Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Page 15
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
501
Notkun kjurnorkunnur
• ÞETTA er útdráttur úr grein í „United Nations World“, og er hún
• eftir Robert Campbell, sem er meðritstjóri tímaritsins „Life“ og skrif-
• ar þar um nýustu vísindi. — Hefur hann kynnt sér rækilega hvers
• megi af notkun kjarnorkunnar vænta.
KJARNORKAN mun aldrei verða
notuð til þess að knýa bíla né hita
upp einstök hús. Hvað sem blaða-
menn segja þar um, þá er ólíklegt
að kjarnorkan muni breyta lifnað-
arháttum vorum, eða landslagi. —
Sennilega mun almenningur, sem
nú er uppi, ekki komast í nein náin
kynni við kjarnorkuna, nema þá
að hann verði fyrir sprengju.
Það er nauðsynlegt að draga
nokkuð úr þeim öfgum, sem fram
hafa komið í bollaleggingum um
notkun kjarnorkunnar. Ekki dettur
mér þó í hug að gera lítið úr þeim
áhrifum, sem kjarnorkan mun hafa
á líf manna. Ef hún drepur oss eigi
alla, þá mun hún bjarga lífi margra
manna, gera menn hraustari, táp-
meiri og líf þeirra að mörgu leyti
betra en áður.
Hvers vegna getum vér þá ekki
vænzt þess, að kjarnorkan knýi bíla
vora og hiti upp einstök hús? Menn
munu skilja þetta ef þeir athuga
hvernig kjarnorkustöð er, eða ofn-
inn, þar sem kjarnorkan er fram-
heimsmynd, því fleiri þurfa athug-
anirnar að vera og ábyggilegri. Það
er vel. Þetta þarf og á svo að vera.
Hin svo nefndu dulrænu fyrir-
bæri, sem ég nefni viðbæri til að-
greiningar frá hinum venjulegu
viðburðum daglega lífsins, eru í
innsta eðli sínu ekkert dularfyllri
en fjölmörg önnur fyrirbæri í ríki
náttúrunnar. Þau vanlar aðeins
tengslin við hina ríkjandi heims-
mynd vísindanna. Þau falla ekki
inn í hana svo vel fari á. Svo er nú.
En þetta getur breyst. Og þá er allt
í lagi.
leidd. í þennan ofn er raðað á viss-
an hátt molum af úraníum, sem í
eru hinir svo kölluðu U 235 frum-
eindakjarnar, er klofna stöðugt við
keðjusprengingu. Við þetta skapast
geislaútstreymi, langt um öflugra
en úr öllum radíumlindum heims-
ins. Með þessum geislum er hægt
að hlaða ýmsa málma og önnur
efni, sem geta haft stórkostlegri
þýðingu fyrir læknavísindin en
nokkuð annað. Auk þess framleið-
ist geisimikill hiti, sem nota má til
að framleiða gufuafl, og þannig er
hér um orkustöð að ræða.
En geislanirnar af kjarnaspreng-
ingunum eru banvænar fyrir hvem
mann. I hverri kjarnorkustöð verð-
ur því að einangra þessa geisla með
því að setja þykkt blýlag og stein-
steypu után um ofninn. — Það er
hægt að búa til jafn litla kjarn-
orkustöð eins og bílhreyfill er. En
þegar einangrunin bætist við, þá er
þetta orðið 50 smálesta ferlíki — og
það er allt of stórt íyrir bíl og jafn-
vel fyrir íbúðarhús-
En á öðrum sviðum er hægt að
nota þennan orkugjafa, t. d. í skip-
um, geimförum, kbfbátum og jafn-
vel í stórum flugvélum. Þetta á þó
sérstaklega við þar sem um hern-
aðartæki er að ræða, er þurfa að
liafa meðferðis orku til langs tíma.
Þegar kjarnorkustöðinni hefur ver-
ið komið fyrir í einhverju farar-
tæki, þá er hún óþrotleg orkuupp-
spretta og varla þarf að bæta úr-
aníum á nema svo sem einu sinni
á ári. í kafbátum og flugvélum
sparar hún því geisimikið rúm, sem
annars þarf til véla og olíugeymslu.
Ekki á þetta síður við um stór skip.
Fyrir geimför væri kjarnorkan líka
ómissandi, þar sem hún getur enzt
von úr viti, en slík geimför þyrfti
meira af olíu heldur en þau geta
borið.
En þó verður að slá hér varnagla.
Það er ekki komið að þessu. Þetta
á yfirleitt langt í land. Nú er verið
að smíða tvær kjarnorkustöðvar í
kafbáta í Bandaríkjunum. Hver
stöð kostar um 40 milljónir dollara.
Það er eðlilegt að herstjórn leggi í
slíkan kostnað, en hann mundi
vera öðrum ofviða og ekki borga
sig. Það er því enn mjög á huldu
hvort einhvérn tíma muni takast
að smíða kjarnorkustöðvar, er henti
t. d. farþegaskipum.
En á iðnsviði er þegar farið að
nota kjarnorkuna á margvíslegan
hátt og svo að segja í hverjum
mánuði er fundin upp ný og ný
aðferð til þess að hagnýta geisla-
orkuna. Til dæmis má geta þess, að
nýlega var fundið upp á því að
hlaða bílhringa með kjarnageislum.
Síðan voru þessir hringar reyndir.
Og þótt slit sé lítið á þeim á mal-
bikuðum vegum, þá losna samt
alltaf agnir úr togleðrinu. Og þar
sem þessar agnir voru nú geisla-
virkar, var hægt að finna þær og
ganga úr skugga um hve miklu slit
á hringunum nemur, og þannig
fundin ný aðferð til þess að ákveða
endingu þeirra.
Ég gat þess áðan að kjarnorku-
geislarnir væri hættulegir fyrir
menn og þeir eru hættulegir fyrir
allax lifandi verui’. Þetta gelur orð-
ið til þess að þeir verði mikið not-
aðir til þess að geyma ávexti og
matvæli óskemmd svo að segja
endalaust. Skemmdir í matvælum
stafa af gerlagróðri í þeim. Það er
hægt að koma í veg fyrir þessar
skemmdir með því að sjóða mat-
væli niður, en þau skemmast alltaf
við suðuna. — Með því að beina
kjarnageislum að matvælunum,
drepast allir gerlar undir eins, en