Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 771 Hópur Garðstúdenta undir Lindinni. — Myndin er tekin í maí 1910. — Garð- prófastur dr. jur. Jul. Lassen er 3. tii vinstri fremst á myndinni. Vísiprófastur Skouboe er 3. frá Jul. Lassen (standandi). — Nokkrir íslenzkir Garðstúdentar eru einnig á myndinni, þar á meðal höfunuur þessarar greinar. varð sextugt fyrir skömmu. — Þeir >j--u og mikinn þátt í störfum ís- iendingafélagsins í Kaupmannahöfn, er var nokkru eldra. A Garði voru margs konar hlunn- indi. — Lestrarsalurinn á Garði var stór og viðhafnarmikill, fyrrum not- aður sem kirkju- og prédikunarsalur; þar helt Grundtvig prófprédikun sína 1810. Háskólinn hafði salinn um tima fyrir hátíðasal, eftir skemmdir þær, er háskólinn beið í stríðinu 1807. Bókasafn var þar gott og frammi lágu til aflestrar nýustu tímarit á ýmsum helztu málum og dagblöð í ríkum mæli. í salnum var lítil bronsstytta af Hostrup, stúdentaskáldinu fræga, er samið hefur leikritið „Genboerne“, er lýsir lífinu á Garði og sýnt hefur verið hér í Reykjavík. í vísnasöng- bók Garðs, er að finna mörg kvæði eftir Hostrup og fleiri Garðstúdenta, meðal þeirra hin þjóðkunnu dönsku skáld Winter, Ploug og P. Möller. Hostrup varð síðar sóknarprestur við hallarkirkjuna í Hilleröd á Sjálandi. Á salarveggjunum mátti sjá myndir af Garðpróföstum og vísipróföstum og ýmsum merkum Garðbúum, þar á meðal af Niels Finsen, er garðinn hefur frægastan gert. Mynd var þar af Eiríki vísiprófasti Jónssyni Bergs- sonar prests í Einholti og konu hans Sigríðar Eiríksdóttur frá Hoffelli. — Eiríkur hefur verið skörulegur mað- ur, er sópað hefur töluvert að. Þjóð- skáldið okkar góða Jónas Hallgríms- son bjó á Garði á stúdentsárum sín- um í fimmtu stofu á þriðja gangi. Hann fluttist af Garði 1836. Fleiri okkar helztu skálda hefur Garður haft heiðurinn af að hýsa. Þessi miklu salarkynni voru veg- leg umgjörð utan um minningar- hátíðirnar í félagi gamalla Garðbúa (Regensianer Samfundet). Þær voru sóttar af menntamönnum hvaðanæva úr Danmörku. Háaldraðir öldungar skemmtu sér hér með stúdentunum og rifjuðu upp fyrir sér minningarn- ar frá stúdentsárunum á Garði og var þá oft mikið um dýrðir, og á dans- leikunum er haldnir voru nokkrum sinnum á vetri. Allt fór fram af rnik- illi kurteisi og prúðmennsku, og jafnt þótt púnskollan, er í var bland- að marglitum veigum, brugguðum og brenndum, svo upp af stóð blár log- inn, stæði á miðjum borðum. Ölteiti tókst að stilla mátulega í hóf, þó ríflega væri veitt, en það bar eigi ósjaldan við að gengið var frá all- miklum leifum af þessum dýra miði og hálffullar skálar bornar inn í eld- húsið á næsta gangi til geymslu þar yfir nóttina, en einatt þóttust menn taka eftir því, að furðanlega hafði fjarað mjöðurinn, er vitjað var að morgni. Inni í hljómlistarsálnum, er gengið var í úr lestrarsalnum, gafst þeim, er vildu, tækifæri til að iðka hljómlist. Hér hafði söngfélag Garð- búa æfingar, og hljómleikar og sam- söngvar voru haldnir nokkrum sinn- um á ári. Einn salarveggjanna var þakinn hópmyndum af Garðstúdent- um frá því fyrst var farið að taka slíkar myndir. íþrótta- og skilminga- salur var í kjallaranum í vesturálm- unni. Þar voru heit og köld steypi- böð, en slíkur aðbúnaður var ekki nærtækur öllum, þótt í sjálfri kóngs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.