Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Síða 16
f 666 T
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
því að sjaldnast finnast þau um leið
og þau rekur að landi.
Árið 1935 fannst flöskuskeyti rekið
á land á vesturströnd Ástralíu og var
talið að það hefði farið umhverfis
hnöttinn á 2447 dögum. Þýzkt rann-
sóknaskip hafði fleygt þvi í sjóinn hjá
Kergulen-ey og er haldið að straum-
ar hafi sífellt borið það í austurátt,
þangað til það lenti aftur á Ástralíu.
(Natural Magazine).
Iflaustnútt
Drúpir yfir hljóðum heimi
húmsins dökka mjúka sæng.
Fjarlægðar í fjærstum geimi
flýgur skin á geislans væng.
Niður streymir fró og friður,
fyllir jarðar nætursvið.
Ljúfra drauma léttur kliður
ljóðar hvísli eyra við.
Þreyttar verur höfði halla,
hvíla rótt við skaut þitt jörð.
Drottinn sér um sína alla,
setur hjá þeim helgan vörð.
T
FLUGSÝNINGIN. — Þessi mynd er af flugsýningunni hér í Reykjavík hinn 20.
september. Margar flugvélar eru að hefja sig til flugs samtímis. Fremst fer
síldarleitar flugvélin, eign flugskólans Þyts. Hún var keypt i Englandi í sumar
og kom fljúgandi þaðan og var siðan við sildarleit fyrir Norðurlandi. — Næst
henni kemur sjúkraflugvél Björns Pálssonar og Slysavarnafélagsins, sem óefað
hefur bjargað mörgum mannslífum með því að koma sjúklingum nógu snemma
í sjúkrahús. Þar fyrir aftan eru svo fimm flugvélar, sem fengið hafa „byr und-
ir báða vængi“ og eru þar á meðal tvær stórar farþegaflugvélar.
— Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
ÁRMAR.
Aldir.
Við „aldatal“ skil ég það tal, sem'
menn höfðu sér til stuðningar, til þess
að geta sagt fyrirfram um tunglkom-
ur og hátíðahöld, hvenær vera skyldu,
og sem fyrst kom til íslands með
kristni. Það er upprunalega frá Grikkj-
um og Rómverjum komið á Norður-
lönd, en á miðöldunum höfðu klerkar
og kirkjumenn það mest um hönd,
því þeirra var að segja fyTir um öll
hátíðahöld og það, sem þar að lýtur.
í fornritum íslenzkum er þess víða
getið, bæði í annálum, Rímbeglu og
annars staðar og eru þessar þrjár
„aldir“ —svo hafa fornmenn snúið hinu
latneska orði Cyclus um vissan tiltek-
inn árafjölda — einkum taldar:
Tunglöld (cyclus lunaris) eða 19 ára
öld, Sólaröld (cyclus solaris) eða 28
ára öld, og páskaöld hin meiri (cyclus
paschalis magnus) eða 532 ára öld,
sem mynduð er með því að margfalda
sólaröldina með tunglöldinni, eða 28
xl9. Páskaöldin meiri er og stundum
kölluð „gamla öld“ í fornritum ís-
lenzkum, en hin meiri eða mikla var
hún aðeins köllúð til aðskilnaðar frá
tunglöldinni, er og stundum var köll-
uð páskaöld, af því hún einkum er
höfð til að finna páska með. (Gísli
Brynjólfsson).
Tvöfaldur samhljóðandi.
Um árið 1836 hugkvæmdist Kon-
ráði Gíslasyni sú óheppilega regla, að
rita tvífaldan samhljóðanda hvar-
vetna í íslenzkum orðum, jafnvel á
undan öðrum samhljóðanda í sömu
samstöfu, þar sem hann væri tvífald-
ur í rótstöfu orðsins, t. d. að rita
kyrrð, kyrrt, af því að tvífalt r er
í rótstöfu viðlagsorðsins kyrr. Þessari
óheppilegu reglu hefir hann fylgt í
útgáfum sínum af íslenzkum sögum,
og þannig leiðst til að setja í þær
orðmyndir, er eigi finnast í neinu
handriti og eru ósamkvæmar eðli
málsins. í stað þess að fylgja þessari
gjörræðilegu reglu hefði hann átt að
rannsaka rithátt hverrar einstakrar
orðmyndar eftir hinum elztu og beztu
handritum. (Dr. Jón Þorkelsson
rektor).
Jörundur hundadagakóngur
var vel að sér í fornum fræðum.
Hann þekkti eigi aðeins beztu útgáfur
af fornsögum vorum, þær sem þá voru
til, heldur einnig rit Þormóðs Torfa-
sonar, Björns á Skarðsá og mörg
fleiri. Þótti honum Englendingar held-
ur skeytingarlitlir um rit þessi, þar
sem þeir gæti margt af þeim lært. í
bréfi, sem hann ritaði Hooker meðan
hann var um borð í fangaskipinu, sem
átti að flytja hann til Ástralíu, segir
hann svo: „Goðafræði og fomöld
Norðurlanda mundu, ef menn kynnt-
ust þeim, varpa birtu yfir sögu Bret-
lands, sem er myrkviðri á elztu tím-
um, af því brezkir sagnaritarar kunna
ekki Norðurlandamál. Ég hefi sjálfur
lagt meiri stund á fornaldarsögu Norð-
urlanda og goðafræði, en nokkuð ann-
að. Margir Englendingar þykjast vera
þaullærðir og þekkja út í hörgul
kvennafar og brellur Júpíters, en hafa
ekki heyrt nefnd á nafn Óðin, Þór og
Freyu“. Bréfið er, ásamt fleiri bréfum
Jörundar, geymt í British Museum.