Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 4
320 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lögfræðinga, margir skólastjórar og kennarar, ritstjórar blaða og rit- höfundar, bókaútgefendur, konsúl- ar og aðalkonsúlar, kammerherrar og kammerjunkarar, borgarstjórar og biskupar, allmargir prestar og prófastar, kaupmenn og útgerðar- menn, yfirmenn í dönsku ráðuneyt- unum, verkfræðingar og söngvarar. leikhússtjórar og leikarar, arki- tektar, sporvagnaforstjórar, yfir- menn í hernum, bankastjórar og hagfræðingar, garðyrkjumenn og lyfsalar, tónskáld og myndhöggv- arar, húsmæðraskólakennslukonur og íþróttaumsjónarmenn, yfir- skógarverðir og bændur, kaptein- ar og organistar, ferðaskrifstofu- forstjórar, og er enn langt frá, að fulltrúar ýmissa stétta eða starfs- greina hafi verið nefndir. Vinir vorir í Danmörk verða að sætta sig við að mörgum íslendingi verður á að brosa, er þeir heyra, að teflt er franl sporvagnaforstjóra, skógaryfirverði, forstjóra Græn- landsverzlunar og öllum þeim marglita hópi manna, er stendur undir ávarpinu, til þess að sanna stjórn og þingi Dana, að íslending- ar eigi engan rétt til handrita sinna Ég hirði ei um að andmæla hér röksemdafærslu Dana á þessu skjah, enda hafa íslendingar marg- oft sett fram skoðanir sínar um þetta mál allt, en mönnum vil ég benda á að lesa m. a. ágæta grein í Eimreiðinni 1940 eftir Gísla Sveinsson, fyrv . sendiherra, er flutti kröfur íslendinga í dönsk- íslenzku nefndinni 1937 og síðar, og snjalla ræðu dr. Einars Arnórs- sonar, er hann flutti á vegum stúdenta 1. des. 1951, en sú ræða hefir verið sérprentuð. Það er gagnslaust að rifja upp það, sem orðið hefir, nema til þess að þekkja gang málsins, og sú spurning vaknar þá: Hvað skal nú til varnar verða vorum sóma? Ég hygg, að gott sé, að Danir viti, að íslendingar muni aldrei sætta sig við hálfa afgreiðslu þessa máls og að gagnslaust sé að eiga viðræður við íslendinga um að skila nokk- urum hluta handritanna, en halda öðjrum eftir í Danmörk, líkt og kemur fram í áliti dönsku 13 manna nefndarinnar. íslendingar krefjast allra sinna handrita og gott sam- komulag milli Dana og íslendinga getur aldrei orðið fyrr en kröfum vorum hefir orðið framgengt. Það er einmitt hið góða samkomulag og vinátta milli þjóðanna, sem vak- ir fyrir forsætisráðherra Dana Hans Hedtoft og menntamálaráðherra Bomholt, að stofnað verði til með afhending handritanna og vér ís- lendingar erum í engum vafa um, að tilboð þeirra hafi verið gert af heilum hug og í vináttuskyni, þótt það beri sorglegan vott um, hve lítt þeir eru kunnugir hugarfari ís- lendinga. Ég hygg, að þá hafi brost- ið kjark til að ganga á móti yfir- lýsingum safnamannanna og pró- fessoránna víð Hafnarháskóla og hafi því gripið til þessarar uppá- stungu, er nefnd hefir verið bæði Salómonsdómur og Kólumbusar- egg. Ég lái þessum dönsku ráðherr- um ekki, að þeir hafa að svo stöddu ekki treyst sér til að ganga lengra. Kaupmannahafnarháskóli telur sig eiga Árnasafn og í Dan- mörk kemur það ekki fyrir, að ríkisstjórn og þing virði ekki sjálfs- ákvörðunarrétt háskólans. Meðan meiri hluti háskólaráðs í Kaup- mannahöfn er á móti afhending handritanna í Árnasafni, mun eng- in dönsk stjórn þora að ganga í berhögg við háskólann. En nú hef- ir það áunnizt á síðustu árum, að aðeins vantaði 1 atkvæði til þess, að háskólaráðið samþykkti fyrir sitt leyti afhending handritanna. Bendir þetta í þá átt, að sá tími muni koma, að háskólinn verði fús á að verða við óskum íslendinga, ef þeir halda fast óg vel á sínum málum. Danir hafá talað um að afhenda íslendingum handritin að gjöf, ef til þess kemur. Oss er sama, á hvern hátt þetta verður, en ef oss auðnaðist að fá öll handritin heim sem vinargjöf frá Danmörk, ber oss að sýna Dönum vinsemd á móti og gefa þeim vinargjöf. Ég er fús á að stinga upp á, þegar öll handritin eru komin heim, að Dön- um verði gefin bygging í Kaup- mannahöfn, er íslendingar láti reisa og nefna mætti Institut for is- landsk Forskning, og þangað skyldu ljósprentanir allra handrita sendar, er íslendingar munu taka að sér að láta gera. Auk þess skyldi stofnun þessi útbúin öllum ritum, er varða íslenzk fræði og íslenzka menning að fornu og nýju og ber íslendingum einnig að sjá um allan útbúnað þessarar byggingar. For- stöðumaður sé Islendingur, er sé nákunnugur bæði dönsku og ís- lenzku menntalífi og skal honum m. a. vera falið að snúa á dönsku þeim ritum íslendinga um menn- ingu þeirra að fornu og nýju, sem ætla má, að eigi erindi til Dana og þeim þætti vænt um að fá. Hér í Reykjavík skyldi á sama hátt stofna Institut for dansk Forskn- ing, sem hefði svipuðu hlutverki að gegna. Forstöðumaður þess skyldi vera Dani, er kynni bæði málin jafnvel og hlutverk hans væri að þýða á íslenzku þau dönsk rit um menning þeirra og bók- menntir, sem ætla mætti, að íslend- ingum þætti vænt um að fá. Þessi forstöðumaður gæti verið prófess- or í dönsku við háskóla vorn og bæri þá íslendingum að stofna slíkt embætti. Á þenna hátt og þenna hátt einan væri unnt að tryggja vinsamlegt samband milli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.