Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 327 Guðriin Á. Símonar óperusöugkona ar af því hve slátrun var minni en endranær í haust vegna fjárskiftanna, var í lok mánaðarins ákveðið að flytja inn 100 tonn af kjöti frá Danmörku. Aftur á móti varð framboð á kartöfl- um miklu meira en innan lands mark- aður gat tekið við, vegna mikillar upp- skeru s. L haust. Voru enn miklar birgð ir óseldar um land allt og uggur i mönnum að þær ónýttist og stórfé færí þar í súginn. VERKLÝBSMÁL Vegna ráðningar færeyskra sjó- manna á bæartogarann Þorstein Ing- ólfsson höfðu sjómenn af hinum bæ- artogurunum í hótunum um að ganga af skipunum. Þorsteinn var kominn á stað í vciðiferð, en var snúið aftur og svo varð hann að hætta veiðum vegna manneklu (13.) Fulltrúaráð verklýðsfélaganna fór fram á að breytt væri kjarasamning- um þannig, að þeim sé hægt að segja upp með mánaðar fyrirvara. Vinnu- veitendafélagið taldi þetta ekki fært (27.) Verkalýðsfélögin fóru þá að segja upp samningum hvert af öðru. FJÁRMÁL OG VmSKIFTI Reykjavíkurbær tók að sér rekstur brunatrygginga í bænum frá 1. og tryggingarnar sjálfar um miðjan mánuð. Iðnaðarmálastofnun íslands fær 317 þús. króna styrk á þessu ári frá Banda- ríkjunum til kaupa á tækjum og til þess að standast rekstrarkostnað (3.) Alþingi ákvað að skipuð yrði 7 manna nefnd til þess að athuga hag togaraútgerðarinnar, sem nú stendur völtum fótum. Vísitalan var óbreytt, 158 stig (15.) Viðskiftasamningur var gerður við Rúmeníu og gildir hann til ársloka 1955 (15.) FRAMKVÆMDIR Samþykkt hefir verið að Glerárþorp skuli sameinast Akureyrarkaupstað um næstu áramót (8.) Bæarstjórn Reykjavíkur hefir sett sér það markmið að útrýma með öllu braggaíbúðum í bænum á næstu 4—5 árum (14.) t .*, %¦ Wffllj Alftirnar frá Akur- eyri koma til Reykja- víkur Áfengisvarnaráð var skipað sam- kvæmt nýum áfengislögum frá Alþingi. Eiga sæti í því (kosin af Alþingi) Magnús Jónsson alþm., Kjartan Jó- hannesson alþm., frú Guðlaug Narfa- dóttir og Kristinn Stefánsson fríkirkju- prestur. Formann skipar ráðherra. Áfengisvarnaráð hefir það verksvið að vinna gegn áfengisnotkun í landinu og hefir samvinnu við allar áfengisvarna- nefndir og yfirstjórn þeirra (14.) Árnesingafélagið hefir ákveðið að endurreisa gömlu skólavörðuna í Skál- holti (29.) Á tilraunabúinu á Sámsstöðum feng- ust 140 tunnur af korni s. 1. haust. Það verður nú selt til útsæðis (29.) ÝMISLEGT Klukkunni var flýtt um eina klukku- stund aðfaranótt 4. april. Hreindýrastofninn á Austurlandi hefir tvítugfaldast seinustu 14 árin (7 ) Hreppsnefndarkosningin sem fram fór í Kópavogshreppi 14. febr. s. 1. var dæmd ógild vegna formgalla, er gátu' ráðið úrslitum. Verður því að fara fram ný kosning í hreppnum (11.) Fyrir forgöngu bindindisfélags kenn- ara verður haldið námskeið í bindind- isfræðum í Reykjavík í júní. Kennari verður Erling Sörli skrifstofustjóri frá Osló (9.) Akureyrarbær gaf Reykjavík álfta- hjón og grágæsahjón. Fuglar þessir eru nú á tjörninni í Reykjavík (14.) Faraldur kom upp á Seltjar¦¦ rnesi og veiktist rúmlega 70 menn. Er I ilið að hér sé um svonefndan „taugaveikis- bróður" að ræða og muni kominn frá smitun úc m.jólk (28.) FUS Heimdallur boðaði til fundar um handritamálið í Reykjavík og var dr. Alexander Jóhannesson málshefj- andi (30.) (Tölur í svigum merkja dagsetn- ingu Morgunblaðsins þar sem nán- ari fregnir er að finna). Það var kvikfjármarkaður í Hjörring í Danmörk og maður nokkur frá Vendil -skaga stóð þar og horfði á. Þá vék sér að honum stór og bústinn kaupsýslu- maður og spurði hvort hann hefði ekki orðið var við svínavagninn frá Binds- lev. — Ónei, veltist þú af honum á leið- inni? I_k_

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.