Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 12
360 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Elzta íslenzka kirkjan í Vesturheimi og anda. Þriðja leiðin er að viður- kenna tilveru anda, orku og efnis, en skoða þó allt þetta sem eitt og hið sama í innsta eðli sínu. Þessa leið hafa einnig margir heimspek- ingar farið og jafnvel vísindamenn á síðustu tímum. Heimspeki Descartes hafði geysi- leg áhrif á andlegt líf Vesturlanda. Deilur hans bergmáluðu um alla álfuna. Hann réðist ekki beint á hið gamla. Reyndi hann ekki meira að segja að verja miðaldakirkjuna? Sú vörn hafði þveröfug áhrif: La Mattric sækir til hennar grundvöll kenningar sinnar um „vélmennið“, Lock, David Hume og Kant byggja alhr á kenningu Descartes um efni og anda, sál og líkama sem full- komnar andstæður. Á hinn bóginn verður Descartes einnig fyrirrenn- ari heimspekinga eins og Spinoza, Berkeley og Sohopenhauers sem leggja áherzlu á að ekkert sé til nema andinn. Af þessum orsökum hefur Descartes orðið tengiliður milli miðaldaheimspekinnar og nú- tímans. Flestar kenningar Descartes hafa sætt harðri gagnrýni, en þær hafa gefið mönnum nóg til að hugsa um. Allir finna þar eitthvað til að sam- þykkja og eitthvað til að rífa niður. Og einmitt á þennan hátt sáði þessi varfærni maður, Descartes, fræum stórra byltinga í akur vestrænnar menningar. TVfEÐ því að lifa heilbrigðu lífi og með því að gæta ýtrustu var- kárni í sambandi við rit sín, tókst Descartes að lifa fram á sextugs- aldur. Frægð hans barst víða og Karl I. Englandskonungur og Kat- rín Svíadrottning buðu honum til hirða sinna. Descartes þekktist síð- ara boðið og fór til Svíþjóðar 1649. Drottningin hafði lesið bækur Des- cartes og nú fór hún fram á að hann kæmi til sín morgun hvern um fúnm leytið og ræddi við sig heim- FY R S T A kirkjan sem fslendingar reistu í Vesturheimi er í Mountain- byggð í Norður Dakota. Hún var reist vorið og sumarið 1884 og var heldur fátækleg fyrst í stað. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á henni eftir því sem árin liðu og fyrir nokkru var hún færð af sínum upphaflega grunni á annan stað. En hún stendur enn sem talandi tákn um stórhug og fórnfýsi landnem- anna. Það var á seinasta fjórðungi aldar- innar sem leið, að íslenzkir landnemar tóku að setjast að á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum, í Wisconsin, Minne- sota, Norður Dakota og víðar. Ein af elztu og stærstu íslenzku nýlendunum þar var í Pembina County, og er talið að séra Páll Þorláksson hafi verið „fað- ir“ þeirrar nýlendu. Fyrstu landnem- arnir komu þangað frá Nýa íslandi vorið 1878. Síðar bættust fleiri við, jafnvel útflytjendur, sem komu beina leið frá íslandi. Á árunum 1879—1882 fjölgaði fólkinu óðum, og svo ör var vöxtur íslenzku nýlendunnar, að í lok ársins 1879 voru þar fjórar islenzkar „sveitir" að komast á laggirnar. Kjör landnemanna voru erfið, þeir speki. Það varð svo að vera. Des- cartes var vanur að liggja fram eftir á morgnana, auk þess var hann vanur mildara loftslagi. Þess- ir köldu morgnar hjá drottningunni urðu honum um megn. Hann kvef- aðist, fékk síðan lungnabólgu og sagði skilið við þennan heim. — Drottningin lét grafa hann í graf- reit fyrir útlendinga og reisti minn- isvarða með langri grafskrift á leiði hans. — Nokkrum árum síðar var hann grafinn upp og jarðneskar leifar hans fluttar til Parísar og grafnar í St. Geneviéve du Mont. Síðan voru þær enn fluttar til Saint-Germain des Prés þar sem þær hvíla nú. voru fátækir og urðu að vinna baki brotnu. Séra Páll Þorláksson var prest- ur þeirra á Mountain og hann hjálpaði þeim með ráðum og dáð að komast yfir fyrstu örðugleikana. Hann taldi hug og kjark í þá og hann fekk þá til þess að ráðast í kirkjubyggingu. Sjálfur gaf hann af landnámi sínu skák undir kirkju og kirkjugarð. Og svo var byrj- að á því að fella tré og draga viðinn á kirkjustaðinn. En ekki sá séra Páll þann draum sinn rætast að kirkjan risi upp, því að hann andaðist 1882. Þá varð þarna prestur séra H. B. Thorgrimsen og hann helt kirkjubygg- ingunni áfram. Var kirkjan komin undir þak haustið 1884 og hófust þá guðsþjónustur í henni. En ekki var hún vígð fyr en í júní 1887, eða fyrir réttum 67 árum. Hefur hún síðan verið menn- ingar miðstöð byggðarinnar og margir merkir prestar hafa verið þar auk þeirra, sem þegar er getið, svo sem séra Friðrik Bergmann (1886—1901), séra Kristinn K. Ólafsson (1912—1925), dr. H. Sigmar (1926—1945) og séra Egill H. Fáfnis frá 1945 og þar til hann and- aðist í fyrra. (Úr grein eftir dr. Rich. Beck í „The American-Scandinavian Review“) Descartes hafði raunar með rit- um sínum unnið manna mest að því að víkja „trú“ miðaldakirkj- unnar úr hásætinu og lyfta skyn- seminni þangað í hennar stað. Des- cartes vissi alltaf hvílíka mótmæla- öldu og ofsóknir slíkt hlaut að vekja. Þess vegna var hann svo varkár í ritum sínum og þess vegna taldi hann sig bezt geymdan í Hol- landi. Og varkárni Descartes var ekki ástæðulaus. Mótmælaaldan kom — en of seint til að senda Descartes til himins í „eldvagni". Hann hafði þá lokið hlutverki sínu og lá óhagganlegur í gröf sinni í St-Germain des Prés. Gunnar Dal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.