Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 2
f 313 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS harðstjórn, verður um langt árabil að halda uppi harðri baráttu og deilum til þess að endurheimta dýrmæta fjársjóði sína, er lagðir voru í sameiginlegt bú Dana og ís- lendinga á tímum einveldis- og harðstjórnar, en hefðu að sjálf- sögðu átt að skilast aftur, er skiln- aður varð milli landanna. Rödd íslands mun aldrei þagna í þessu máli fyrr en öll handritin eru kom- in heim. Mikilverðasti atburðurinn í máli þessu á undanförnum árum, er hef- ir átt sinn mikla þátt í því, að' Danir þybbast enn við að verða við kröfum íslendinga, er áskor- un nál. 360 mikilsmetinna Dana til þings og stjórnar þeirra að skila ekki handritunum til íslendinga, og var sú áskorun samin eftir að 49 danskir lýðháskólastjórar lýstu því yfir, að Dönum bæri að verða við kröfum íslendinga. Þetta skjal hefir aldrei verið birt, að því er ég bezt veit, hvorki í Danmörku eða á íslandi. Það er eins og leyni- vopn, sem liggur í stjórnarskrif- stofum Dana og bendir ríkisstjórn Dana á, að ef hún hyggist að verða við kröfum íslendinga, muni þess- ir menn beita áhrifum sínum til þess að hindra framgang afhend- ingar handritanna. Þegar kunnugt varð, að mikils- megandi stjórnmálamenn og stjórn- arherrar Dana voru þess fýsandi að leysa handritamálið, tóku nokkurir af þessum 360 mönnum sig saman um að efna til hinnar alræmdu sýningar á íslenzkum handritum í Kaupmannahöín til þess á þann hátt að reyna að koma í veg fyrir, að íslendingar fengju málum sínum framgengt. Þeir töl- uðu, eins og kunnugt er, af miklum fjálgleik um ágæti hinna íslenzku handrita, er væru eign Dana bæði að lagalegum og siðferðilegum rétti, dönsk menning ætti að veru- legu Ieyti tilveru sína að þakka þessum handritum, er væru meira virði en þrjú merkustu söfn Dana o. s. frv. Það er nauðsynlegt íslendingum að kynnast rökum hinna 360 Dana, því að þeir eru höfuðandstæðing- ar íslendinga í handritamáhnu, og þareð í þeirra hópi eru margir æðstu embættismenn ríkisins, heí'i ég þýtt ávarp þeirra til dönsku stjórnarinnar, en það er að finna í Ijósprentuðu skjali, er liggur í Landsbókasafninu. Apríl 1947. TIL RÍKISSTJÓRNAR OG RÍKISÞINGS Nú er kröfur eru gerðar um það af íslands hálfu, að skilað sé til Islands öllum íslenzkum handrit- um, sem eru í dönskum söfnum, þ. e. a. s. hinum íslenzka hluta safns þess, er í erfðaskrá Árna Magnússonar var gefinn háskólan- um sem óaðskiljanleg heild, og þeim íslenzkum handritum, sem eru í eigu konunglega bókasafns- ins, verður að fylgja meðferð þessa máls af hinum mesta áhuga og ár- vekni af öllum þeim, er skilja hið mikla gildi þessa máls fyrir nor- ræn og alþjóða vísindi, og verður með festu að vísa frá þeirri full- yrðingu úr ýmsum áttum, að mál þetta í Danmörk sé aðeins áhuga- mál nokkurra fárra vísindamanna, bóka- og skjalavarða. Vér skulum fyrst minna á, að af hálfu íslands hafa margsinnis ver- ið hafðar uppi kröfur um afhend- ing íslenzkra muna. 1927 var gert samkomulag milli íslands og Dan- merkur og samkvæmt því voru allmörg skjöl og handrit skjala- eðlis og safn uppdrátta afhent úr dönskum bókasöfnum og skjala- söfnum og ennfremur voru afhent úr Árnasafni þau eintök, er hægt var að sanna um, að fengin höfðu verið að láni, en Árni Magnússon hafði ekki fengið eignarheimjld á. Þessa afhending varð að líta á sem lokaafgreiðslu, þareð hún raun- verulega náði yfir allt það, sem ís- lendingar óskuðu þá. Samt sem áður var árið 1938 gerð full krafa til handritanna í dönsk- íslenzku nefndinni, en Danir í þeirri nefnd vísuðu til samkomu- lagsins 1927, er væri lokaafgreiðsla. Ári eftir gerðu íslendingar sömu kröfu, en með sama árangri. Er íslendingar slitu konungssamband- inu við Danmörk í síðustu styrjöld, hugðust þeir hafa fengið nýjan grundvöll undir kröfum sínum. Þeim er þó orðið ljóst núna, að gagnslaust er nú að hafa uppi laga- legar röksemdir eins og oft hefir verið gert áður, en að vísa verði eingöngu til siðferðilegs réttar, sem ætti aftur á móti að vera að- eins íslands megin. Þessu verður að mótmæla ein- dregið. Danmörk á íslenzku hand- ritin með fullum lagarétti og hefir fyrir löngu unnið hefð á þeim, en vér eigum þau einnig með siðferð- isrétti, sem leiðir af því, að mörg þeirra myndu án frumkvæðis Dana hafa óhjákvæmilega glatazt og að frá Dana hálfu hefir verið varið bæði verulegum fjárfúlgum og vinnu til þess að kynna hand- ritin og koma þeim á framfæri fyr- ir alþjóða vísindi. En hér við bætist, að efni þess- ara handrita varðar ekki aðeins íslenzk atriði, en er að verulegu leyti þáttur í samnorrænum bók- menntum og að ekki sízt Danmörk, en fornbókmenntir hennar þekkj- ast aðeins af ritum Saxa, hefir eðlilega orðið sá staður, þar sem menn tóku í gæzlu sína íslenzku handritin, er hafa varðveitt gaml- ar sagnir og kvæði um elztu sögu vora. Vér höfum með réttu árið 1927 skilað öllu aftur, sem eingöngu varðaði ísland, en með jafnmikl- um rétti vísum vér frá oss þeirri hugsun, að oss beri að skila aftur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.