Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 6
396 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Órdðin framtíð Egyptalands ÞAÐ er einkennilegur lýður sem safnast saman á hverjum morgni úti fyrir Abbassiye skálanum utan við Kairo, þar sem forsætisráð- herrann hefur bækistöðvar sínar. Þar getur t. d. verið gorillatamn- ingamaður frá Mið-Afríku með gorillaapa í taumi, vegalaus söngv- ari frá Beirut, risavaxinn Negra- höfðingi frá Sudan og hirðingi, sem ræktar hvíta úlfalda. Og svo koma þarna alþýðumenn í hópum, því að Naguib hefur heitið því að taka á móti hverjum manni, sem til hans leitar og láta hann ekki fara erindisleysu. Þetta er bæði erfitt og tímafrekt fyrir hann, enda þótt hann hafi enn staðið við orð sín. Vinnudagur hans er langur. Hann er kominn á fætur kl. 6 á morgn- ana og vinnur oft langt fram á nætur. Naguib gerir þetta vegna þess að honum þykir vænt um þjóðina, og það er einmitt vegna þess, að hann varð foringi uppreisnarmanna, þeg- ar þeir veltu Farouk úr valdasessi. Honum hafði eins og morgum fleiri blöskrað óhófið og bruðl- unarsemin hjá gæðingum Farouks. Hann hafði komizt að því, að að- alsmenn eyddu allt að 300.000 krónum í svalli einnar nætur, en bændur, sem unnu hjá þeim fengu ekki meira en 400 krónur í kaup á ári. Hann hafði horft upp á það, að Farouk og gæðingar hans hófu glæfralega herför á hendur ísrael — eftir að þeir höfðu selt ísrael marga skipsfarma af hergögnum og stungið gróðanum af þeirri verslun í eigin vasa. Sennilega hefur þó Naguib tekið ákvörðun sína um uppreisn einn morgun snemma er hann var á eftirlitsferð í Negev-eyðimörkinni. Hann hafði þá kastað frá sér sein- ustu ónýtu patrónunni, sem herinn hafði verið látinn kaupa af fyrir- tæki, sem Farouk átti. Stóð hann nú uppi berskjaldaður, en leyni- skytta úr liði ísraelsmanna skaut á hann sem ákafast. Hann ber enn ör eftir kúlu, sem hæfði hann, og hann ber enn hatur í brjósti til Farouks og gæðinga hans, sem sviku herinn og land sitt á hættu- stund. Og þegar svo nokkrir upp- reisnarmenn komu til hans og báðu hann að gerast foringja að bylt- ingu, þá var það auðsótt mál við hann. — — Þegar byltingin var um garð gengin — hún hafði aðeins tekið sex klukkustundir — flýði Farouk konungur land á lystisnekkju sinni. En Mohammed Naguib hershöfð- ingi gerðist höfuð bráðabirgða- stjórnar og strengdi þess heit að ráða bót á allri óstjórn hins flýandi einvalds. Þegar fyrstu dagana var aðsetur stjórnarinnar flutt frá Abdin-höll í Kairo til hinna gulu herskála í Abbassij'a. Þar kom hinn nýi ríkis- stjóri sér fyrir í tveimur herbergj- um. I öðru þeirra var skrifari hans, hitt var vinnustofa hans sjálfs og svefnherbergi um leið, þar sem hann gat fengið sér fuglsblund við og við milli þess sem annirnar köll- uðu. Ef þetta hefði verið ævintýr, þá hefði því gjarna mátt ljúka á þenn- an hátt, að því við bættu að hann hefði ríkt vel og lengi og þjóðin lifað í friði og farsæld. En þetta ævintýr er ekki eins og í ævintýra- bókunum. Naguib ríkir ekki í friði þarna í herbúðunum. Hann á í höggi við nýa andstæðinga, sem eru jafnvel verri en Farouk og klíka hans. Það er kunnugt, að hópur ófyrir- leitinna manna stóð að baki Nagu- ibs og beitti honum fyrir sig í bylt- ingunni. Þessir menn standa enn að baki honum, en það er furðu lítið kunnugt hverjir þeir eru. Þeir ganga undir nafninu „Níu manna ráðið“, en nöfnum þeirra er haldið leyndum. Þeir halda fundi sína um nætur og er þá jafnan sterkur her- vörður um fundarstaðinn og öllum bannað að koma í námunda við hann. Þrátt fyrir alla launung hefur það þó kvisazt, að einn af þessum mönnum er Gamal Nassr herfor- ingi, er áður var kennari við her- skólann. Og annar er Anwar Sadar herforingi, sem lagði á öll ráðin um það, hvernig Farouk skyldi steypt af stóli. Þetta eru menn, sem Naguib getur treyst og mundi hann öruggur ef allir hinir væri herfor- ingjar eins og hann. En svo er ekki. Aðrir menn hafa þrengt sér inn í „Níu manna ráðið“ Og þessir menn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.