Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUN BLAÐSINS 351' hún giftist. Stjórn hans hátignar konungsins vill einmitt að fangar giftist." Hann fekk leyfið og svo ók hann til New Norfolk og bað vin sinn, séra Robinson, að gifta sig. Prestur lofaði að lýsa með þeim, og svo ákváðu þeir giftingardaginn. Þegar Jörundur kom aftur til Hobart Town og sagði Norah frá þessu, kom þeim saman um að þau skyldi halda trúlofun sína hátíð- lega. Þau fóru út á knæpu að fá sér drykk.... Morguninn eftir, 13. janúar 1831, varð Jörundur að mæta hjá lög- reglustjóra, kærður fyrir að hafa verið drukkinn um nóttina. Hann varð að greiða 5 shillings sekt.... Tólf dögum síðar voru þau Norah gefin saman í kirkju St. Mattheusar í Norfolk. Vitundarvottar að þeirri hátíðlegu athöfn voru Norah Frank og W. J. Ring. Jörundur skrifaði nafn sitt í kirkjubókina með glæsi- legri rithönd, en Norah var óskrif- andi og setti því aðeins X í staðinn fyrir nafn sitt. Hjúskaparvottarnir skrifuðu svo undir, og athöfninni var lokið. Þau snæddu síðan góða máltíð í Bush Inn, og léku á alls oddi. Og svo heldu þau til Hobart Town til þess að byrja þar nýtt líf.... F'RFITT er að hefja búskap meö tvær hendur tómar. Þau settust fyrst að í Hobart Town og ætluðu að vinna og safna fé. Norah tók til við sitt fyrra starf að þvo þvotta, en Jörundur fór að skrifa fyrir blöðin. Hann var mikilvirkur í rit- störfum sínum. En ólánið átti ekki af þeim að ganga. Um miðjan ágúst var Norah enn tekið föst fyrir ölv- un og óspektir. Jörundur bað henni vægðar og' dómarinn varð við bón hans. Norah kunni hvorki að lesa né skrifa, og hún gat alls ekk: skihð að neiu vinna væri í bví að fást við skriftir. Hún ásakaði Jörund fyrir að eyða tímanum til ónýtis. Og svo helt hún áfram að drekka. Og út úr gremju fór Jörundur að drekka líka. Þau voru enn einu sinni tekin föst og sektuð fyrir ölv- un. Þá ákvað Jörundur að flýa bæ- inn og fara með Norah upp í sveit. Hann fekk ráðsmannsstöðu á stór- um búgarði og Norah átti að hafa þar umsjá með mjólkurbúi. Þetta hefði verið hið mesta happ fyrir þau, ef Jörundur hefði kunnað nokkuð til búskapar. Eftir einn mánuð var hann rekinn, og Norah hætti þá líka að vinna. Þau hurfu aftur til Hobart Town. Ekki höfðu þau verið þar lengi er Norah var kærð fyrir tilraun að stela peningum af manni. Hún var tekin föst. Jörundur var viss um sakleysi hennar, náði í vitni og barðist eins og ljón fyrir hana. Og málinu lyktaði svo, að hún var sýknuð. Þegar hún var laus fannst henni ástæða til að minnast þess með því að fá sér í staupinu. Því lauk svo að hún var tekin föst fyrir óspektir, og nú var hún miskunn- arlaust send í kvennafangelsið og skyldi vera þar í þrjá mánuði. Á RIÐ 1836 sótti Jörundur um fulla sakaruppgjöf fyrir þau bæði og í septembermánuði árið eftir var birt stjórnartilkynning í Hobart Town Gazette um að þeim hefði verið gefnar upp sakir og þau væri bæði frjáls. En Jörundur átti sér ekki upp- reisnar von. Hann hafði í eftirdragi fáfróða og drykkfellda konu, sem dró hann niður á við. Menn aumk- uðu hann máske vegna ógæfu hans, en enginn gat treyst þeim manni, sem hafði farið þannig að ráði sínu. Hann hefði máske rétt við, ef hann hefði skilið við hana. En það vildi Jorundur ekki. -Þa'ð var honum metnaðarmál að standa við hjú- skapareið sinn. Og það gat sam- tíðin ekki skilið. Norah sökk æ dýpra niður í ó- regluna, og Jörundur var í vand- ræðum að geta borgað allar sektir hennar. í marzmánuði 1840 var hún enn einu sinni tekin föst og sektuð. Þá gramdist Jörundi meira við hana en nokkuru sinni áður. Hann var þá einmitt kominn út í stjórn- málabaráttu og mátti ekki við því að hún gerði honum hneisu. Og nú skrifaði hann lögreglustjóranum í Hobart Town í örvæntingu sinni: — Ef þér viljið athuga lögreglu- bækurnar og sjá hve feikilega oft Norah Corbett hefur verið sektuð fyrir ölæði á undanförnum árum, þá munuð þér sannfærast um, að það væri hreinasta góðverk að koma henni fyrir svo sem sex vikna tíma þar sem hún getur ekki náð í áfengi. Hún dregur mig stöðugt niður í svaðið og ég get ekki af- borið þetta lengur. IIINN 7. apríl 1840 varð Jörundur 4 sextugur. — Nokkrum dögum seinna helt hann aðalræðuna á fundi, þar sem nýlendumálin og meðferð fanganna var til umræðu. Hann hreif þar alla áheyrendur með mælsku sinni og rökfimi. Þetta varð ein af stóru stundunum á ævi hans. Þegar hann lauk máli sínu voru fagnaðarlætin svo mikil, að hann varð að koma fram aftur til þess að taka við hylli áheyrenda. Hér hafði hann unnið sigur, að minnsta kosti í bili. En svo kom haustið með kulda og vætu. Norah og Jörundur áttu heima í lélegum kofa, höfðu lítið viðurværi og gátu ekki hlýað upp hjá sér. Hún var nú fertug, en orðin fyrirgengileg af drykkjuskap og áhyggjum. Þau höfðu nú ekki á neinu að lifa nema því, sem Jör- undur -fekk -fyrir greinar -í blöðun- um. Happ hafði ekl$i haft neiftfi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.