefi ég rétt til þess að mála hinn rísandi dag“, sagði hann fyrir skemmstu. Hann er nú rúmlega áttræður að aldri, og sumum hefði í hans spor- um fundizt mál til komið að hvíla sig. Hann þarf ekki að hafa áhyggj- ur af börnum sínum. Sonur hans er læknir og dætur hans eru vel giftar. Sjálfur er hann fyrir löngu viðurkenndur snillingur. En hann heldur áfram að mála af sömu ákefð og meðan hann var á bezta skeiði. Hann vinnur venjulega 12—13 stundir á dag í vinnustofu sinni, og stundum er hann að dútla við eitthvað fram á miðja nótt. Hann lifir og hrærist í listinni. Um hana hefir hann sagt: „Málari, sem elskar listina, er kóngur í ríki sínu, hversu smátt sem það er. Hann getur gert elda- busku að drotningu, og drotning- una að vændiskonu, ef honum svo sýnist, og ef hann sér þessa eigin- leika hjá þeim, því að hann er skygn. Hann hefir útsýn yfir lífið og allt, sem fortíðin hylur sjón- um manna“. Líf s ven jubreytingar dýra og fugla Stefán Filippussón frá Kálfafellskoti, sem lesendum er að góðu kunnur, fór nýlega að heimsækja fornar stöðvar og síðan hefir hann sent Lesbók þennan pistil. FYRIR rúmum 50 árum, er eg fór alfarinn úr Fljótshverfi, var engin tófa þar. Henni hafði verið útrýmt með skotum og eitrun. Faðir minn var grenjaskytta og lá oft á grenj- um og gekk aldrei frá fyr en hann hafði unnið þau að fullu. Þau gren voru aðallega upp til fjalla, enda helt tófan sig á þeim árum uppi undir jöklum. Svo var farið að eitra fyrir hana. Fórum við upp til f jalla á haustin, skutum rjúpur og sett- um eitrið í þær volgar. Urðu þetta banabitar refanna, enda fór svo, að þeir voru algjörlega horfnir. En nú er aftur orðinn fjöldi af refum í Fljótshverfi og nú hafa þeir breytt um lifnaðarháttu. f stað þess að leggja í gren upp til fjalla, fara þeir nú út að sjó og grafa sig inn í melkollana á sandinum. Hefir það aldrei þekst fyr og vöruðu menn sig ekki á þessu. Var það ekki fyr en í vor að menn uppgötvuðu þetta, því að þá fundust gren þarna í melkollunum og líkur til þess að tvenn hjón mundu hafa farið þar út með hvolpa í fyrra. Þá er að minnast á villigæsirnar. í æsku minni sáust þær ekki í byggð um varptímann. Dvalar- staðir þeirra voru á hálendinu, uppi undir jöklum. Ég kom að Kálfafellskoti, þar sem ég er upp alinn. Þar sá ég tvær gæsir vera að vappa í tún- inu. Ég spurði hvenær þar hefði verið hafin gæsarækt, því að mér datt ekki annað í hug en að þetta væri tamdar gæsir. Þá var mér sagt að þetta væri villigæsir og ætti sér hreiður í gljúfrinu upp frá bænum. Kæmu þær þráfald- lega heim á tún og væri svo spak- ar og óhræddar að þær gengi varla undan hundunum. Á Núpstað sá ég og nokkrar gæsir á leirunum og var mér sagt að þær hefði orpið í klettabeltunum þar fyrir ofan í vor. Hafði ég ekki heyrt það fyrr að heiðargæsin íslenzka væri orð- inn bjargfugl eins og fíllinn, og þótti þetta merkilegt. Það er nú langt síðan að Fljóts- hverfingar hafa ofsótt fugla með skotum. Þeir hafa ekki einu sinni skotið rjúpu. Og vegna þess að þarna hafa allir fuglar haft friðland svo lengi, er nú margt um þá og þeir gæfir og hafa fært sig meira niður í byggð. En þetta er þó alveg nýtt, að heiðagæsir sé heima við bæi og tófan geri sér gren í sand- hólum fram undir sjó. Máltæki segir, að höndin, sem hrær- ir vögguna, stjórni heiminum, en stund- um er þó svo að sjá sem sá er liggur í vöggunni hafi yfirhöndina. — (Frú Tippett). Versti ólátabelgur í barnaskólanum var sonur læknis. Einu sinni þeg- ar kennslukonan gat ekki haft neinn hemil á honum, varð henni að orði' — Ef þú tekur þér ekki fram, þá fer ég til hans föður þins og tala við hann. — Það er bezt fyrir þig að láta það vera, sagði strákur. — Vegna hvers? — Vegna þess að viðtalið kostar 30 krónur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.