Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Qupperneq 11
W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 561 GUÐMUNDUR HALLDÖRSSON: TIIMI — islenzka kornið HÖFUNDUR þessarar greinar var Rangæingur, fæddur á Bakka- velli í Hvolhreppi 4. okt. 1877, en eftir námsvist í Flensborgar- fckóla var hann um skeið við barnakennslu í Vestur-Skaftafells- sýslu, aðallega í Meðallandi. Einnig var hann um tíma sýsluskrifari hjá Guðlaugi Guðmundssyni á Kirkjubæarklaustri. Þannig kynnt- ist hann meltakinu og hinni merkilegu kornvinnslu, eins og hún tíðkaðist í sandasveitum þar eystra. Hefur honum þótt þess vert að skrá lýsingu þeirra vinnubragða, og samdi hann ritgerð þessa 1896 eða ’97, en gaf ekki um að koma henni á framfæri til prent- unar, og fannst hún í fórum hans að honum látnum; hann andaðist 7. okt. 1952. Sú matfangaöflun, sem hér er lýst, mun vera með öllu úr sögunni, og þykir nú vel til fallið að birta ritgerðina hér, enda eru skrif annarra, þó prentuð hafi verið, um þetta sama efni, í fárra manna höndum. INNGANGUR MELUR (Elymus arenarius) telst undir grasættina. Hann er hávax- inn og heldur Ijósgrænni að lit en hafragras, og blöðin — blaðkan — eru nokkuð svipuð á að líta, en stöngin og axið gulnar, þegar á sumarið líður. Ræturnar eru mjög langar og greinast í ýmsar áttir. Hinar grófari tegundir, er næst liggja stönginni, eru nefndar buska, en hinar smágjörvari þvaga eða saumtag. Dregur það að öllum líkindum nafn af því, að það er notað til að stanga og verpa dýnur eða reiðinga (meljur — meldýnur). Er spunninn úr því mjög grófur þráður á stóra tvinningarsnældu, og er þráður þessi einnig nefndur saumtag. Hneigist það þannig: nf. og þolf.: saumtag, þáguf. saum- tagi og ef.: saumtags. Melurinn vex einkum í roksandi og gerir þar mikið gagn með því að binda sandinn — ef svo mætti að orði kveða — og hefta þannig útbreiðslu hans. Þar sem melurinn yex, myndast háar þúfur eða svo- nefndir melkollar (melhólar), því að vindurinn rífur upp sandinn í kringum meltoppana, en nær eigi að feykja því, sem ræturnar halda. Þetta eru orsakir þess, að svæði þau, sem melur vex á — melar, melapláss — eru ávallt óslétt yfir að líta, öldumyndaðir hólar (mel- kollar) og lægðir á milli svo þétt, að í fjarlægð virðist hver hóllinn vera áfastur við annan, en í raun og veru er þó töluvert bil á milli þeirra, svo að t. d. þarf óvíða að krækja fyrir þá á ferðalagi. Roksandar munu hvergi vera meiri hér á landi en í Skaftafells- sýslum, enda eru þar aðalheim- kynni melsins. Hann er notaður þar á mjög margvíslegan hátt. Blaðkan er slegin og þykir ágætt skepnufóður. Úr rótunum er — eins og áður er lauslega vikið að — búinn til reiðingur (meljur og dýnur) bæði undir klyfbera og klyfsöðla, og eru það miklu hent- ugri og þægilegri reiðingar en hinir óviðfelldnu torfreiðingar, auk þess sem þeir eru varanlegri. Útheimtist töluverð kunnátta til að búa þá til, en hér sleppi ég að tala um það, en sný mér að aðalefninu, hinu ís- lenzka korni, sem er fræ melsins. MELSKURÐUR O. FL. ÞEGAR líður á heyannir — 21—22 vikur af sumri — byrjar melskurð- artíminn. Yfirgefa þá allir heyskap- inn og fara út á mela til að skera melinn. Æskilegast er þá, að veður sé þurrt, annars loðir sandur.mjög í axinu, sem getur gert komið mærri ónýtt. Yið melskurðinn er notað verkfæri það, ér1 nefnist sigð eða melasigð, smíðað úr skozku Ijá- blaði, venjulega úr spík, sem orðin er ónothæf við slátt. Er blaðið um 3—4 þuml. á lengd og fest við mjó- an bakka á sama hátt og ljáblað við ljábakka, en bakkinn ekki hafður breiðari en svo, að nægi- legt sé fyrir göt og nagla, sem festa hann við blaðið. Á blaðinu er þjó, sem rekið er upp í skaftið eða fest með járnhólk. Er skaftið 24—25 þuml. að lengd og 3—3Vz þuml. að ummáli. Melskurðarmaðurinn heldur efst um skaftið á sigðinni með hægn hendi, en tekur utan um melstang- irnar fyrir neðan axið með þeirri vinstri (vanalega eina og eina, þar sem melurinn er strjáll). Síðan er skorið á stangirnar niður við jörð með því að draga að sér sigðina. Þegar lokið er að skera handfylli melstöngla, er talið, að búið sé að skera einn skurðarhnefa, sem svo er nefnt, og verður melskurðar- maðurinn auðvitað að losa höndina í hvert sinn, sem hann lýkur við slíkan skurðarhnefa, og leggja mel- stönglana í bunka. Þegar búið er að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.