Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 8
324 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Þetta gerð/zí í aprílmánubi FORSETAHJÓNIN herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þór- hallsdóttir voru allan þennan mán- uð á ferðalagi um Norðurlönd i op- inberum heimsóknum, fyrst í Dan- mörk, þá í Svíþjóð og seinast í Finn- landi. Var þeim hvarvetna fagnað mjög hjartanlega. Hefir aidrei verið skrifað jafn mikið um ísland í Norð urlandablöðin eins og á þessum tíma. Úr hinni opinberu heimsókn til Noregs gat ekki orðið að sinni vegna fráfalls Mörtliu krónprins- essu. En forsetahjónin fóru til Nor- egs og voru við útför hennar. Ólafur Thors forsætisráðherra sigldi í erindum fyrir stjórnina. Bjarna Benediktssyni menntamála- ráðherra var falið að gegna for- sætisráðherrastörfum í fjarveru hans. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra varð að taka sér hvíld frá störfum um hríð vegna lasleika. Skúli Guðmundsson alþingismaður var settur til að gegna einbætti f jár- málaráðherra á meðan. VEÐRÁTTA Fyrra hluta mánaðarins voru um- hleypingar, en alltaf hlýindi fram til mánaðamóta. Lauk svo þessum óvenju milda vetri. Um miðjan mánuð var víða um land byrjað að vinna á tún- um, og er það mánuði fyrr en vant er. Þá voru tún tekin að grænka og í lok mánaðarins voru tré byrjuð að laufgast í húsagörðum. Víðast umlandið var jörð klakalaus og mátti því vinna að jarðabótum, og alla útivinnu mátti stunda eins og um sumardag. AFLABRÖGÐ Ógæftir hömluðu nokkuð veiðum fyrra hluta mánaðarins, en seinni hlut- ann var almennt róið daglega í ver- stöðvum sunnan og vestan. Fiskgengd var víða óvenju mikil, einkum við Vestmanneyar í páskavikunni. Fengu bátar þá meiri afla en dæmi eru til. Yfirleitt hefir vertíðin orðið þannig að meiri fiskur hefir borizt á land en á undanförnum árum. ,'ii FRÁ ALÞINGI '4] Alþingi lauk störfum hinn 15. Hafðrjfif það þá setið 148 daga, haft 239 mál til,' ■ j meðferðar, en samþykkt 78 lög. Meðal J t' merkustu laga má nefna þessi: Lög''|-i um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins; er þar meðal annars svo á- kveðið að greiða skuli konum og körl- um jöfn laun fyrir sama starf (7.). — Brúalög, þar sem ákveðið er að brúa Forsetahjónin og dönsku konungs- hjónin. — Frá hinum opinberu móttökum i Danmörk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.