Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1954, Page 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 332 i „sönnunum“ sem Piltdown mann- inum? Það sést bezt á eftirfarandi ummælum: Sir Arthur Keith hefur sagt: „Framþróunarkenningin er ósönnuð og ósannanleg. Vér trúum aðeins á hana vegna þess að ann- ars er aðeins um eitt að ræða, sköp- un, og hún er óhugsandi.“ Og pró- fessor Watson við háskólann í London hefur sagt: „Dýrafræðing- ar hafa aðhyllzt framþróunarkenn- inguna, ekki vegna þess að menn hafi séð framþróunina gerast, né heldur að hægt sé að færa sönnur á hana með gildum rökum, heldur vegna þess að hinn möguleikinn, sköpun, er alveg ótrúlegur". Pró- fessor Bateson sagði: „Þótt vér verðum að halda í trú vora á fram- þróun tegundanna, þá er enn óvitað hvernig hún hófst og engar sann- anir fyrir því að hún gerist að neinu ráði á þessum tímum“. En prófessor T. L. More við háskólann í Cincinnati var þó enn hreinskiln- ari: „Því meiri stund sem maður leggur á fornleifa vísindi því aug- ljósara verður það, að framþróunar kenningin er ekki byggð á neinu öðru en trú“. Erfðakenningin átti að kollvarpa trúnni á sköpunarsöguna, en varð aðeins að annarri trú. Er það ekki eins og menn hafi með ærnum erfiðismunum verið að brjótast inn um opnar dyr? BAIJÐ VERSLUNINNI BYRGINN Eitthvert sinn hafði Þorgils bóndi Jónsson á Rauðnefsstöðum lagt inn ull sína á Eyrarbakka. Var hún mikil, því að hann var gildur bóndi og auðugur að sauðfé. En er ullin var skoðuð þótti hún heldur deig, en Þorgils var ófáan- legur til að samþykkja afvikt. Var því faktorinn til kvaddur. Skoðaði Nú þegar sumar- ið er gengið í garð og allir eru farnir að hugsa um garðana sína, vaknar eflaust hjá mörgum sú spurning, hvort þetta sumar muni nú verða jafn gott og sum- arið sem leiö. Dafna trén vel í sumar og ná skrautblómin góðum þroska? — Þessi mynd var tekin í fyrra sumar í garði vestur á Melum í Reykjavík. — „Kóngaljósin" höfðu þá náð 2 metra hæð. (Ljósm. G. H.) hann ullina og segir síðan með mestu hægð: „Það er köld ullin hjá þér núna, Þorgils minn.“ Þá segir Þorgils: „Púff, púff“, og gnísti tönnum ( það var kækur hans er hann var kenndur), „Það hefir ekki hitnað í henni eins og helv. bankabygginu hjá þér.“ Faktor- inn brosti. Afviktin varð engin. (Oddur Oddsson). Talan 20. Einkennilegt er hvað talan 20 kem- ur oft við slysasögur. Talið er að 20 menn hafi drukknað í Þorskafirði og 20 eigi að drukkna í Nesvogi við Stykk- ishólm. í Kaldakvísl á Tjörnesi er talið að 20 menn eigi að drukkna og sé 19 þegar farnir. Á Snæfellsheiði, frá Snæ- fjöllum til Grunnavíkur, er sagt að farizt hafi 19 manns, og 20 menn eigi að verða úti á Rauðaflá milli Vatnsdals og Svínadals, eða hafi orðið úti þar. Alls staðar á þetta að vera álögum að kenna. Vísa eftir Matthías. í bréfi til Hannesar Þorsteinssonar ritstjóra 1892, segir Matthías Jochums- son: — Út í kirkjulegt þref skal ég ekki gefa mig oftar, fólk getur eklci borið það að sinni, enda er bágt um trú að tala á þessum dögum í orðsins gamla skilningi, trú er nú hjá mennt- uðu fólki mestmegnis ekki annað en lífs- og alheimsskoðanir manna. Kreddusveina svarin þing svöngum steina bjóða; séð hef ég eina sannfæring: sigur hins hreina góða!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.