Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 493 BERGMANNSSTOFA var upphaflega íbúðarhús forstjóra „innrettinganna“. Stoð hun naest kirkjunni (nu Aðalstræti 9) og sneri framhlið að Aðalstræti, en ofurlítill garður var fyrir framan húsið. Einu sinni var hún landfógetabústaður og þá vann Jónas Hallgrimsslon þar meðan hann var skrifari hjá Ulstrup. — Margir nafnkenndir menn hafa átt þar heima, svo sem prestarnir Brynjólfur Sívertsen og Gunnlaugur Oddsson, Bjarni Thorarensen skáld, Olafur Hannesson Finsen sýslumaður, Pétur Guðjohnsen organleikari o. m. fl. í þetta hús var Landprentsmiðjan flutt 1844 og var prent- smiðjan þar í rúm 30 ár. Eftir það var þarna ölsala og síðan fyrsta baðhús bæarins. Ilúsið var rifið 1901. Það sést hér fremst á mvndinni, sem gerð er eftir teikningu í skjalasafni bæarins. hægt að ætlast til þess að prent- smiðjan beri meira en helming kostnaðar af því. Húsið, sem prentsmiðjan keypti, var Bergmannsstofan, þar sem hún hafði verið til húsa. Var húsið sett á uppboð til málamynda hinn 2. marz 1848, og varð prentsmiðjan auðvitað hæstbjóðandi. Kaupverð- ið var 2302 rdl., en auk þess fylgdi dálítill lóðarskiki fyrir 30 rdl. Fyrir framan Bergmannsstofu var afgirt- ur garður bg tók nú bæarstjórn spildu af honum til breikkunar Að- alstrætis og greiddi fyrir hana 30 rdl., sem gengu upp í hin lóðakaup- in, svo að kaupverðið var 2302 rdl. en ekki 2400 eins og segir í „Nýum tíðindum". Prentsmiðjan auglýst Nú á dögum þykir sjálfsagt að auglýsa þegar í stað þegar eitt- hvert fyrirtæki tekur til starfa, flytur sig eða meiri háttar breyt- ingar eru á því gerðar. En þegar prentsmiðjan fluttist úr Viðey og byrjaði að starfa í Reykjavík, voru engin blöð til og menn voru ekki farnir að skilja gildi auglýsinga. Það var því ekki fyr en 1. febr. 1846 að stiftsyfirvöldin gáfu út til- kynningu um flutning prentsmiðj- unnar og auglýstu að hún tæki að sér alls konar prentun. Þar segir svo: „Um leið og ráðstöfun þessi (flutningurinn) gerist heyrum kunnug, er þess jafnframt að geta, að nýlega er búið að útvega prent- smiðjunni betri og fullkomnari leturtegundir, svo vel má fullyrða, að hún sé nú í góðu ástandi. Það er því vonandi að hver sá, er hefur eitthvað fyrir hendi að láta prenta, vilji nota sér af þessari landsins einustu prentsmiðju, en þeim, er nota vilja, og það er sjálfsagt á þeirra eigin valdi, tilkynnist að þeir eftirleiðis verða í því efni að leita stiftsyfirvaldanna. Það er að öðru leyti sjálfsagt, að hver sem fer þessa á leit, hlýtur sjálfur að taka til hvaða letur, pappír eða form (brot) hann vill hafa á bók sinni. Hvað hinar áminnztu letur- tegundir snertir, eru þær helzt með þrennu móti... . Allir mega ganga að því vísu, að vcrðið á prentun og pappír verður ákveðið svo sann- gjarnlega sem kostur er á, þó er ekki hægt að kveða það upp hér, því slíkt er, eins og nærri má gota, komið undir arkarstærðinni og því hve mikið fer á hverja prentaða blaðsíðu. Svo skiftir það og nokkru hvort hlutaðeigandi vill láta prenta mörg eða fá exemplör af bókinni, og verður allt þetta að koma til greina í hvert skifti“. Ári seinne (1847) birtist grein í Reykjavíkurpóstinum um prent- smiðjuna. Mundi hún nú kölluð „áróðursgrein“ frá prentsmiðju- stjórninni. Segir þar meðal annars svo: „Hefur verið leitazt við af fremsta megni og varið talsverðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.