Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Qupperneq 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Qupperneq 30
788 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Eg helt að þú mundir ekki vita það,“ sagði strákur, „hvar eg hafði falið fataræflana mína. en eg vissi að þú mundir annað hvort gefa mér önnur föt betri, eða engin. Eg vissi líka að eg mundi ekki missa ræflana, eins og þú getur nú séð. Og nú muntu ráða hvort þú leggur nokkuð fram fyrir Maríu, því að ekki finnst mér að hún hafi geíið mér þessa tutra.“ Biskup brosti að svari hans og mælti: „Guð og María gefa allt það, sem betra er að hafa en án vera, og nú er bezt að þú fáir tólf alnir af vaðmáli frá Maríu.“ Hímn varð allfeginn og þakkaði Guð- mundi biskupi forkunnar vel fyrir. Dúfuleikur EINN í þessum leik er dúfa, annar hrafn, og svo eru ungar dúfunnar einn eða fleiri. Dúfan leggst til svefns og grúfir sig niður. Þá segir hrafninn: „Sefur, sefur dúfan?“ „Já“, segir dúfan, „hvað er framorðið?" „Það er kominn miður morgunn“, segir hrafninn. „Bezt er þá að sofa,“ segir dúfan. Þegar hún er sofnuð aftur, fer hrafninn til eins ungans og segir: Eg skal gefa þér gull í skel, eg skal gefa þér silki í stél. Unginn trúir þessu eins og nýu neti og fer þá krummi burt með hann og felur hann. Þegar krummi kemur aftur, segir hann: „Sefur, sefur dúfan, sefur hún enn?“ „Já, hvað er framorðið?" segir dúfan. „Nú eru komin dagrnál," segir krummi. „Bezt er þá að sofa,“ segir dúfan og hallar sér út af, en krummi fer til næsta unga og flekar hann með sér á sama hátt og hinn. Þannig gengur þetta koll af kolli, nema krummi færir tímann fram í hvert skifti sem dúfan spyr, þangað til hann hefur falið alla ungana. Þá segir hann að komin sé náttmál. Þá vaknar dúfan og fer að gráta þegar hún sér ekki ungana sína og segir: „Æ, æ, hvar eru ungarnir mínir, hvar eru ungarnir mínir? Komið þið ungarnir mínir.“ Svo fer hún að leita og krummi þykist leita með henni, en gerir allt sem hann getur að villa um fyrir henni. Þegar dúfan finnur ungana fer hún með þá heim í hreiðrið. Ungarnir segja henni nú að krummi hafi lofað sér gulli í skel og silki í stél. Snýr hún sér þá að krumma og segir: „Eg vil fá gullið, sem þú lofaðir". En krummi kemur með alls konar undan- brögð og vífilengjur. Þá segir hún: „Eg vil fá silkið, sem þú lofaðir". — En krummi færist undan á sama hátt. Og þegar þetta hefur gengið nokkuð lengi, biður dúfan ungana að vara sig á hrafninum og láta hann ekki blekkja sig framar, því að hann muni hafa ætl- að að eta þá. Og svo getur leikurinn hafizt að nýu. >._(★} ______■> Ljós og myrkur BAKKABRÆÐUR höfðu tekið eftir því, að veðurlag var kaldara á vetrum en á sumrin, og eins hinu, að því kald- ara var í hverju húsi, sem fleiri og stærri voru á því gluggarnir. Þeir þótt- ust því vita, að allt frost og bitra væri af því komið, að hús væri með glugg- um. Þeir tóku sig því til, og gerðu sér hús með nýu lagi, að því leyti sem þeir höfðu engan glugga á því, enda var kolniðamyrkur inni, sem nærri má geta. Þeir sáu reyndar, að þetta var dálítill galli á húsinu, en bæði hugg- uðu þeir sig við það að hlýtt mundi verða í því á vetrum, og eins heldu þeir að mætti bæta úr því með góðum ráð- um. Þeir tóku sig því til einn góðan veðurdag, þegar glaðast var sólskin um hásumarið, og fóru að bera út myrkrið úr húsinu í húfum sínum, sumir segja í trogum, hvolfdu úr þeim myrkrinu, en báru aftur í þeim sólskin inn í hús- ið, og hugðu nú gott til birtunnar eftir- leiðis. En þegar þeir hættu um kvöldið og settust að í húsinu, sáu þeir ekki heldur en áður handa sinna skil. ___^:*}>>----- Jólasveinar SUMIR segja að jólasveinarnir sé 9, eins og stendur í þulunni: „Jólasveinar einn og átta“. Þeir tínast að einn og einn fyrir jólin og hverfa svo einn og einn. Til þess bendir vísan: Niu nóttum fyrir jól þá kem eg til manna. Upp á einum háum hól þar stendur mín kanna. Hér er líka gert ráð fyrir því að jóla- sveinarnir sé 9, ef þetta á við þann fyrsta, sem kemur. En flestir telja þó að þeir hafi verið 13 og hafi sá fyrsti komið hálfum mánuði fyrir jól, en sá seinasti farið á þrettándann, en þá er talið að jólin sé úti. Menn þekkja líka 13 nöfn á þeim og eru þau þessi: — Stekkjarstaur, Giljagaur, Pönnusleikir, Pottasleikir, Þvörusleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakræk- ir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrók- ur og Kertasníkir. Þeir eru stórir og ljótir, luralegir, en ekki kemur mönnum saman um það hvernig þeir voru vaxnir. Almennast er talið að þeir sé klofnir upp í háls og fæturnir kringlóttir. En aðrir segja að þeir sé tómur búkur niður í gegn. Þeir eru í röndóttum fötum með stóra gráa húfu á höfði og hafa með sér gráan poka. Þeir lifa mest á því sem talað er ljótt um jólaleytið, en annars benda nöfn þeirra á það hvað þeir girnast mest og hvernig þeir haga sér. Svo hættir þeim við að vilja fara í jólamatinn fólksins, einkum barnanna. Þeir eru mjög meinlausir og gera eng- um illt, nema helzt að þeir hrekki löt og óþæg börn. Af allt öðru sauðahúsi er jólasveinn- inn, sem kemur með gjafir til barn- anna. Það er glaðlyndur öldungur, sem gengur á milli til að gleðja aðra. Hann er alltaf í rauðri skikkju og með rauða skotthúfu á höfðinu, og á því má þekkja hann frá hinum jólasveinunum. ____ ' A’ ABfaheímsókn EINU SINNI var það á bæ nokkrum fyrir vestan, að allt fólkið ætlaði til aftansöngs á aðfangadag og gat ekki komið heim fyr en daginn eftir. En einhver þurfti að vera heima til að gæta bæarins og bauðst bóndadóttir til þess. Og þegar allir voru farnir, tók hún sig til og sópaði allan bæinn hátt og lágt og setti kertaljós í hvert horn, uppi og niðri. Og er hún hafði lokið því gekk hún út á hlað og bauð huldufólki heim, með þeim formála, sem vant var að hafa: Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.