Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 6
354 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS alveg frá dögum Gassendi hafa orðið til að ráðast á þessa setningu og sýnt fram á að ekki sé hægt að sanna á þennan hátt tilveru manns- ins rökfræðilega án þess að gera sig sekan um „petitio principii“ eins og Gassendi orðar það. Þ. e. a. s. höfuð forsendunni: „Það sem hugs- ar er til,“ er slegið fastri, en hún er ekki sönnuð. Sem rökfræðileg sönnun er því Cogito, ergo sum að- eins hringur þar sem við komum aftur til sama staðar og við heldum frá. Þessi gagnrýni er þó ástæðu- laus, þar sem Descartes hefur aldr- ei ætlað sér að fara að sanna sína eigin tilveru rökfræðilega. Hún er augljós staðreynd utan og ofan við alla rökfræði og engar efasemdir geta skyggt á þessa staðreynd. Des- cartes þurfti nauðsynlega á þessum punkti að halda og fyrir honum þarf enga sönnun. Meðvitundin; sjálfsvitundin sannar sig sjálf. — Þannig verður sjálfsvitund manns- ins grundvöllur alls sannleika, allr- ar þekkingar. Descartes biður okk- ur að kanna okkar eigin vitund og hin skýru svör hennar, því þau eru þekking og sannleikur. — En er þetta nokkuð annað en það sem Sókrates og margir aðrir höfðu áður kennt: „Þekktu sjálfan þig.“ Á vissan hátt er þetta líkt. En hvernig eiga menn að fara að því að þekkja sjálfa sig? Með því að kanna eðli hugsana sinna? Það ger- um við öll — án verulegs árangurs. Með því að leita í djúp hugans? Venjulegir menn verða venjulega ekki miklu nær við slíkar tilraun- ir. Með því að kanna rás hugsana sinna og tengsli þeirra? Það hafði þegar verið gert og rökfræði Aris- totelesar varð niðurstaðan. — En hvað leggur þá Descartes til mál- anna? Hann biður okkur að hlýða á svör okkar eigin vitundar. Allt sem við skiljum Ijóst og greinilega er sannleikur; staðreyndir. Allar augljósar hugmyndir eru sannleik- ur, staðreyndir, sem mynda grund- völl allra vísinda. í leit okkar að þessum staðreyndum gefur Des- cartes okkur þessar fjórar reglur. 1) Að veita aldrei neinu viðtöku öðru en staðreyndum, sem eru svo augljósar að engin ástæða sé til að efast um þær. 2) Að skifta hverju viðfangsefni niður í eins margar greinar og hægt er. Eftir því sem viðfangsefn- ið er greint í fleiri hluta er auð- veldara að kanna hvern einstakan hluta þess til hlítar, en það verður aftur til þess að meiri þekking næst á viðfangsefninu í heild (Analysis). 3) Að framkvæma allar rann- sóknir á skipulagsbundinp hátt, þannig að byrjað sé á hinu ein- faldasta og þá unuleið augljósasta atriði, og rekja sig síðan áfram smátt og smátt til hinnar marg- brotnustu þekkingar (Synthesis). 4) Að vera nákvæmur í öllum útreikningum og taka allt með í reikninginn svo tryggt sé að mönn- um sjáist ekki yfir neitt, sem máli skiftir. Þar sem vitundin er grundvöllur allrar vissu hlýtur allt, sem við skiljum skýrt og greinilega að vera staðreynd, nema hugmyndin sé ímyndun ein. Þessar fjórar reglur eru sú hlið heimspeki Descartes sem einkum snýr að sálfræðinni og vegna þeirra m. a. hefur hann verið nefndur faðir sálfræðinnar. JTIN augljósa tilvera sjálfsvitund- arinnar verður þannig eins og áður er sagt fyrsti punkturinn, sem Descartes setur á þetta auða spjald heimspekinnar. Og nú getur hann dregið línu út frá þessum punkti, línu sem er samnefnari allra punkta. Punkturinn þýðir sjálfsvit- undin, línan er guð, samnefnari allrar vitundar. Hvort hin persónulega afstaða Descartes til katólsku kirkjunnar hefur stýrt penna hans í þessari rökfræðilegu sönnun um tilveru guðs skal ekki rætt hér, þó við komumst varla hjá að álíta að undir niðri hafi Descartes vitað að allar tilraunir til að sanna tilveru guðdómsins rökfræðilega hafi alltaf mistekizt og hljóta að mistakast vegna þess að hið ótakmarkaða verður ekki takmarkað og skyn- semin nær aðeins til sinna eigin afmörkuðu heima. — En hvað sem Descartes kann að hafa hugsað um þetta í einrúmi skiftir hér ekki máli, Descartes lifði á þeim tímum og við þær aðstæður að hann varð að láta það verða 'sitt fyrsta verk í heimspeki sinni að sanna tilveru guðs í anda kirkjufeðranna. Sarpt varð þó Descartes að taka tillit til síns eigin boðorðs: „Aðeins það sem ég skil Ijóst og greinilega get ég verið viss um að sé til.“ Nú er það augljóst, segir Descartes, að ég er til vegna þess að ég hugsa. En hvað er hugsun? Hún er hugmyndir, sem við fáum; fylking hugmynda; ríki hugmynda. En hver er konungur í þessu ríki hugmyndanna? Hver af þessum hugmyndum okkar er mest og voldugust? Sú sem nær hæst og stendur dýpst. Hugmyndin um full- komleikann, hið eilífa og ótak- markaða. í einu orði sagt: Hug- myndin um guð. Descartes hafði komizt að þeirri niðurstöðu að sú hugmynd sem við skildum skýrt og greinilega væri veruleiki. Ætti þá sjálfur konungurinn í ríki hug- mynda okkar að vera blekking ein? Slíkt er óhugsandi, segir Descartes og þetta eitt nægir til að sanna að guð sé til. — En er þá ekki hugs- anlegt að þessi hugmynd sé aðeins ímyndun, því getum við ekki skilið hugmynd skýrt og greinilega sem er aðeins ímyndun? Descartes segir að þessi hugsun geti ekki verið ímyndun. Og hvers vegna ekki? Fyrst og fremst vegna þess að hug-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.