Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 497 Concorde- torgið í París irnir þar inni eru eingöngu spegl- ar, nema hvað 17 geysistórir glugg- ar veita birtu inn í salinn. Að speglasalnum liggur „herbergi konungsins11 ásamt fleiri herbergj- um og ennfremur „herbergi drottn- ingarinnar", sem er í rokokkostíl. Hvert herbergi á sína sögu, sem of langt yrði að rekja hér, en einnar minnist ég sérstaklega. Loftin eru skreytt málverkum, meistaralega gerðum. Listmálari nokkur hafði unnið að því í 6 ár að skreyta loftið í einu her- berginu, en hafði að þeim tíma liðnum fengið nóg af svo góðu, hann varð brjálaður^og fyrirfór sér. Vel skiljanlegt. — Túlkurinn sagði okkur, að 100 milljónir manna skoðuðu Versalahöllina ár- lega og á sunnudögum væru svo mikil þrengsli, að varla yrði þver- fótað. Við vorum heppin, því við komumst greiðlega leiðar okkar. Garðarnir umhverfis höllina, með gosbrunnum, skuggasælum göng- um og grasflötum eru í frönskum stíl og taldir hinir fegurstu í heim- inum. Næst eftir að hafa skoðað Ver- sali, förum við upp í Eiffelturninn, en hann er 300 m. á hæð, byggður úr járni árin 1887—1889 og var hæsta bygging heimsins þar til Ameríkanar byggðu skýjaklúfana, en hinn hæsti þeirra er 379 metr- ar. Við göngum upp á fyrstu hæð í Eiffelturninum, hvílum okkur og fáum hressingu. Tökum síðan lyftu í tveimur áföngum upp í hæstu hæðir og finnum ekki til loft- hræðslu, en fallegt er útsýnið. I Eiffelturninum eru veitingasalir, leikhús, vísindalegar rannsóknar- stofnanir og útvarpsstöð. Næturklúbbar Dagur er að kveldi kominn og eigum við íslendingarnir nú æfin- týri í vændum, en það er að fara á næturklúbba í París. Við höfum þegar lagt fram 3.500 franka hvort okkar og fyrir það fé megum við ferðast milli fjögurra mismunandi næturklúbba og fá eitt staup af kampavíni á hverjum stað. Túlkur- inn safnar saman útlendingum af einum þremur veitingahúsum og ekur með okkur öll í einum bíl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.