Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 557 Mikill hluti landsins er fjalllendi og þar býr fólkið. Sjaldan er mjög heitt uppi í fjöllunum og stundum er þar svc^ kalt, að hvítir menn verða fegnir að dúða sig í vetrar- föt. En almenningur þarna hefur ekki nema eina flíkina til að fara í, því að nærföt þekkjast ekki nema meðal hinna ríku. Það þykir gott kaup að fá hálfan Ethiopíu-dal á dag, en það samsvarar tveimur krónum. Það má heita ógerningur að ferð- ast nokkuð um landið án þess að hafa með sér allt til útilegu. Veg- irnir eru ekki annað en götuslóðar eftir asna og úlfalda. ítalir gerðu þarna nokkra góða vegi, en þeir eru nú ónýtir vegna þess að þeim hefur ekki verið haldið við. En nú er þó farið að laga þá og hafa amerískir verkfræðingar verið fengnir til þess. — Eftir þessum vegum fara áætlunarbílar, en gististaðirnir á leiðunum eru þannig að enginn hvítur maður getur sezt þar að nema í lífsnauðsyn. Út um heim fara miklar og sann- ar sögur af náttúrufegurð landsins, en einnig miklar ósannar sögur um ástandið í landinu. Sonur ethiopska sendiherrans í Washington sagði nýlega: „Hjá okkur er verkamanna þjóðveldi“. Ef einhver hefði nú far- ið að spyrja hann frekar um þetta, mundi hann hafa orðið að viður- kenna, að allir þingmenn landsins og allir bæarstjórnarmenn eru skipaðir. Kosningar fara þar aldrei fram. Enga opinbera fundi má halda nema með sérstöku leyfi, og afleiðingin er sú að fundir eru mjög sjaldan haldnir nema þá að stjórnin standi fyrir þeim og leggi til ræðumenn. Menn verða að vera orðvarir í þessu landi. Maður nokk- ur var dæmdur í 18 mánaða fang- elsi fyrir það að hann lét orð falla um að Ethiopía væri „ekki menn- ingarland á öllum sviðum“. Engar bækur eru gefnar út í landinu og í raun og veru eru þar engin blöð. í opinberum upplýs- ingabæklingi um Addis Abeba, er sagt að þar sé níu „dagblöð“, en engin önnur í landinu. Meðal þess- ara „dagblaða“ eru tvö lítil mánað- arrit „Negarit Gazet“, sem birtir ekkj annað en stjórnarvalda til- kynningar. Svo er fjölritað „dag- blað“, sem kemur út í nokkrum eintökum, og að lokum má nefna „Progress", blaðið sem ég átti að stjórna, en gafst upp vegna þess að ritskoðunin var álíka og á dögum fasista. — í blaðinu mátti ekkert standa annað en markaðsfréttir og ferðaáætlanir skipa og flugvéla. — Og að lokum var sagt að bezt væri að hafa ekki annað í því en aug- lýsingar og' riokkrar myndir. Sá, sem lítur eftir blöðunum, er ein- valdur. Ekkert blað má koma út nema með leyfi hans, og nýum blöðum veitir hann ekki leyfi. — Samanlagður eintakafjöldi allra blaða í landinu er talinn vera 1600, en ég held að sú tala sé þó of há. Það er hægðarleikur fyrir stjórn- ina að koma á fjöldafundum þegar henni þóknast, eins og til dæmis þegar hún krafðist þess að Eritrea væri sameinuð Ethiopíu. Fólkið er fúst til þess að æsa sig upp, ef það þykist geta gert valdhöfunum greiða með því. Engir stjórnmálaflokkar eru í landinu, og aldrei er birt .neitt af umræðum í þinginu né dómum, sem upp eru kveðnir. — Keisarinn nýtur ekki fylgis ráðgjafa sinna í framfaramálum, og hann á einnig í baráttu við klerkastéttina, sem snerist öndverð gegn honum þegar hann bannaði þrælahald í landinu. Koptiska kirkjan dregur ofurlítinn dám af kristinni trú, en er blönduð hinni furðulegustu hjátrú, þar á meðal djöfladýrkun. Fræðslukerfið er í raun og veru ágætt og keisaranum til sóma. En það er ekki nema lítill hluti af æskulýð landsins, sem fræðslu nýt- ur. Og fræðslan er bágborin, því að kennararnir eru illa að sér og hjátrúarfullir. Einn af samkenn- urum mínum varaði mig alvarlega við því að kenna drengjunum að synda, því að djöflar mundu drekkja þeim öllum. Þetta var þó einn fremsti kennarinn og er nú orðinn skólastjóri. Aðrir kennarar eru lélegri. Ég var á fundi með nokkrum, og þá hlógu þeir að heimsku minni er ég sagði að jörð- in væri hnöttur. Einn þeirra lét þó sannfærast um þetta. Seinna skýrði hann mér frá því að hann hefði misst rúmlega helming af nemend- um sínum. Foreldrarnir vildu ekki láta börn sín vera í skóla þar sem ættí að telja þeim trú um aðra eins heimsku og þá, að jörðin væri hnöttótt. Bændastéttin er fjölmennust í landinu og hún á við ógnar bág kjör að búa. En stóreignamenn reyna að stæla venjur hvítra manna. Þeir ganga í sams konar fötum og hvítir menn, og þeir búa í húsum, sem ítalir hafa byggt. En sóðaskapur er þar mikill. Hjá auð- ugum „ras“ var mér vísað inn í baðherbergi, sem var eins og svína- stía. Ég heimsótti háttsettan em- bættismann, og þar í anddyrinu mættu mér hæns og geit. Inni í stofu settumst við að borði með glerplötu. „Er borðið mitt ekki framúrskarandi fallegt?" spurði höfðinginn með miklu steigurlæti. Bíll kom frá Bandaríkjunum og ætl- aði inn í Mexiko. Landamæravörður athugaði vegabréfin og sagði svo við ökumanninn: — Þetta vegabréf er í lagi, en get- urðu sannað mér að það sé konan þín, sem með þér er? Ökumaður teygði sig út um gluggann og hvíslaði að honum: — Þú skalt fá 300 dollara ef þú getur sannað að hún sé ekki konan mín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.