Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 323 í heimalandi hans, Frakklandi. Katólskir berjast við Hugenotta, mótmælendur. Descartes kemur heim nógu snemma til að taka þátt í síðustu viðureign þeirra, sem lýk- ur með því að La Rochelle, höfuð- vígi mótmælenda, fellur. En Des- cartes hlýtur að hafa verið undar- lega innanbrjósts: Richelieu hafði sigrað. Ríkisvaldið var einrátt og lagði allt einstaklingsfrelsi í fjötra. Katólska kirkjan hafði sigrað og lagði allt andlegt frelsi manna í fjötra. Og aðalsmaðurinn Descartes hafði hjálpað til þess, að skapa þjóðfélagsaðstæður, sem dæmdu heimspekinginn Descartes til dauða! Þann Descartes sem lagt hafði mótmælendum og hinum nýja tíma frelsisins lið í Hollandi. ----★---- En heimspekingurinn Descartes vill ekki deyja. Hann flýr Frakk- land og kveður aðeins nánustu vini sína. Hann fer til Hollands, lands- ins, sem engan ofsótti fyrir að hafa nýjar hugmyndir og rita bækur. — Þannig hefst þriðja og síðasta tímabil ævi hans: starfsárin. Fiórum árum síðar hefur hann lokið fyrstu bók sinni Cosmos. Bókin var komin í prentun þegar fregnir bárust um að vísindamað- ur einn, Galileo að nafni, hefði verið fordæmdur af katólsku kirkj- unni fyrir að halda fram þeirri villukenningu að jörðin snerist. En nú hafði Descartes einnig í verki sínu, Cosmos, sett fram sömu skoð- anir og Kópernikus og Galíleó. Descartes vissi að kirkjan myndi því einnig fordæma þetta rit. Bróð- ir hans hafði lýst yfir fyrirlitningu sinni á því starfi Descartes að rita bók. Átti hann nú líka að kalla yfir sig reiði kirkjunnar? Hann lét stöðva prentun bókarinnar og stakk henni undir stól. Önnur fjögur ár liðu áður en Descartes lét bók frá sér fara. Það Hagyrðingum hentar bezt hring:hending'a baga. íslendinga er yndi mest inni á þingi Braga. Þá við óðar aringlóð ítar íróðir standa, stuðlum góðum lagað ljóð lyítir þjóðaranda. Hvort sem réði henda drótt harms eða gleði-vaka, léttir geð og Iífgar þrótt lipurt kveðin staka. ----rr-«a- Hljómur kvæða í kappafans á klungrum, hæðum, sléttum, flaug um æðar fáks og manns, fjölgaði skæðum sprettum. Er við kára tökin traust trylltust bárusogin, halur knár, með kyngiraust kvað við áratogin. Mörg og góð er minningin manns i hljóðum barmi, er sætur ljóðasöngurinn svæfði á móðurarmi. Meðan annars íslenzkt mál cinhver kann að skrifa og finnst í ranni frónskum sál, ferhendan mun lifa. EINAR EINARSSON «>----------------------------------------------------- BRIDGE A K D 10 8 V D 6 2 ♦ 8 6 4 2 * D 5 A G 5 V K 9 5 4 ♦ G 9 4. Á 9 7 6 4 ★ 7 V Á 10 8 7 3 ♦ D 10 3 * K 10 8 3 N V A S A Á G 9 4 3 2 V G ♦ Á K 7 5 A G 2 Sagnir voru: s V N A 1 sp. pass 2 sp. pass 3 sp. pass 4 sp. pass pass pass Spilin liggja illa og það er auðséð, að S—N geta misst 4 slagi, einn í hjarta, einn í tigli og 2 í laufi. En það var þó ekki svo slæmt að segja 4 spaða, því að V—A hefði hæglega getað unn- ið 4 hjörtu. En S lék á andstæðingana og vann spilið. Hvernig? Þið skuluð sjá. V sló út H4 og A drap með ásnum og sló aftur út lághjarta. Nú hefði S getað drepið með trompi, en hann gerði það ekki. Hann gaf af sér, ekki lauf, eins og flestir mundu hafa gert, held- ur tigul. V drap með HK og fiýtti sér að slá út tigli. S drap með ásnum og tók síðan slag á TK. Því næst s'ó hr.nn út SÁ og síðan lágspaða undir kóng- inn. Nú var HD fríspil og í hana ileygði S tigli af hendi. Svo sló hann út tigli í borði og trompaði. Og nú var T8 frí í borði og í hana fór annað laufspilið á hendi. ^ *' ff var kver um heimspeki, sem hann kallaði Discours de la Methode. í þessari bók sem er raunar aðeins kafli í stærra riti, Essais Philo- sophiques* er kjarni heimspeki hans fólginn — og skal hennar nú að nokkru getið. *Á síðustu sjö árum ævi sinnar réit Descartes verk sín. Önnur helztu rit hans eru Meditationes de prima philo- sophia og Prinsipia. LEIÐRÉTTINGAR í grein um William Morris ui’ðu þess- ar töluvillur: 1844 og 1845 eiga að vera 1874 og 1875. Dánarár Morris hefir einnig misprentast, 1895 en átti að vera 1896. í greininni, Þegar Katrín var flengd, misprentaðist á tveimur stöðum Björn f. Bjarni (Haildórsson sýslumaður), bls. 303, 1. d., 4. línu og bls. 304, mið- dálki 2. línu. Þeir, sem halda Lesbók- inni saman eru beðnir að leiðrétta þetta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.