Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Side 8
766
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Ressastaðakirkja að innan eins og hún var þegar íslenzka ríkið eignaðist hana.
Hér sést tiglagólfið milli bekkjanna, milligerðin með súlunum og ljósakrónan.
Beggja megin við altarið voru súlur og sín mvndin hvorum megin, svo gaflinn
hafði á sér svip.
turninn, þrír fuglar og fjaðra-
brúskur yfir. Er það skjaldarmerki
Moltke, sem var stiftamtmaður
þegar kirkjan var fullger. Þá var
inni í kirkjunni að norðanverðu
„stór mynd af Páli Stígssyni hirð-
stjóra (d.1566), höggvin úr gulleit-
um marmara norskum, og er hann
myndaður þar í herklæðum ....
en á miðju kórgólfinu legsteinn
Magnúsar Gíslasonar amtmanns og
hlerar yfir“.
„Kirkjan sjálf er stór og rúm-
góð innan, gólfið var lagt með múr-
steinum, gulum og rauðum, reist-
um á rönd og settum í rauða og
gula tígla á víxl. Beggja megin í
framkirkjunni voru stólar til
beggja hliða. Prédikunarstóllinn að
sunnanverðu nær kórnum. Milli
kórs og framkirkju voru tvær súl-
ur málaðar eins og marmari, og
bogi uppyfir á milli, en stórar gylt-
ar kúlur sín á hvorri súlu. — Á
prédikunarstólinn voru málaðar
olíumyndir guðspjallamannanna.
Gagnvart prédikunarstólnum var
„salurinn", sem svo var kallaður.
Það var einskonar lofthús, með
súlum undir og gluggar á allt í
kring ,en stólar inni. Þarna sátu
höfuðsmennirnir og þeirra hyski.
— Kórinn með timburgólfi og
bekkjum umhverfis, og sátu þar
allir heldri menn og skólinn. Alt-
arið var blátt áfram og fyrir fram-
an gráturnar skírnarfontur úr tré,
stór skál flatvaxin, á fæti, illa gerð-
ur og tinfat í. Altaristaflan var
mynd kvöldmáltíðarinnar, allstór,
en lítið vönduð. Beggja megin við
altarið hengu stórar töflur með
grafletri. (Sú að sunnan var yfir
Pál Beyer). — Á suðurhlið kórs-
ins voru dyr, sem aldrei voru opn-
aðar, þar hefir höfuðsmannsfólk-
ið og stiftamtsmanns gengið um.
— í kórnum hékk ljósahjálmur, all-
snotur, og var hann gefinn kirkj-
unni í minni tíð af Kristínu Ög-
mundsdóttur, ráðskonu á Bessa-
stöðum. — Fremst í framkirkjunni
var loft nokkuð um þvera kirkj-
una og grindur fyrir framan, en
stigi lélegur við annan enda upp
að ganga. Þar var dimmt, en þó
fór fólk þangað upp“.
BÆNDAKIRKJA
Þannig var þá hin seinasta kon-
ungskirkja á Bessastöðum.
Árið 1867 hafði Grímur Thom-
sen makaskifti við konung á
Belgsholti í Borgarfirði og Bessa-
stöðum, og fór að búa þar árið
eftir. Bessastaðir voru elzt kon-
ungseign hér á landi, því að Hákon
konungur gamli hafði sölsað þá
undir sig ásamt öðrum eignum
Snorra Sturlusonar. Höfðu Bessa-
staðir þá verið í konungseign um
600 ára skeið, en urðu nú bónda-
eign, og fylgdi kirkjan.
Grímur andaðist að Bessastöðum
1896 og eignaðist þá Landsbankinn
jörðina. Síðan urðu ýmsir eigend-
ur að henni, séra Jens Pálsson 1897,
Skúli alþingismaður Thoroddsen
1898, Bessastaðahreppur 1916, Jén
H. Þorbergsson 1917, Björgúlfur
Ólafsson læknir 1927 og Sigurður
Jónasson forstjóri 1940. — Búast
mætti við, að viðhald kirkjunnar
hefði stundum lent í undandrætti
vegna eigendaskifta, en samt er
það glæsilegasta tímabil hennar
meðan hún er bændakirkja, því að
henni var skilað með sínum upp-
runalega svip að því tímabili loknu.
Að vísu er sagt að Grímur hafi ekki
skeytt mikið um hana, en Skúli
Thoroddsen mun hafa sýnt henni
fullan sóma. í tíð Jóns Þorbergs-
sonar gekkst þjóðminjavörður fyrir
samskotum til kirkjunnar og lögðu
þá ýmsir mætir menn nokkuð af
mörkum og fór þá fram viðgerð á
kirkjunni eftir því sem fé entist.
Og bæði Björgúlfur Ólafsson og