Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Side 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Side 25
Tilhugalíf Gröndals Nokkur atriði úr endurminningum hans MEÐAN þeir voru saman í Kaup- mannahöfn Jón Sigurðsson og Benedikt Gröndal, var það siður Jóns að gefa honum almanak á hverju ári, innbundið og gylt og með eyðublöðum milli mánaða, svo að hægt væri að skrifa þar ýmis- legt sér til minnis. Þessi almanök notaði Gröndal sem dagbækur, og eru þær nú allar geymdar hér í Landsbókasafninu. Má í þeim finna ýmsar góðar setningar, en hér verður aðeins tekið það, sem hann minnist á ástamál sín. En til þess að skilja það betur, verður fyrst að taka ofurlítinn kafla úr sjálfsævisögu hans (Dægradvöl): Árið 1867 var alþingissumar, og var Jón Sigurðsson á þingi; kona hans Ingibjörg var með honum eins og vant var. Þetta sumar voru þau í höfn Jón Hjaltalín og Guð- rún. Jón Sigurðsson bjó á horninu á Stokkhúsgötu og Austurvegg, og var langt til hans; húseigandinn var Wilhelm Schram, tóbaksversl- unarmaður ríkur og í ætt við Schramana, sem voru fyrir norð- an — hvort það hefir staðið í sam- bandi við það, að Jón leigði þar, veit ég ekki. Þar hafði Jón allmikil húsakynni, en illa fyrirkomið, að mér þótti, því fyrst var langur gangur, og lágu þar dyr út á; var fyrst komið inn í stássstofuna og þaðan inn í herbergi Jóns eða dag- legu stofnuna, þar sem Jón sat og kona hans. Nú var Jón á þingi, en frú Thor- grímsen, ekkja Sigurðar landfó- Gröndal og Ingigerður. geta, var þar í húsinu og bjó þar, hin virðulegasta og bezta kona; hún hafði verið þar lengi, en flutti þaðan seinna, ég veit ekki hvers vegna. Einhvern tíma fyrst í ágúst kom ég þangað — ég man ekki hvað ég var að vilja — og þá sá ég tvo kvenmenn standa við gluggann innst í ganginum; önnur var Magdalena Lichtenberg, sem þá var orðin ekkja, en hina þekkti ég ekki; hún var há og vel vax- in, og leizt mér strax á hana, þó ég ekki sæi hana nema álengdar. Það getur verið að ég hafi örvast af því að mig var farið að langa til að fá mér konu, og svo var mér og farið að leiðast Hafnarlífið, en ég hafði enga útsjón til að losast við það. Eg man nú ekki hvernig þetta fór, nema hvað Guðrún Hjaltalín kom mér til Magdalenu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.