Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 319 munum, er vér höfum bjargað frá glötun, og bæði vér, Norðmenn og Svíar erum bundnir menningar- lega og þjóðlega jafnsterkinn bönd- um sem íslendingar. Við þetta bæt- ast enn þær afleiðingar, er slík af- hending hefði í för með sér Ef leggja á siðferðilegan rétt til grundvallar afhending handrita til einhvers lands, þar sem þau eru sköpuð, hlýtur sama að gilda, hvort sem viðkomandi ríki hefir verið i sambandi við það land eður ei: siðferðilegan rétt er ekki hægt að einskorða við slíkt ríkisréttarsam- band. Ef vér afhentum íslenzku handritin og viðurkenndum, að þetta væri siðferðileg skylda vor, mundi það vera fullkomlega ósið- legt af oss að segja nei við kröfum frá sjálfstæðu Indlandi um afhend- ingu hinna frægu Palihandrita, sem Rasmus Rask fékk fang á, eða til Irans um afhendingu hinna ekki ófrægari Zend-Avesta handrita, er þeir Rask og N. L. Westergaard söfnuðu. Ef Indland eða Iran eiga siðferðiskröfu til þessara muna, hljóta þau að eiga hana, hvort sem þau hafa verið í ríkjasambandi við Danmörk eða ei. Og frá þessu sjón- armiði hins siðferðilega réttar yrð- um vér að telja það afleitt, er Eng- land neitar að afhenda hin miklu söfn sín indverskra handrita til Indlands og egypzkra papyri til Egyptalands. Það myndi vera frá- leitt að staðsetja handrit frá slík- um sjónarmiðum: vísindin þekkia engin landamæri og' geta ekki fylgt þjóðlegum viðhorfum, slíkt myndi leiða til fullkominnar ringulreiðar um vísindaheimildir. Látum oss hugsa um afleiðingar grískrar kröfu um, að öll grísk handrit, sern nú eru dreifð um víða veröld sem hlutar af þekktum söfnum, skyldu safnast aftur í Grikklandi, sem á aðeins lítinn hluta af þeim. Sú framtíðarsýn, er bæri fyrir augu vor, að sérhvert land skyldi eiga sín eigin handrit, er í fullkominni andstöðu við allar alþjóðavenjur fram til þessa, og að loka vísindi hverrar þjóðar inni á sínum eigin bási, myndi verða stórt spor stigið aftur á bak í menningu þjóðanna. Gagnvart ísl. fullyrðingum, að Árni Magnússon myndi hafa arf- leitt Reykjavík að safni sínu, ef til hefði verið háskóli eða bókasafn á dögum hans og að Brynjólfur biskup hafi sent Friðriki 3. hand- ritagjafir sínar þungum huga, verð- ur að segja, að enginn veit neitt um það, þetta eru tilfinningar ís- lendinga á vorum dögum, sem ranglega eru gerðar upp íslending- um á allt öðrum tímum og með allt önnur viðhorf. Annars má minna á það, að hinn mikilsmetni lær- dómsmaður Finnur Jónsson, er var prófessor í norrænni málfræði við Kaupmannahafnarháskóla árin 1887—1928 og formaður Árna- nefndar, og viðurkenndur forystu- maður í skýringum skáldakvæð- anna, var algerlega andvígur öllum umræðum um að skila íslenzkum handritum, er voru í eigu Dana, og var hann þó þjóðhollur íslenzkur maður, en hann arfleiddi kgl. bóka- safnið í Kaupmannahöfn að öllum skjölum sínum ,og þetta gerði hann á þeim tíma, er Reykjavík hafði fyr ir löngu eignazt bæði bókasafn og háskóla. Nú er rætt um, að Danir geti látið sér nægja að fá ljósprentaðar útgáfur af handritunum og að slík- ar ljósprentanir sé jafnvel læsi- legri en frumritin. Þetta á þó alls ekki við meiri hluta íslenzku hand- ritanna, þareð skinnin eru vegna upprunalegrar geymslu sinnar venjulega hrjúf og svört af reyk og eru því lítt hæf til Ijósmyndun- ar. En hvað sem þessu líður mun alltaf verða svo, að geymslustaður frumritanna verði eðlileg miðstöð þeirra rannsókna, er tengdar eru handritunum og þessar rannsóknir snerta ekki sögu og tungu, goða- fræði, menningar- og félagsmál ís- lendinga eingöngu, heldur allra Norðurlandabúa og þessvegna er við slíkar rannsóknir nauðsynlegt, ef ekki er aðeins að ræða um út- gáfur texta, að hafa greiðan að- gang að svo stórum bókasöfnum, sem ísland á ekki og mun ekki eignast um langan tíma, ef það þá nokkurn tíma eignast þau. Vér skorum á ríkisstjórn og ríkisþing að athuga, að afhending handritanna mundi fá alvarlegar afleiðingar, er brátt kæmu í ljós, og myndu skapa stjórnarvöldunum ný og mjög erfið vandamál. Og vér myndum mjög harma það, ef úrlausn þessa máls yrði gerð út frá öðrum en algerlega efnislegum sjónarmiðum. Sam- kvæmt skilningi vorum geta hin hlutlægu rök aðeins leitt til þeirr- ar niðurstöðu, sem einnig er í sam- ræmi við allar alþjóðavenjur á þessum sviðum, að handrit verði kyrr, þar sem þau eru oghafaöldum saman verið með fullgóðum rétti. NDIR þetta ávarp hafa ritað rúml. 360 manns, flestallt nafn- kunnir menn í ábyrgðarstöðum. Það er enginn vafi á því, að þeir, er stóðu fyrir þessu ávarpi, hafi gert sér far um að safna undirskrift- um úr öllum stéttum þjóðfélagsins í þeirri vissu von, að ríkisstjórn Dana og ríkisþing. myndi glúpna fyrir þessu vaska liði, er teflt skyldi fram. Mér telst til, við lauslega at- hugun, að á skjali þessu séu nöfn nál. 60 prófessora í Kaupmanna- höfn -og Árósum og nál. 36 bóka- varða og safnamanna. Það er þetta lið nál. 100 prófessora og safna- manna, er stendur fastast gegn af- hending handritanna. Til þess að prýða þenna hóp eru yíir 30 nöfn frægra yfirlækna og lækna, milli 20 og 30 lögreglustjóra, dómara og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.