Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Side 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Side 18
776 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fremur en ég gengi af sjálfsdáðum. En ég var svo heppinn, að næstur fyrir framan mig var risavaxinn Marokkobúi. Hann las með hárri röddu og sérstökum hreimi ritn- ingargreinir úr Kóraninum. Nú er arabiskan, og þá sérstaklega arab- iskan á Kóraninum, skáldleg og hljómfögur, og í munni þeirra manna. sem með hana kunna að fara, er hún hrífandi. Og meðan ég barst þarna með straumnum rangsælis um Kaaba, drakk ég í mig setningarnar eins og svala- drykk. Að þessu loknu fór ég út um Safa-hliðið, og nú lá það fyrir að hlaupa á milli hæðanna Safa og Marwa. Sagan segir, að á þessum stað í evðimörkinni hafi Abraham yfirgefið Hagar og Ismael son þeirra. Hagar hljóp á milli hæð-, nnna til þess að Vita hvort hún á fýrn^.'jb^ergi vatn, én jað lokum léiddi GTabrjel engill hanat*'áð .viss- i|m stað og þai^spratt upp hið tær- afita vatn við fætur drengsins. Þessi sama uppspretta segja Múhameds- menn að komi nú fram í Zemzem- lindinní, sem er inni í musterinu. En hlaup pílagrímanna milli hæð- anna á að rifja upp fyrir þeim leit hinnar örvílnuðu móður að vatni. m Milli hæðanna Pílagrímarnir verða að hlaupa sjö sinnum milli þessara hæða. — Leiðin liggur fyrst meðfram must- erinu og síðan eftir hinum þröng- setnu verslunargötum. Ég lagði snemma á stað, en samt sem áður höfðu kaupmenn breitt úr vörum sínum og fólk streymdi til kaffi- húsanna. — Sárfættur og móður fleygði ég mér inn í þröngina, rakst á menn og var stjakað í hverju spori. Ég reyndi að leysa þetta hlaup eftir settum reglum, en ég varð fremur að hugsa um að halda jafnvæginu en að hugsa gott. Þeg- ar ég hafði sneitt fram hjá seinasta kaupmanninum og lesið lokabæn- ina, gekk ég lafmóður að stól hjá rakara, en það er einn af helgisið- unum að láta stýfa hár sitt þegar maður hefur lokið Safa-Marwa hlaupinu. Faðir minn á hús í Mekka og ég átti von á honum. Hann ætlaði að fljúga frá Damaskus til Jidda, hafn -arborgar Mekka. En svo leið og beið, að hann komi ekki. Ég varð hræddur um að hann mundi hafa verið stöðvaður. Ég hafði sjálfur komizt að raun um, að ekki var hlaupið að því að komast inn í borgina, því að vörður var haldinn Utan við hana og fengu ekki aðrir að halda áfram en þeir, sem höfðu skilríki sín í lagi. Ég fór því út að aðalhliðinu og beið þess hvort faðir minn kæmi ekki. Þar beið ég lengi og sólskinið var steikjandi. Allt í einu kom gljáfægður vagn inn um hliðið, staðnæmdist og út úr hon- um steig faðir minn. „Salaam aleikum“, mælti hann blíðlega. „Friður sé með þér“. „Og friður sé með þér“, svaraði ég. Nú var haldið heim og fyrirskip- unum rigndi niður eins og neistum. Þjónn hljóp á stað til að kaupa brauð og ávexti í matinn. Annar hljóp út um borgina að tilkynna vinum föður míns að hann væri kominn. Sá þriðji fór að taka til í húsinu. Um kvöldið var margt manna heima. Þar voru menn frá Pakist- an og Indonesíu, Tyrklandi og Er Riff. Þeir sátu þar í hring flötum beinum og sötruðu kælda Yoghurt- mjólk. Einn þeirra tók mig tali, ekki til þess að spyrja nýunga frá Bandaríkjunum, heldur til þess að vita hvort ég væri ekki orðinn blendinn í trúnni. „Þú hefur dvalizt meðal fram- andi þjóðar, sem dýrkar framandi guði“, sagði hann. „Ég vona að þú hafir ekki gleymt heiðri Islams“. „Hvernig ætti ég að geta það?“ svaraði ég. En honum var það ekki nóg. — Hann minnti mig á það, að tæpri öld eftir að spámaðurinn dó, hefði fáni hans blakt yfir stærra ríki en rómverska ríkið var, að það hefði náð frá Cadiz til Cathay, frá Njörva -sundi til Tartaralanda. — Hann minnti mig á að hinir sigursælu Múhamedsmenn hefði reist háskóla í Sevilla, Granada, Kairo, Fés, Cor- doba og Bagdad. Hann talaði lengi um þau vísindi, sem þeir hefði fært Evrópuþjóðum, læknisfræði, efna- fræði, jarðræktarfræði, stærðfræði, stjörnufræði og heimspeki. Þegar hér var komið greip skeggj aður Sýrlendingur fram í: „Ég held nú að þetta hafi ekki verið mesta frægðarverk okkar, heldur hitt, að undir stjórn okkar gátu kristnir menn, Gyðingar og Múhamedsmenn lifað í sátt og samlyndi og þó hver haft sína trú. Gyðingar komust til dæmis í æðstu valdastöður undir stjórn ýmissa kalífa. Og minnizt þess, að kristinn maður varð stórvesír í Bagdad. Og á Sikiley, undir stjórn Aghlabite Múhamedsmanna frá Túnis...." Hér fann Adam Evu Næst lá fyrir að fara til Arafa, en þangað eru tæpir 30 km frá Mekka. Á þessum stað eiga píla- grímarnir að vera hinn 29. ágúst, eða níunda daginn í mánuðinum Dhu ’l-Hiija. Þar fer fram það sem kallað er „wuguf“, sem þýðir að standa frammi fyrir guði. Þetta er veigamesta atriðið í allri pílagríms- göngunni, því að sá, sem ekki hefur staðið berhöfðaður að Arafa fram til sólarlags þennan ákveðna dag, hefur ekki fullnægt pílagríms skyldum sínum. Hvers vegna fer þetta fram að Arafa? Það er vegna þess, að hér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.