Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Blaðsíða 16
f 332 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „sönnunum" sem Piltdown mann- inum? Það sést bezt á eftirfarandi ummælum: Sir Arthur Keith hefur sagt: „Framþróunarkenningin er ósönnuð og ósannanleg. Vér trúum aðeins á hana vegna þess að ann- ars er aðeins um eitt að ræða, sköp- un, og hún er óhugsandi." Og pró- fessor Watson við háskólann í London hefur sagt: „Dýrafræðing- ar hafa aðhyllzt framþróunarkenn- inguna, ekki vegna þess að menn hafi séð framþróunina gerast, né heldur að hægt sé að færa sönnur á hana með gildum rökum, heldur vegna þess að hinn möguleikinn, sköpun, er alveg ótrúlegur". Pró- fessor Bateson sagði: „Þótt vér verðum að halda í trú vora á fram- þróun tegundanna, þá er enn óvitað hvernig hún hófst og engar sann- anir fyrir því að hún gerist að neinu ráði á þessum tímum". En prófessor T. L. More við háskólann í Cincinnati var þó enn hreinskiln- ari: „Því meiri stund sem maður leggur á fornleifa vísindi því aug- ljósara verður það, að framþróunar kenningin er ekki byggð á neinu öðru en trú". Erfðakenningin átti að kollvarpa trúnni á sköpunarsöguna, en varð aðeins að annarri trú. Er það ekki eins og menn hafi með ærnum erfiðismunum verið að brjótast inn um opnar dyr? ^srlaoraí^oh BAUÐ VERSLUNINNI BYRGINN Eitthvert sinn hafði Þorgils bóndi Jónsson á Rauðnefsstöðum lagt inn ull sína á Eyrarbakka. Var hún mikil, því að hann var gildur bóndi og auðugur að sauðfé. En er ullin var skoðuð þótti hún heldur deig, en Þorgils var ófáan- legur til að samþykkja afvikt. Var því faktorinn til kvaddur. Skoðaði Nú þegar sumar- ið er gengið í garð og allir eru farnir að hugsa um garðana sína, vaknar eflaust hjá mörgum sú spurning, hvort þetta sum.ir muni nú verða jafn gott og sum- arið sem leið. Dafna trén vel í sumar og ná skrautblómin góðum þroska? — Þessi mynd var tekin í fyrra sumar í garði vestur á Melum í Reykjavík. — „Kóngaljósin" höfðu þá náð 2 metra hæð. (Ljósm. G. H.) hann ullina og segir síðan með mestu hægð: „Það er köld ullin hjá þér núna, Þorgils minn." Þá segir Þorgils: „Púff, púff", og gnísti tönnum ( það var kækur hans er hann var kenndur), „Það hefir ekki hitnað í henni eins og helv. bankabygginu hjá þér." Faktor- inn brosti. Afviktin varð engin. (Oddur Oddsson). Talan 20. Einkennilegt er hvað talan 20 kem- ur oft við slysasögur. Talið er að 20 menn hafi drukknað í Þorskafirði og 20 eigi að drukkna í Nesvogi við Stykk- ishólm. í Kaldakvisl á Tjörnesi er talið að 20 menn eigi að drukkna og sé 19 þegar farnir. Á Snæfellsheiði, frá Snæ- fjóllum til Grunnavíkur, er sagt að farizt hafi 19 manns, og 20 menn eigi að verða úti á Rauðaflá milli Vatnsdals og Svínadals, eða hafi orðið úti þar. Alls staðar á þetta að vera álögum að kenna. Vísa eftir Matthías. í bréfi til Hannesar Þorsteinssonar ritstjóra 1892, segir Matthías Jochums- son: — Út í kirkjulegt þref skal ég ekki gefa mig oftar, fólk getur ekki borið það að sinni, enda er bágt um trú að tala á þessum dögum í orðsins gamla skilningi, trú er nú hjá mennt- uðu fólki mestmegnis ekki annað en lífs- og alheimsskoðanir manna. Kreddusveina svarin þing svöngum steina bjóða; séð hef ég eina sannfæring: sigur hins hreina góða!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.